Fjöldaganga kennara og nema 30. september 2004 00:01 Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: „Kominn er tími til að pólitískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bak við andlitslaust fyrirbæri á borð við launanefd sveitarfélaganna. Pólitískt kjörnir borgarfulltrúar verða að axla þá pólitísku ábyrgð sem þeir eru kjörnir til sem borgarfulltrúar. Þegar að 1500 grunnskólakennarar í Reykjavík hafa lagt niður störf og þúsundir grunnskólabarna fara á mis við lögbundna skólaskyldu, þá furða grunnskólakennarar sig á því að engir fundir hafi verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeilu launanefndar sveitarfélaganna og grunnskólakennara, þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli.“ Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virtust í morgun vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur yrði af samningafundinum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. Þá hefur forsætisráðherra sagt að ekki komi til greina að ríkið komið að samningunum og fjármálaráðherra segir að ríkið hafi fyllilega staðið við allar greiðslur til sveitarfélaga vegna reksturs þeirra á grunnskólunum. Kennarar söfnuðust saman á níunda tímanum fyrir utan húsakynni Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamen sína. Eitthvað er um að kennarar séu orðnir svartsýnir á lausn deilunnar og séu að kanna rétt sinn til að segja upp störfum sínum í verkfalli. Nú rétt fyrir hádegi stóð samningafundurinn enn og er þá þegar orðinn heldur lengri en síðasti fundur var fyrir viku. Hægt er að hlusta á Ólaf Loftsson lesa orðsendinguna í morgun með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: „Kominn er tími til að pólitískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bak við andlitslaust fyrirbæri á borð við launanefd sveitarfélaganna. Pólitískt kjörnir borgarfulltrúar verða að axla þá pólitísku ábyrgð sem þeir eru kjörnir til sem borgarfulltrúar. Þegar að 1500 grunnskólakennarar í Reykjavík hafa lagt niður störf og þúsundir grunnskólabarna fara á mis við lögbundna skólaskyldu, þá furða grunnskólakennarar sig á því að engir fundir hafi verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeilu launanefndar sveitarfélaganna og grunnskólakennara, þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli.“ Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virtust í morgun vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur yrði af samningafundinum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. Þá hefur forsætisráðherra sagt að ekki komi til greina að ríkið komið að samningunum og fjármálaráðherra segir að ríkið hafi fyllilega staðið við allar greiðslur til sveitarfélaga vegna reksturs þeirra á grunnskólunum. Kennarar söfnuðust saman á níunda tímanum fyrir utan húsakynni Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamen sína. Eitthvað er um að kennarar séu orðnir svartsýnir á lausn deilunnar og séu að kanna rétt sinn til að segja upp störfum sínum í verkfalli. Nú rétt fyrir hádegi stóð samningafundurinn enn og er þá þegar orðinn heldur lengri en síðasti fundur var fyrir viku. Hægt er að hlusta á Ólaf Loftsson lesa orðsendinguna í morgun með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira