Landsbankinn og E*Trade opna verðbréfamarkað á Netinu 5. október 2004 00:01 Landsbankinn og E*TRADE opna verðbréfamarkað á íslensku á netinu · Milliliðalaus viðskipti með bandarísk, sænsk, finnsk og dönsk verðbréf með Landsbankann sem öruggan bakhjarl· Verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipti á íslensku· Lægri þóknanir og ekkert umsýslugjald Landsbankinn, í samvinnu við E*TRADE, eitt þekktasta fyrirtæki heims á sviði verðbréfaviðskipta á netinu, opnar í dag íslenskan verðbréfavef, fyrir milliliðalaus viðskipti með verðbréf í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. E*TRADE vefurinn er allur á íslensku og þóknanir fyrir viðskipti á honum eru lægri en áður hefur þekkst hérlendis. Notandinn stundar milliliðalaus viðskipti af einum reikningi með hlutabréf, skuldabréf og gjaldeyri í fimm gjaldmiðlum. Það eykur öryggi notenda að Landsbankinn er bakhjarl þjónustunnar og öll samskipti notenda hérlendis eru við bankann. „Það er okkur fagnaðarefni að E*TRADE skuli velja Landsbankann sem samstarfsaðila”, segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „E*TRADE sóttist sérstaklega eftir því að skipta við aðila sem nyti trausts á Íslandi og val þeirra er góð staðfesting á framsækni bankans. „Með samstarfi okkar við E*TRADE gerum við viðskiptavinum Landsbankans kleift að eiga milliliðalaus viðskipti á spennandi mörkuðum, ekki bara á mjög aðgengilegan og einfaldan hátt heldur einnig á lægri kjörum en áður hefur þekkst hér á landi. Þjónustan hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum og er t.d. tilvalin fyrir þá sem vilja ná fram aukinni eignadreifingu í verðbréfasafnið sitt”, segir Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans. „E*TRADE er eitt öflugasta fyrirtæki á sviði alþjóðlegra verðbréfaviðskipta á netinu og við nýtum þau kerfi sem við höfum þegar byggt upp til þess að sækja inn á valda markaði”, segir Jens Hoeyer, forstjóri E*TRADE Bank í Danmörku. „Við lýsum yfir ánægju með samstarf okkar við Landsbankann og erum sannfærðir um að viðskiptavinir bankans muni kunna að meta tækifæri til þess að kaupa og selja á fjórum mörkuðum með lægri þóknunum og auk þess greiðum aðgangi að öflugri upplýsingamiðlun um viðkomandi markaði.”Um E*TRADE BANK A/S í DanmörkuE*TRADE BANK A/S DANMARK er dótturfélag í eigu E*TRADE FINANCIAL Corporation. Fyrirtækið veitir fulla þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta til fagfjárfesta og einstaklinga. Í Danmörku lýtur fyrirtækið umsjón danska fjármálaeftirlitsins og er meðlimur í dönsku kauphöllinni, CSE. Félagið hefur löggildingu til að stunda verðbréfamiðlun á Íslandi. E*TRADE Financial er skráð í kauphöllinni í New York með auðkennið ET. Markaðsverðmæti þess er u.þ.b. 310 milljarðar íslenskra króna og hjá félaginu starfa 3.400 manns í 12 löndum. Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Landsbankinn og E*TRADE opna verðbréfamarkað á íslensku á netinu · Milliliðalaus viðskipti með bandarísk, sænsk, finnsk og dönsk verðbréf með Landsbankann sem öruggan bakhjarl· Verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipti á íslensku· Lægri þóknanir og ekkert umsýslugjald Landsbankinn, í samvinnu við E*TRADE, eitt þekktasta fyrirtæki heims á sviði verðbréfaviðskipta á netinu, opnar í dag íslenskan verðbréfavef, fyrir milliliðalaus viðskipti með verðbréf í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. E*TRADE vefurinn er allur á íslensku og þóknanir fyrir viðskipti á honum eru lægri en áður hefur þekkst hérlendis. Notandinn stundar milliliðalaus viðskipti af einum reikningi með hlutabréf, skuldabréf og gjaldeyri í fimm gjaldmiðlum. Það eykur öryggi notenda að Landsbankinn er bakhjarl þjónustunnar og öll samskipti notenda hérlendis eru við bankann. „Það er okkur fagnaðarefni að E*TRADE skuli velja Landsbankann sem samstarfsaðila”, segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „E*TRADE sóttist sérstaklega eftir því að skipta við aðila sem nyti trausts á Íslandi og val þeirra er góð staðfesting á framsækni bankans. „Með samstarfi okkar við E*TRADE gerum við viðskiptavinum Landsbankans kleift að eiga milliliðalaus viðskipti á spennandi mörkuðum, ekki bara á mjög aðgengilegan og einfaldan hátt heldur einnig á lægri kjörum en áður hefur þekkst hér á landi. Þjónustan hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum og er t.d. tilvalin fyrir þá sem vilja ná fram aukinni eignadreifingu í verðbréfasafnið sitt”, segir Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans. „E*TRADE er eitt öflugasta fyrirtæki á sviði alþjóðlegra verðbréfaviðskipta á netinu og við nýtum þau kerfi sem við höfum þegar byggt upp til þess að sækja inn á valda markaði”, segir Jens Hoeyer, forstjóri E*TRADE Bank í Danmörku. „Við lýsum yfir ánægju með samstarf okkar við Landsbankann og erum sannfærðir um að viðskiptavinir bankans muni kunna að meta tækifæri til þess að kaupa og selja á fjórum mörkuðum með lægri þóknunum og auk þess greiðum aðgangi að öflugri upplýsingamiðlun um viðkomandi markaði.”Um E*TRADE BANK A/S í DanmörkuE*TRADE BANK A/S DANMARK er dótturfélag í eigu E*TRADE FINANCIAL Corporation. Fyrirtækið veitir fulla þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta til fagfjárfesta og einstaklinga. Í Danmörku lýtur fyrirtækið umsjón danska fjármálaeftirlitsins og er meðlimur í dönsku kauphöllinni, CSE. Félagið hefur löggildingu til að stunda verðbréfamiðlun á Íslandi. E*TRADE Financial er skráð í kauphöllinni í New York með auðkennið ET. Markaðsverðmæti þess er u.þ.b. 310 milljarðar íslenskra króna og hjá félaginu starfa 3.400 manns í 12 löndum.
Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira