Fyrsta stefnuræða Halldórs 13. október 2005 14:44 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra flutti jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Hafi einhver búist við stórpólítiskum tíðindum úr stefnuræðunni eða að nýji forsætisráðherrann opinberaði nýja hugmyndafræðilega sýn á Ísland og umheiminn, hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum. Halldór sagði að stórstígar framfarir hefðu orðið í landinu frá því stjórnarflokkarnir hefðu hafið samstarf árið 1995; kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði aukist, atvinnuleysi minnkað, velferðarkerfið styrkst og hagur atvinnulífsins vænkast. Sagði forsætisráðherrann það markmið stjórnarflokkanna að við upphaf næsta kjörtímabils hefði kaupmáttur vaxið um 50% frá því samstarf þeirra hófst. "Það er því ekkert sem kallar á róttækar breytingar, þvert á móti er ástæða til að halda áfram á sömu vegferð." Halldór fór yfir kunn stefnumál ríkisstjórnarinnar svo sem um skattalækkanir sem þegar hafa verið boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Þó skýrði hann frá því að tekjuskattslækkun yrði fylgt eftir með hækkun barnabóta, en skýrði ekki frá því hversu mikil sú hækkun yrði. Frumvarp um þetta hefur verið boðað en heimildir Fréttablaðsins herma að útfærslan hafi ekki verið ákveðin. Halldór staðfesti hins vegar að ríkisstjórnin ætlaði að fara sér að engu óðslega í sölu Símans. Ráðgjafi um einkavæðingu yrði ráðinn í nóvember og síðan hæfist undirbúningur: "Þar sem þessi vinna tekur nokkurn tíma er ekki við því að búast að eiginlegt söluferli og sala hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs." Halldór ítrekaði að ríkið myndi ekki grípa inn í kennaradeiluna og sakaði stjórnarandstöðuna um vekja falsvonir með slíku tali "Það er ljótur leikur og mikill bjarnargreiði að vekja með því falsvonir og getur dregið úr því að samningsaðilar axli ábyrgð sína." Athygli vakti að Halldór nefndi fjölmiðlafrumvarpið nánast í framhjáhlaupi og sagði einungis að unnið væri að málinu í menntamálaráðuneytinu. Alþjóðamál komu lítt við sögu og nefndi hann hvorki Írak né Evrópusambandið á nafn í ræðu sinni. Þá vöktu athygli þau ummæli að í fyrirhuguðum viðræðum við Bandaríkin um varnarsamninginn, yrði "metið hvernig Íslendingar geta tekið aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar". Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra flutti jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Hafi einhver búist við stórpólítiskum tíðindum úr stefnuræðunni eða að nýji forsætisráðherrann opinberaði nýja hugmyndafræðilega sýn á Ísland og umheiminn, hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum. Halldór sagði að stórstígar framfarir hefðu orðið í landinu frá því stjórnarflokkarnir hefðu hafið samstarf árið 1995; kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði aukist, atvinnuleysi minnkað, velferðarkerfið styrkst og hagur atvinnulífsins vænkast. Sagði forsætisráðherrann það markmið stjórnarflokkanna að við upphaf næsta kjörtímabils hefði kaupmáttur vaxið um 50% frá því samstarf þeirra hófst. "Það er því ekkert sem kallar á róttækar breytingar, þvert á móti er ástæða til að halda áfram á sömu vegferð." Halldór fór yfir kunn stefnumál ríkisstjórnarinnar svo sem um skattalækkanir sem þegar hafa verið boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Þó skýrði hann frá því að tekjuskattslækkun yrði fylgt eftir með hækkun barnabóta, en skýrði ekki frá því hversu mikil sú hækkun yrði. Frumvarp um þetta hefur verið boðað en heimildir Fréttablaðsins herma að útfærslan hafi ekki verið ákveðin. Halldór staðfesti hins vegar að ríkisstjórnin ætlaði að fara sér að engu óðslega í sölu Símans. Ráðgjafi um einkavæðingu yrði ráðinn í nóvember og síðan hæfist undirbúningur: "Þar sem þessi vinna tekur nokkurn tíma er ekki við því að búast að eiginlegt söluferli og sala hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs." Halldór ítrekaði að ríkið myndi ekki grípa inn í kennaradeiluna og sakaði stjórnarandstöðuna um vekja falsvonir með slíku tali "Það er ljótur leikur og mikill bjarnargreiði að vekja með því falsvonir og getur dregið úr því að samningsaðilar axli ábyrgð sína." Athygli vakti að Halldór nefndi fjölmiðlafrumvarpið nánast í framhjáhlaupi og sagði einungis að unnið væri að málinu í menntamálaráðuneytinu. Alþjóðamál komu lítt við sögu og nefndi hann hvorki Írak né Evrópusambandið á nafn í ræðu sinni. Þá vöktu athygli þau ummæli að í fyrirhuguðum viðræðum við Bandaríkin um varnarsamninginn, yrði "metið hvernig Íslendingar geta tekið aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar".
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira