Handbók um sérleyfisfyrirtæki 23. september 2004 00:01 Út er komin handbók um stofnun og rektur sérleyfisfyrirtækja. Emil B. Karlsson, verkefnastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu, ritaði bókina og afhenti Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrsta eintakið á þriðjudag. Alþjóðleg vörumerki, til dæmis í fatnaði og matvöru, eru gjarnan háð viðskiptasérleyfum. Ákveðinn aðili fær heimild frá móðurfélaginu til að reka fyrirtæki í nafni þess á tilteknu svæði gegn því að inna af hendi greiðslur og starfa í samræmi við staðla og venjur sem móðurfélagið setur. Þekktasta dæmið um sérleyfarekstur er skyndibitakeðjan McDonald´s. Að sögn Emils eru viðskiptasérleyfi notuð í mjög auknum mæli þegar fyrirtæki færa út kvíarnar. "Þetta hefur aukist mjög mikið. Það hafa komið mörg viðskiptasérleyfi til landsins að undanförnu og við höfum fengið margar fyrirspurnir um hvernig standa beri að slíkum rekstri. Bókin er ætluð þessum aðilum og eins þeim íslensku fyrirtækjum sem vilja nýta þessa aðferð í útrás sinni. Þetta eru leiðbeiningar um hvernig standa skuli að verki við stofnun og rekstur sérleyfisfyrirtækja," segir hann. Engin nákvæm skráning er til á fjölda sérleyfisfyrirtækja á Íslandi en að mati Emils eru þau í kringum 150. "Þetta er notað á sífellt fleiri sviðum," segir hann. "Það er talið að þettta sé það form sem mest er notað í heiminum þegar fyrirtæki hyggjast stækka við sig," segir Emil. Bókin er tæpar sjötíu síður og er byggð á BSc-verkefni við Háskóla Íslands. "Það er handbókarsnið á þessu og leitast við að hafa þetta sem hagnýtast en ekki fræðilegt," segir hann. Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira
Út er komin handbók um stofnun og rektur sérleyfisfyrirtækja. Emil B. Karlsson, verkefnastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu, ritaði bókina og afhenti Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrsta eintakið á þriðjudag. Alþjóðleg vörumerki, til dæmis í fatnaði og matvöru, eru gjarnan háð viðskiptasérleyfum. Ákveðinn aðili fær heimild frá móðurfélaginu til að reka fyrirtæki í nafni þess á tilteknu svæði gegn því að inna af hendi greiðslur og starfa í samræmi við staðla og venjur sem móðurfélagið setur. Þekktasta dæmið um sérleyfarekstur er skyndibitakeðjan McDonald´s. Að sögn Emils eru viðskiptasérleyfi notuð í mjög auknum mæli þegar fyrirtæki færa út kvíarnar. "Þetta hefur aukist mjög mikið. Það hafa komið mörg viðskiptasérleyfi til landsins að undanförnu og við höfum fengið margar fyrirspurnir um hvernig standa beri að slíkum rekstri. Bókin er ætluð þessum aðilum og eins þeim íslensku fyrirtækjum sem vilja nýta þessa aðferð í útrás sinni. Þetta eru leiðbeiningar um hvernig standa skuli að verki við stofnun og rekstur sérleyfisfyrirtækja," segir hann. Engin nákvæm skráning er til á fjölda sérleyfisfyrirtækja á Íslandi en að mati Emils eru þau í kringum 150. "Þetta er notað á sífellt fleiri sviðum," segir hann. "Það er talið að þettta sé það form sem mest er notað í heiminum þegar fyrirtæki hyggjast stækka við sig," segir Emil. Bókin er tæpar sjötíu síður og er byggð á BSc-verkefni við Háskóla Íslands. "Það er handbókarsnið á þessu og leitast við að hafa þetta sem hagnýtast en ekki fræðilegt," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira