Iðnaðarstörf flytjast úr landi 3. október 2004 00:01 Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents og stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir losaralega efnahagsstjórn sem komið hafi niður á starfsumhverfi iðnaðarfyrirtækja. "Núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á launakostnaði hins opinbera," segir hann og telur að iðnaðurinn mæti ekki nægum skilningi yfirvalda. Sigurður bendir á að iðnaður skapi meiri atvinnu en bæði landbúnaður og sjávarútvegur til samans. "Í iðnaði starfa um 20 prósent vinnandi fólks en 10 til 12 prósent í sjávarútvegi og um 2 prósent í landbúnaði," segir hann og telur ranga gengisskráningu og launaþróun hins opinbera hafa skaðað iðnaðinn. " Við erum aðallega að missa störf úr landi vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á þróun launakostnaðar hjá ríkinu og íslenskur iðnaður á erfitt með að keppa við launin sem þar eru í boði. Þessum gífurlega kostnaðarauka hjá hinu opinbera hefur svo verið velt yfir á fyrirtækin í landinu, hvort sem það er með tryggingagjaldi eða öðrum hætti," segir hann. Plastprent á í samningaviðræðum um kaup á verksmiðju í Litháen og verður eftir kaupin með um 80 prósenta markaðshlutdeild þar líkt og í Lettlandi, þar sem fyrirtækið á tvær verksmiðjur. Sigurður Bragi sér fram á að verkefni færist í auknum mæli út til Lettlands og Litháen næstu ár. Þar er markaður upp á 5 til 6 milljónir manna og plastpokanotkun fer ört vaxandi. "Næstu árin er áætlaður 50 prósenta vöxtur árlega á þessum markaði," segir hann. Að sögn Sigurðar er viðbúið að einhverjir tugur starfa flytjist til útlanda frá fyrirtækinu á ári hverju næstu árin. Hjá Plastprent Group starfa alls um 400 manns, þar af milli 160 og 180 hér á landi. Sigurður bendir á að margföldunaráhrif séu af því að missa störf úr landi því bak við hvert eitt starf í framleiðslu geta verið tvö til þrjú önnur störf. Hann áætlar að meðalaunatekjur starfsmanna, með launatengdum gjöldum, séu um 200 þúsund krónur. Síðustu launahækkanir segir hann þýða um þrjátíu þúsund króna kostnaðarauka á mánuði vegna hvers starfsmanns. "Sú hækkun ein er meiri en heildarlaunin úti, sem eru um 28 þúsund krónur á mánuði," bendir hann á. Kröfur um afhendingartíma gera að verkum að ekki flyst öll starfsemi til útlanda. "Kallið eftir loðnupokum getur til að mynda komið fyrirvaralaust og sjávarútvegurinn getur ekki beðið í neinar fjórar vikur eftir að þeir berist með frakt. Það verður þess vegna alltaf ákveðin vinnsla hér," segir hann. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents og stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir losaralega efnahagsstjórn sem komið hafi niður á starfsumhverfi iðnaðarfyrirtækja. "Núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á launakostnaði hins opinbera," segir hann og telur að iðnaðurinn mæti ekki nægum skilningi yfirvalda. Sigurður bendir á að iðnaður skapi meiri atvinnu en bæði landbúnaður og sjávarútvegur til samans. "Í iðnaði starfa um 20 prósent vinnandi fólks en 10 til 12 prósent í sjávarútvegi og um 2 prósent í landbúnaði," segir hann og telur ranga gengisskráningu og launaþróun hins opinbera hafa skaðað iðnaðinn. " Við erum aðallega að missa störf úr landi vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á þróun launakostnaðar hjá ríkinu og íslenskur iðnaður á erfitt með að keppa við launin sem þar eru í boði. Þessum gífurlega kostnaðarauka hjá hinu opinbera hefur svo verið velt yfir á fyrirtækin í landinu, hvort sem það er með tryggingagjaldi eða öðrum hætti," segir hann. Plastprent á í samningaviðræðum um kaup á verksmiðju í Litháen og verður eftir kaupin með um 80 prósenta markaðshlutdeild þar líkt og í Lettlandi, þar sem fyrirtækið á tvær verksmiðjur. Sigurður Bragi sér fram á að verkefni færist í auknum mæli út til Lettlands og Litháen næstu ár. Þar er markaður upp á 5 til 6 milljónir manna og plastpokanotkun fer ört vaxandi. "Næstu árin er áætlaður 50 prósenta vöxtur árlega á þessum markaði," segir hann. Að sögn Sigurðar er viðbúið að einhverjir tugur starfa flytjist til útlanda frá fyrirtækinu á ári hverju næstu árin. Hjá Plastprent Group starfa alls um 400 manns, þar af milli 160 og 180 hér á landi. Sigurður bendir á að margföldunaráhrif séu af því að missa störf úr landi því bak við hvert eitt starf í framleiðslu geta verið tvö til þrjú önnur störf. Hann áætlar að meðalaunatekjur starfsmanna, með launatengdum gjöldum, séu um 200 þúsund krónur. Síðustu launahækkanir segir hann þýða um þrjátíu þúsund króna kostnaðarauka á mánuði vegna hvers starfsmanns. "Sú hækkun ein er meiri en heildarlaunin úti, sem eru um 28 þúsund krónur á mánuði," bendir hann á. Kröfur um afhendingartíma gera að verkum að ekki flyst öll starfsemi til útlanda. "Kallið eftir loðnupokum getur til að mynda komið fyrirvaralaust og sjávarútvegurinn getur ekki beðið í neinar fjórar vikur eftir að þeir berist með frakt. Það verður þess vegna alltaf ákveðin vinnsla hér," segir hann.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira