Beggja vegna borðsins 22. september 2004 00:01 Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, er þaulkunnugur kjarabaráttu viðsemjenda sinna. Á árunum 1986 til 1998 var hann framkvæmdastjóri BHMR, síðar BHM, og hefur því á vissan hátt setið beggja vegna borðsins. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að markmið þeirra sem sitja við samningaborðið séu ekki eins ólík og virðast kann í fyrstu; báðum er umhugað um að rétta hag kennara. Þegar Birgir vann hjá BHMR sat hann ekki við sjálft borðið heldur var ráðgjafi með samninganefndum ýmissa félaga, meðal annars Hins íslenska kennarafélags sem í var nokkur hluti grunnskólakennara. Hann segir að sú reynsla sem hann öðlaðist á þessum árum vera ómetanlega í dag. "Ef ég hefði komið alveg grænn á bak við eyrun úr háskólanum úr einhverjum mannauðsfræðum þá hefði ég verið í allt annarri stöðu." Aðspurður telur hann sig ekki endilega hafa betri skilning á málstað kennara en félagar hans í samninganefndinni því margir þeirra hafa svipaðan bakgrunn og þekkja skólastarf vel. Þeir telja allir grunnskólann lykilstofnun í samfélaginu og eru sammála kennurum að því leyti. Birgir er alls ekki þeirrar skoðunar að hann sé genginn í lið með sínum gömlu fjendum. "Ég tel mig hafa verið að vinna mikilvægt, samfélagslegt starf við að rétta kjör ýmissa stétta þegar ég var hjá BHMR og ég tel mig vera að gera það ennþá. Hins vegar eru okkur hjá sveitarfélögunum skorður settar með fjármuni og maður horfir á þetta öðrum augum núna þegar maður verður að velta fyrir sér forgangsröðun. Þegar við vorum hjá BHMR þá veltum við ekki fyrir okkur hver væri forgangsröðun vinnuveitenda, við vildum fyrst og fremst ná árangri fyrir okkar fólk. Það heyrum við auðvitað kennarana segja hér og nú. Þeir vilja ná árangri fyrir sitt fólk og þeim er alveg sama um launastefnur, efnahagsáhrif og slíkt. En mér er ekkert síður umhugað um réttindamál og starfskjör kennara í dag heldur en þá." Birgi grunaði ekki á sínum tíma að hann ætti eftir að semja fyrir atvinnurekendur nokkrum árum síðar heldur langaði hann að snúa sér aftur að hagfræðikennslu í háskóla. Atvik höguðu því hins vegar þannig að árið 1999 réð hann sig til starfa hjá kjaraþróunardeild Reykjavíkurborgar. Birgir var því í forsvari fyrir launanefnd sveitarfélaga í samningaviðræðunum við kennara árið 2001. Þá var gagnkvæmur vilji til að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar á kennarastarfinu og ekki kom til verkfalls. Undirbúningur fyrir þá samninga hófst tveimur árum áður en í samningalotunni sem nú stendur yfir fóru menn síðar af stað. Birgir álítur þó að ekki sé sjálfgefið að menn væru í annarri stöðu í dag ef viðræður hefðu hafist fyrr. "Markmiðin voru þá miklu skýrari á milli samningsaðila og samstaða um það þeirra á meðal. Við höfum ekki eins mikið verið í þessum markmiðshugleiðingum heldur hafa kennararnir verið meira uppteknir af því að breyta ýmsum þáttum samninganna frá 2001 sem varða vinnutíma." Fyrir því er hins vegar ekki mikill áhugi hjá sveitarfélögunum. Kjarasamningana frá því fyrir þremur árum segir hann vera sönnun þess að allt tal um að hann hafi flutt sig yfir í hitt liðið sé rökleysa. "Ég tel þær breytingar sem við gerðum á kennarasamningunum hafi verið gríðarlegt framfaraspor og ég hefði getað verið hvorum megin borðsins að skrifa undir þá samninga." Samningafundir hefjast að nýju í dag en á meðan sinnir Björn sínu hefðbundna starfi í Ráðhúsinu. Hann hefur þó í nógu að snúast við að svara fyrirspurnum sem snúa að verkfallinu og viðræðunum en báðir málsaðilar vildu gera hlé á fundum, fá örlítið andrými og ræða við umbjóðendur sína. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, er þaulkunnugur kjarabaráttu viðsemjenda sinna. Á árunum 1986 til 1998 var hann framkvæmdastjóri BHMR, síðar BHM, og hefur því á vissan hátt setið beggja vegna borðsins. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að markmið þeirra sem sitja við samningaborðið séu ekki eins ólík og virðast kann í fyrstu; báðum er umhugað um að rétta hag kennara. Þegar Birgir vann hjá BHMR sat hann ekki við sjálft borðið heldur var ráðgjafi með samninganefndum ýmissa félaga, meðal annars Hins íslenska kennarafélags sem í var nokkur hluti grunnskólakennara. Hann segir að sú reynsla sem hann öðlaðist á þessum árum vera ómetanlega í dag. "Ef ég hefði komið alveg grænn á bak við eyrun úr háskólanum úr einhverjum mannauðsfræðum þá hefði ég verið í allt annarri stöðu." Aðspurður telur hann sig ekki endilega hafa betri skilning á málstað kennara en félagar hans í samninganefndinni því margir þeirra hafa svipaðan bakgrunn og þekkja skólastarf vel. Þeir telja allir grunnskólann lykilstofnun í samfélaginu og eru sammála kennurum að því leyti. Birgir er alls ekki þeirrar skoðunar að hann sé genginn í lið með sínum gömlu fjendum. "Ég tel mig hafa verið að vinna mikilvægt, samfélagslegt starf við að rétta kjör ýmissa stétta þegar ég var hjá BHMR og ég tel mig vera að gera það ennþá. Hins vegar eru okkur hjá sveitarfélögunum skorður settar með fjármuni og maður horfir á þetta öðrum augum núna þegar maður verður að velta fyrir sér forgangsröðun. Þegar við vorum hjá BHMR þá veltum við ekki fyrir okkur hver væri forgangsröðun vinnuveitenda, við vildum fyrst og fremst ná árangri fyrir okkar fólk. Það heyrum við auðvitað kennarana segja hér og nú. Þeir vilja ná árangri fyrir sitt fólk og þeim er alveg sama um launastefnur, efnahagsáhrif og slíkt. En mér er ekkert síður umhugað um réttindamál og starfskjör kennara í dag heldur en þá." Birgi grunaði ekki á sínum tíma að hann ætti eftir að semja fyrir atvinnurekendur nokkrum árum síðar heldur langaði hann að snúa sér aftur að hagfræðikennslu í háskóla. Atvik höguðu því hins vegar þannig að árið 1999 réð hann sig til starfa hjá kjaraþróunardeild Reykjavíkurborgar. Birgir var því í forsvari fyrir launanefnd sveitarfélaga í samningaviðræðunum við kennara árið 2001. Þá var gagnkvæmur vilji til að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar á kennarastarfinu og ekki kom til verkfalls. Undirbúningur fyrir þá samninga hófst tveimur árum áður en í samningalotunni sem nú stendur yfir fóru menn síðar af stað. Birgir álítur þó að ekki sé sjálfgefið að menn væru í annarri stöðu í dag ef viðræður hefðu hafist fyrr. "Markmiðin voru þá miklu skýrari á milli samningsaðila og samstaða um það þeirra á meðal. Við höfum ekki eins mikið verið í þessum markmiðshugleiðingum heldur hafa kennararnir verið meira uppteknir af því að breyta ýmsum þáttum samninganna frá 2001 sem varða vinnutíma." Fyrir því er hins vegar ekki mikill áhugi hjá sveitarfélögunum. Kjarasamningana frá því fyrir þremur árum segir hann vera sönnun þess að allt tal um að hann hafi flutt sig yfir í hitt liðið sé rökleysa. "Ég tel þær breytingar sem við gerðum á kennarasamningunum hafi verið gríðarlegt framfaraspor og ég hefði getað verið hvorum megin borðsins að skrifa undir þá samninga." Samningafundir hefjast að nýju í dag en á meðan sinnir Björn sínu hefðbundna starfi í Ráðhúsinu. Hann hefur þó í nógu að snúast við að svara fyrirspurnum sem snúa að verkfallinu og viðræðunum en báðir málsaðilar vildu gera hlé á fundum, fá örlítið andrými og ræða við umbjóðendur sína.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira