Víðtækasta verkfall um árabil 20. september 2004 00:01 Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. Það var tómlegt um að litast í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í hádeginu. Hann er meðal þeirra 180 grunnskóla í landinu sem nú eru lokaðir vegna verkfalls um 4300 kennara. Í kennslustofunum var búið að setja stólana upp á borð. Um 44 þúsund börn á aldrinum sex til fimmtán ára fengu þær fréttir í morgun að það yrði enginn skóli í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands eru 30.500 fjölskyldur á Íslandi með börn á grunnskólaaldri. Þetta þýðir að verkfallið bitnar með beinum hætti á nærri þrjátíu prósent heimila í landinu. Verkfall grunnskólakennara er það fyrsta sem verður á Íslandi í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ríkissáttasemjara. Þannig voru engin verkföll árið 2003 né 2002. Árið 2001 voru sjómenn í verkfalli í sex vikur, þroskaþjálfar og sjúkraliðar fóru í smærri verkföll, tónlistarkennarar fóru í 5 vikna verkfall en verkföll flugumferðarstjóra og hjúkrunarfræðinga urðu örstutt. Árið 2000 áttu framhaldsskólakennarar lengsta verkfallið sem stóð í 8 vikur. Verkamannasambandið samdi hins vegar samdægurs, mjólkurfræðingar eftir einn dag en rútubílstjórar voru í löngu verkfalli. 1999 var ekkert verkfall en 1998 var sex vikna sjómannaverkfall. 1997 fóru grunnskólakennarar einnig í verkfall sem stóð í einn dag, sömuleiðis Dagsbrún, Framsókn og Hlíf en það ár var sjö vikna verkfall á Vestfjörðum. 1996 leið án verkfalla en 1995 voru bæði grunn- og framhaldskólakennarar í 5 vikna verkfalli og þarf í raun að fara aftur til þess tíma til að finna vinnustöðvun með jafnvíðtæk áhrif og það kennaraverkfall sem nú er brostið á. Á venjulegum skóladegi eru um 600 krakkar í Austurbæjarskóla á degi hverjum, en í dag var lítið um að vera. Þó er skólinn ekki alveg mannlaus. Um tuttugu starfsmenn hans eru ekki í verkfalli en það eru skólaliðar, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, starfsmenn skrifstofu og húsvörður. Það var hins vegar lítið að gerast í skólamötuneytinu en starfsmenn sögðu að bannað væri að gefa nemendum að borða á skólatíma í verkfalli. En það eru ekki allir grunnskólar lokaðir. Eftir því sem næst verður komist eru sex einkaskólar starfandi, þeirra á meðal Ísaksskóli í Reykjavík. Þar eru sex kennarar þó í verkfalli, þeir sem hafa elstu samningana, en tíu kennarar halda áfram að kenna. Aðrir einkaskólar starfa óhindrað, þeirra á meðal Landakotsskóli, Tjarnarskóli og Suðurhlíðarskóli. Og krakkar í verkfalli finna sér ýmislegt til dundurs. Skammt frá Ísaksskóla stóðu þrír 7 og 8 ára guttar, þeir Pétur Ágústsson, Kári Bjarnason og Breki Guðmundsson, fyrir tómbólu en þeir eru í Háteigsskóla sem er lokaður. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. Það var tómlegt um að litast í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í hádeginu. Hann er meðal þeirra 180 grunnskóla í landinu sem nú eru lokaðir vegna verkfalls um 4300 kennara. Í kennslustofunum var búið að setja stólana upp á borð. Um 44 þúsund börn á aldrinum sex til fimmtán ára fengu þær fréttir í morgun að það yrði enginn skóli í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands eru 30.500 fjölskyldur á Íslandi með börn á grunnskólaaldri. Þetta þýðir að verkfallið bitnar með beinum hætti á nærri þrjátíu prósent heimila í landinu. Verkfall grunnskólakennara er það fyrsta sem verður á Íslandi í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ríkissáttasemjara. Þannig voru engin verkföll árið 2003 né 2002. Árið 2001 voru sjómenn í verkfalli í sex vikur, þroskaþjálfar og sjúkraliðar fóru í smærri verkföll, tónlistarkennarar fóru í 5 vikna verkfall en verkföll flugumferðarstjóra og hjúkrunarfræðinga urðu örstutt. Árið 2000 áttu framhaldsskólakennarar lengsta verkfallið sem stóð í 8 vikur. Verkamannasambandið samdi hins vegar samdægurs, mjólkurfræðingar eftir einn dag en rútubílstjórar voru í löngu verkfalli. 1999 var ekkert verkfall en 1998 var sex vikna sjómannaverkfall. 1997 fóru grunnskólakennarar einnig í verkfall sem stóð í einn dag, sömuleiðis Dagsbrún, Framsókn og Hlíf en það ár var sjö vikna verkfall á Vestfjörðum. 1996 leið án verkfalla en 1995 voru bæði grunn- og framhaldskólakennarar í 5 vikna verkfalli og þarf í raun að fara aftur til þess tíma til að finna vinnustöðvun með jafnvíðtæk áhrif og það kennaraverkfall sem nú er brostið á. Á venjulegum skóladegi eru um 600 krakkar í Austurbæjarskóla á degi hverjum, en í dag var lítið um að vera. Þó er skólinn ekki alveg mannlaus. Um tuttugu starfsmenn hans eru ekki í verkfalli en það eru skólaliðar, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, starfsmenn skrifstofu og húsvörður. Það var hins vegar lítið að gerast í skólamötuneytinu en starfsmenn sögðu að bannað væri að gefa nemendum að borða á skólatíma í verkfalli. En það eru ekki allir grunnskólar lokaðir. Eftir því sem næst verður komist eru sex einkaskólar starfandi, þeirra á meðal Ísaksskóli í Reykjavík. Þar eru sex kennarar þó í verkfalli, þeir sem hafa elstu samningana, en tíu kennarar halda áfram að kenna. Aðrir einkaskólar starfa óhindrað, þeirra á meðal Landakotsskóli, Tjarnarskóli og Suðurhlíðarskóli. Og krakkar í verkfalli finna sér ýmislegt til dundurs. Skammt frá Ísaksskóla stóðu þrír 7 og 8 ára guttar, þeir Pétur Ágústsson, Kári Bjarnason og Breki Guðmundsson, fyrir tómbólu en þeir eru í Háteigsskóla sem er lokaður.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira