Beggja vegna borðsins 22. september 2004 00:01 Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, er þaulkunnugur kjarabaráttu viðsemjenda sinna. Á árunum 1986 til 1998 var hann framkvæmdastjóri BHMR, síðar BHM, og hefur því á vissan hátt setið beggja vegna borðsins. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að markmið þeirra sem sitja við samningaborðið séu ekki eins ólík og virðast kann í fyrstu; báðum er umhugað um að rétta hag kennara. Þegar Birgir vann hjá BHMR sat hann ekki við sjálft borðið heldur var ráðgjafi með samninganefndum ýmissa félaga, meðal annars Hins íslenska kennarafélags sem í var nokkur hluti grunnskólakennara. Hann segir að sú reynsla sem hann öðlaðist á þessum árum vera ómetanlega í dag. "Ef ég hefði komið alveg grænn á bak við eyrun úr háskólanum úr einhverjum mannauðsfræðum þá hefði ég verið í allt annarri stöðu." Aðspurður telur hann sig ekki endilega hafa betri skilning á málstað kennara en félagar hans í samninganefndinni því margir þeirra hafa svipaðan bakgrunn og þekkja skólastarf vel. Þeir telja allir grunnskólann lykilstofnun í samfélaginu og eru sammála kennurum að því leyti. Birgir er alls ekki þeirrar skoðunar að hann sé genginn í lið með sínum gömlu fjendum. "Ég tel mig hafa verið að vinna mikilvægt, samfélagslegt starf við að rétta kjör ýmissa stétta þegar ég var hjá BHMR og ég tel mig vera að gera það ennþá. Hins vegar eru okkur hjá sveitarfélögunum skorður settar með fjármuni og maður horfir á þetta öðrum augum núna þegar maður verður að velta fyrir sér forgangsröðun. Þegar við vorum hjá BHMR þá veltum við ekki fyrir okkur hver væri forgangsröðun vinnuveitenda, við vildum fyrst og fremst ná árangri fyrir okkar fólk. Það heyrum við auðvitað kennarana segja hér og nú. Þeir vilja ná árangri fyrir sitt fólk og þeim er alveg sama um launastefnur, efnahagsáhrif og slíkt. En mér er ekkert síður umhugað um réttindamál og starfskjör kennara í dag heldur en þá." Birgi grunaði ekki á sínum tíma að hann ætti eftir að semja fyrir atvinnurekendur nokkrum árum síðar heldur langaði hann að snúa sér aftur að hagfræðikennslu í háskóla. Atvik höguðu því hins vegar þannig að árið 1999 réð hann sig til starfa hjá kjaraþróunardeild Reykjavíkurborgar. Birgir var því í forsvari fyrir launanefnd sveitarfélaga í samningaviðræðunum við kennara árið 2001. Þá var gagnkvæmur vilji til að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar á kennarastarfinu og ekki kom til verkfalls. Undirbúningur fyrir þá samninga hófst tveimur árum áður en í samningalotunni sem nú stendur yfir fóru menn síðar af stað. Birgir álítur þó að ekki sé sjálfgefið að menn væru í annarri stöðu í dag ef viðræður hefðu hafist fyrr. "Markmiðin voru þá miklu skýrari á milli samningsaðila og samstaða um það þeirra á meðal. Við höfum ekki eins mikið verið í þessum markmiðshugleiðingum heldur hafa kennararnir verið meira uppteknir af því að breyta ýmsum þáttum samninganna frá 2001 sem varða vinnutíma." Fyrir því er hins vegar ekki mikill áhugi hjá sveitarfélögunum. Kjarasamningana frá því fyrir þremur árum segir hann vera sönnun þess að allt tal um að hann hafi flutt sig yfir í hitt liðið sé rökleysa. "Ég tel þær breytingar sem við gerðum á kennarasamningunum hafi verið gríðarlegt framfaraspor og ég hefði getað verið hvorum megin borðsins að skrifa undir þá samninga." Samningafundir hefjast að nýju í dag en á meðan sinnir Björn sínu hefðbundna starfi í Ráðhúsinu. Hann hefur þó í nógu að snúast við að svara fyrirspurnum sem snúa að verkfallinu og viðræðunum en báðir málsaðilar vildu gera hlé á fundum, fá örlítið andrými og ræða við umbjóðendur sína. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, er þaulkunnugur kjarabaráttu viðsemjenda sinna. Á árunum 1986 til 1998 var hann framkvæmdastjóri BHMR, síðar BHM, og hefur því á vissan hátt setið beggja vegna borðsins. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að markmið þeirra sem sitja við samningaborðið séu ekki eins ólík og virðast kann í fyrstu; báðum er umhugað um að rétta hag kennara. Þegar Birgir vann hjá BHMR sat hann ekki við sjálft borðið heldur var ráðgjafi með samninganefndum ýmissa félaga, meðal annars Hins íslenska kennarafélags sem í var nokkur hluti grunnskólakennara. Hann segir að sú reynsla sem hann öðlaðist á þessum árum vera ómetanlega í dag. "Ef ég hefði komið alveg grænn á bak við eyrun úr háskólanum úr einhverjum mannauðsfræðum þá hefði ég verið í allt annarri stöðu." Aðspurður telur hann sig ekki endilega hafa betri skilning á málstað kennara en félagar hans í samninganefndinni því margir þeirra hafa svipaðan bakgrunn og þekkja skólastarf vel. Þeir telja allir grunnskólann lykilstofnun í samfélaginu og eru sammála kennurum að því leyti. Birgir er alls ekki þeirrar skoðunar að hann sé genginn í lið með sínum gömlu fjendum. "Ég tel mig hafa verið að vinna mikilvægt, samfélagslegt starf við að rétta kjör ýmissa stétta þegar ég var hjá BHMR og ég tel mig vera að gera það ennþá. Hins vegar eru okkur hjá sveitarfélögunum skorður settar með fjármuni og maður horfir á þetta öðrum augum núna þegar maður verður að velta fyrir sér forgangsröðun. Þegar við vorum hjá BHMR þá veltum við ekki fyrir okkur hver væri forgangsröðun vinnuveitenda, við vildum fyrst og fremst ná árangri fyrir okkar fólk. Það heyrum við auðvitað kennarana segja hér og nú. Þeir vilja ná árangri fyrir sitt fólk og þeim er alveg sama um launastefnur, efnahagsáhrif og slíkt. En mér er ekkert síður umhugað um réttindamál og starfskjör kennara í dag heldur en þá." Birgi grunaði ekki á sínum tíma að hann ætti eftir að semja fyrir atvinnurekendur nokkrum árum síðar heldur langaði hann að snúa sér aftur að hagfræðikennslu í háskóla. Atvik höguðu því hins vegar þannig að árið 1999 réð hann sig til starfa hjá kjaraþróunardeild Reykjavíkurborgar. Birgir var því í forsvari fyrir launanefnd sveitarfélaga í samningaviðræðunum við kennara árið 2001. Þá var gagnkvæmur vilji til að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar á kennarastarfinu og ekki kom til verkfalls. Undirbúningur fyrir þá samninga hófst tveimur árum áður en í samningalotunni sem nú stendur yfir fóru menn síðar af stað. Birgir álítur þó að ekki sé sjálfgefið að menn væru í annarri stöðu í dag ef viðræður hefðu hafist fyrr. "Markmiðin voru þá miklu skýrari á milli samningsaðila og samstaða um það þeirra á meðal. Við höfum ekki eins mikið verið í þessum markmiðshugleiðingum heldur hafa kennararnir verið meira uppteknir af því að breyta ýmsum þáttum samninganna frá 2001 sem varða vinnutíma." Fyrir því er hins vegar ekki mikill áhugi hjá sveitarfélögunum. Kjarasamningana frá því fyrir þremur árum segir hann vera sönnun þess að allt tal um að hann hafi flutt sig yfir í hitt liðið sé rökleysa. "Ég tel þær breytingar sem við gerðum á kennarasamningunum hafi verið gríðarlegt framfaraspor og ég hefði getað verið hvorum megin borðsins að skrifa undir þá samninga." Samningafundir hefjast að nýju í dag en á meðan sinnir Björn sínu hefðbundna starfi í Ráðhúsinu. Hann hefur þó í nógu að snúast við að svara fyrirspurnum sem snúa að verkfallinu og viðræðunum en báðir málsaðilar vildu gera hlé á fundum, fá örlítið andrými og ræða við umbjóðendur sína.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira