Kennaraverkfall hafið 19. september 2004 00:01 Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ber enn mikið í milli og ekki er útséð um hvenær eða hvort samningar náist. Fyrir utan Karphúsið í gær afhentu grunnskólabörn úr Hafnarfirði samninganefnd kennara og sveitarfélaga undirskriftalista með um 200 nöfnum grunnskólanema í Hafnarfirði. Var skorað á deilendur að semja sem fyrst og hugsa um framtíð barnannna í landinu. Margrét Guðjónsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Katrín Hallgrímsdóttir, allar úr Hvaleyrarskóla, sögðu af því tilefni í samtali við Fréttablaðið að þær styddu fyllilega kröfur kennara. "Við viljum að kennarar fái hærri laun. Þetta er erfitt starf, við nemendur getum verið ótrúlega erfið. Vinnudagurinn er langur og launin eru allt of lág," sögðu þær. Þær sögðust sjálfar vera með frábæra kennara og það skipti miklu máli fyrir ungt fólk að hafa góðar fyrirmyndir. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands eru meðallaun grunnskólakennara um 210 til 215 þúsund krónur á mánuði. Byrjunarlaun 24-27 ára nýútskrifaðra grunnskólakennara eru rúm 130 þúsund á mánuði. Kröfur grunnskólakennara eru meðal annars þær að byrjunarlaun verði sambærileg við laun framhaldsskólakennara. Byrjunarlaun framhaldsskólakennara eru tæp 240 þúsund á mánuði.Þá vilja kennarar draga úr kennsluskyldu, minnka kennsluskyldu umsjónarkennara, auka lágmarksundirbúning á forræði kennara og afnema launapotta. Grunnskólakennarar fóru síðast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhaldsskólakennurum. Tekist hefur að semja um kjör kennara í nokkrum einkareknum grunnskólum. Til að mynda fer einungis hluti kennara í Ísaksskóla í verkfall, Hjallaskólakennarar fara ekki í verkfall og ekki heldur kennarar Landakotsskóla og Tjarnarskóla. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ber enn mikið í milli og ekki er útséð um hvenær eða hvort samningar náist. Fyrir utan Karphúsið í gær afhentu grunnskólabörn úr Hafnarfirði samninganefnd kennara og sveitarfélaga undirskriftalista með um 200 nöfnum grunnskólanema í Hafnarfirði. Var skorað á deilendur að semja sem fyrst og hugsa um framtíð barnannna í landinu. Margrét Guðjónsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Katrín Hallgrímsdóttir, allar úr Hvaleyrarskóla, sögðu af því tilefni í samtali við Fréttablaðið að þær styddu fyllilega kröfur kennara. "Við viljum að kennarar fái hærri laun. Þetta er erfitt starf, við nemendur getum verið ótrúlega erfið. Vinnudagurinn er langur og launin eru allt of lág," sögðu þær. Þær sögðust sjálfar vera með frábæra kennara og það skipti miklu máli fyrir ungt fólk að hafa góðar fyrirmyndir. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands eru meðallaun grunnskólakennara um 210 til 215 þúsund krónur á mánuði. Byrjunarlaun 24-27 ára nýútskrifaðra grunnskólakennara eru rúm 130 þúsund á mánuði. Kröfur grunnskólakennara eru meðal annars þær að byrjunarlaun verði sambærileg við laun framhaldsskólakennara. Byrjunarlaun framhaldsskólakennara eru tæp 240 þúsund á mánuði.Þá vilja kennarar draga úr kennsluskyldu, minnka kennsluskyldu umsjónarkennara, auka lágmarksundirbúning á forræði kennara og afnema launapotta. Grunnskólakennarar fóru síðast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhaldsskólakennurum. Tekist hefur að semja um kjör kennara í nokkrum einkareknum grunnskólum. Til að mynda fer einungis hluti kennara í Ísaksskóla í verkfall, Hjallaskólakennarar fara ekki í verkfall og ekki heldur kennarar Landakotsskóla og Tjarnarskóla.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira