Fáum ekki aðstoð verkfallssjóðs 20. september 2004 00:01 Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið. Systurnar skiptust á að fara í vinnu í gær þar sem faðir þeirra fór vestur í réttir með gömlum vini. "Hann ætlaði ekki að fara í réttirnar af því hann væri að passa. En hann fer svo sjaldan eitthvað að ég tók það ekki í mál og við systurnar hjálpuðumst að í gær," segir Júlíana. En faðir hennar passar jafnan yngsta barnið á móti eiginmanni hennar sem er í vaktavinnu. Guðmunda vann fyrri part dagsins í gær en kom síðan og tók við af Júlíönu um eittleytið svo hún kæmist til vinnu . Júlíana á alls fjögur börn og þar af eru tvö á skólaaldri, sjö og níu ára. Dóttir Guðmundu var að byrja í skóla í haust og á hún annað barn á leikskólaaldri. Júlíana vinnur á lítilli bókhaldsskrifstofu og segist mæta skilningi hjá yfirmanni sínum sem er giftur kennara. Þannig hafi hún oft þann kost að hliðra til vinnutímanum og vinna jafnvel eitthvað á kvöldin. "Það er engin leið fyrir mig að missa marga daga úr vinnu því rekstur heimilisins er háður tekjunum. Það eru engir verfallssjóðir sem styðja við bakið á mér eða minni fjölskyldu," segir Júlíana. Hún er mjög þakklát föður sínum sem ætlar að gæta barnanna en það geti auðvitað bara gengið í nokkra daga. Fjögur börn séu alltof mikið álag á sjötugan mann því þurfi jafnvel að finna aðrar lausnir ef verkfallið teygist á langinn. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið. Systurnar skiptust á að fara í vinnu í gær þar sem faðir þeirra fór vestur í réttir með gömlum vini. "Hann ætlaði ekki að fara í réttirnar af því hann væri að passa. En hann fer svo sjaldan eitthvað að ég tók það ekki í mál og við systurnar hjálpuðumst að í gær," segir Júlíana. En faðir hennar passar jafnan yngsta barnið á móti eiginmanni hennar sem er í vaktavinnu. Guðmunda vann fyrri part dagsins í gær en kom síðan og tók við af Júlíönu um eittleytið svo hún kæmist til vinnu . Júlíana á alls fjögur börn og þar af eru tvö á skólaaldri, sjö og níu ára. Dóttir Guðmundu var að byrja í skóla í haust og á hún annað barn á leikskólaaldri. Júlíana vinnur á lítilli bókhaldsskrifstofu og segist mæta skilningi hjá yfirmanni sínum sem er giftur kennara. Þannig hafi hún oft þann kost að hliðra til vinnutímanum og vinna jafnvel eitthvað á kvöldin. "Það er engin leið fyrir mig að missa marga daga úr vinnu því rekstur heimilisins er háður tekjunum. Það eru engir verfallssjóðir sem styðja við bakið á mér eða minni fjölskyldu," segir Júlíana. Hún er mjög þakklát föður sínum sem ætlar að gæta barnanna en það geti auðvitað bara gengið í nokkra daga. Fjögur börn séu alltof mikið álag á sjötugan mann því þurfi jafnvel að finna aðrar lausnir ef verkfallið teygist á langinn.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira