Viku verkfall hið minnsta 20. september 2004 00:01 Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti. Verkfallið nær til rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara og raskar námi um það bil 45 þúsund nemenda. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari metur stöðuna í deilunni svo að ekki sé tilefni til að kalla samningamenn aftur til fundar fyrr en klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Útlit er því fyrir að ekkert skólahald verði þessa vikuna í það minnsta. Aðspurður af hverju þetta langa hlé verður á viðræðunum segir ríkissátasemjari að tvær ástæður liggi þar að baki. Annars vegar sú að málsaðilar þurfi tíma til að leggja málum gagnvart fjölmiðlum og þar með gagnvart sínum félgsmönnum, auk þess sem þeir þurfi að fylgja því eftir að verkfallið fari fram eins og ætlast sé til. Hin ástæðan er sú að það mikið ber í milli hjá deiluaðilum að Ásmundur telur líklegra til árangurs að þeir fari yfir málin, hvor fyrir sig, á næstu dögum. Mikið ber í milli krafna kennara og tilboðs sveitarfélaganna og eru deilendur ekki einu sinni á sama máli um hversu mikið ber í milli eða hvernig. Þannig segja samningamenn sveitarfélaga að kröfur kennara hafi hækkað úr nítján prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin í vor upp í 30-35 prósenta kostnaðarauka núna og fari bilið breikkandi ef eitthvað er. Kennarar segja að samninganefndin hafi hafnað tilboði þeirra um samning sem leitt hefði af sér aðeins sextán prósenta kostnaðarauka á þessu skólaári. Samningamenn sveitarfélaga segja aftur á móti að það tilboð hefði í raun þýtt tuttugu og fjögurra prósenta kostnaðarauka en ekki sextán prósenta þannig að á þessu stigi virðast deilendur aðeins vera sammála um það eitt að vera ósammála. En lítum nú á nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og nemendur. Einkaskólar starfa nær ótruflaðir þar sem þeir hafa í flestum tilvikum gert sérsamninga við kennara sína. Viðvera fyrir yngri börnin úr fyrsta til fjórða bekk, sem hefst upp úr klukkan eitt á daginn og stendur til fimm, verður með eðlilegum hætti, a.m.k. næstum því alls staðar, því það heyrir til undantekninga að kennarar annist gæslu þar. Hins vegar verða engar skólamáltíðir í hádeginu þótt starfsfólk möguneyta skólanna mæti í verkfallinu þar sem kennarar annast gæslu í mötuneytunum. Heimakennsla eftir skóla fellur niður þar sem hún er í boði því kennarar annast hana. Þá verða flest eða öll skólabókasöfn lokuð þar sem starfsmenn þeirra eru lang flestir í Kennarasambandinu. Nemendur þurfa hins vegar að mæta hjá stundakennurum eins og ekkert hafi í skorist. Það er einkum í efri bekkjum grunnskólans að stundakennarar, sem ekki eru í Kennarasambandinu, hlaupa undir bagga með kennslu í ýmsum valgreinum. Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta í þá tíma, sem geta verið tveir til fjórir tímar í viku, og verða þeir á þeim tímum sem búið var að ákveða áður en til verkfalls kom og má ekki breyta þeirri tímasetningu. Þær félagsmiðstöðvar sem reknar eru í skólum fyrir eldri nemendur verða áfram opnar. Skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og annað starfsfólk skólanna sem ekki er kennarar mætir svo í skólana í dag og hefur ekki verið sett verkbann á þá hópa. Skrifstofur skólanna verða því opnar. Skólastjórarnir mega hins vegar ekki ganga í störf kennara á neinu sviði. Hægt er að hlusta á viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjari með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti. Verkfallið nær til rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara og raskar námi um það bil 45 þúsund nemenda. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari metur stöðuna í deilunni svo að ekki sé tilefni til að kalla samningamenn aftur til fundar fyrr en klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Útlit er því fyrir að ekkert skólahald verði þessa vikuna í það minnsta. Aðspurður af hverju þetta langa hlé verður á viðræðunum segir ríkissátasemjari að tvær ástæður liggi þar að baki. Annars vegar sú að málsaðilar þurfi tíma til að leggja málum gagnvart fjölmiðlum og þar með gagnvart sínum félgsmönnum, auk þess sem þeir þurfi að fylgja því eftir að verkfallið fari fram eins og ætlast sé til. Hin ástæðan er sú að það mikið ber í milli hjá deiluaðilum að Ásmundur telur líklegra til árangurs að þeir fari yfir málin, hvor fyrir sig, á næstu dögum. Mikið ber í milli krafna kennara og tilboðs sveitarfélaganna og eru deilendur ekki einu sinni á sama máli um hversu mikið ber í milli eða hvernig. Þannig segja samningamenn sveitarfélaga að kröfur kennara hafi hækkað úr nítján prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin í vor upp í 30-35 prósenta kostnaðarauka núna og fari bilið breikkandi ef eitthvað er. Kennarar segja að samninganefndin hafi hafnað tilboði þeirra um samning sem leitt hefði af sér aðeins sextán prósenta kostnaðarauka á þessu skólaári. Samningamenn sveitarfélaga segja aftur á móti að það tilboð hefði í raun þýtt tuttugu og fjögurra prósenta kostnaðarauka en ekki sextán prósenta þannig að á þessu stigi virðast deilendur aðeins vera sammála um það eitt að vera ósammála. En lítum nú á nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og nemendur. Einkaskólar starfa nær ótruflaðir þar sem þeir hafa í flestum tilvikum gert sérsamninga við kennara sína. Viðvera fyrir yngri börnin úr fyrsta til fjórða bekk, sem hefst upp úr klukkan eitt á daginn og stendur til fimm, verður með eðlilegum hætti, a.m.k. næstum því alls staðar, því það heyrir til undantekninga að kennarar annist gæslu þar. Hins vegar verða engar skólamáltíðir í hádeginu þótt starfsfólk möguneyta skólanna mæti í verkfallinu þar sem kennarar annast gæslu í mötuneytunum. Heimakennsla eftir skóla fellur niður þar sem hún er í boði því kennarar annast hana. Þá verða flest eða öll skólabókasöfn lokuð þar sem starfsmenn þeirra eru lang flestir í Kennarasambandinu. Nemendur þurfa hins vegar að mæta hjá stundakennurum eins og ekkert hafi í skorist. Það er einkum í efri bekkjum grunnskólans að stundakennarar, sem ekki eru í Kennarasambandinu, hlaupa undir bagga með kennslu í ýmsum valgreinum. Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta í þá tíma, sem geta verið tveir til fjórir tímar í viku, og verða þeir á þeim tímum sem búið var að ákveða áður en til verkfalls kom og má ekki breyta þeirri tímasetningu. Þær félagsmiðstöðvar sem reknar eru í skólum fyrir eldri nemendur verða áfram opnar. Skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og annað starfsfólk skólanna sem ekki er kennarar mætir svo í skólana í dag og hefur ekki verið sett verkbann á þá hópa. Skrifstofur skólanna verða því opnar. Skólastjórarnir mega hins vegar ekki ganga í störf kennara á neinu sviði. Hægt er að hlusta á viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjari með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira