Fyrirtæki ekki rekin með ógnunum 6. október 2004 00:01 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, neitar því alfarið að útgerðarfélagið sé komið á svig við lög og reglur með samningum sínum við áhöfn Sólbaks. "Það er félagafrelsi í landinu," bendir Guðmundur á og segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðarfélagið sátt við samninginn. "Landslög kveða á um að ekki megi semja undir gildandi lágmarkslaunum og það erum við heldur ekki að gera," sagði hann og bætti við að ekki væri hægt að tala um að kjaradeila væri í gangi þar sem forsvarsmenn samtaka sjómanna væru ekki með aðgerðir að beiðni áhafnarinnar. Guðmundur fordæmdi það sem hann kallaði "ólöglegar ofbeldisaðgerðir" forystumanna samtaka sjómanna og sagði stóryrði þeirra síst til að stuðla að lausn deilunnar. Þá hafnar Guðmundur því alfarið að útgerðin beiti áhöfn Sólbaks ofríki. "Þetta er algjör della. Það rekur enginn fyrirtæki með því að ógna fólki. Vinnustaðir þurfa samheldni," segir hann og bætti við að í upphafi hefði útgerðin viljað vinna með stéttarfélögum sjómanna í að aðlaga kjarasamninga að þörfum útgerðarinnar sem yrði að geta brugðist við auknum kröfum um fljótari afhendingartíma vörunnar. "En það fékkst ekki, heldur fengum við bara "nei" eins og alltaf," sagði hann og benti á að ekki hefðu tekist samningar með útgerðarmönnum og sjómönnum árum og áratugum saman. "Það er eitthvað hjá kerfinu sem þarf að breyta fyrst svona illa gengur að ná samkomulagi." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, neitar því alfarið að útgerðarfélagið sé komið á svig við lög og reglur með samningum sínum við áhöfn Sólbaks. "Það er félagafrelsi í landinu," bendir Guðmundur á og segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðarfélagið sátt við samninginn. "Landslög kveða á um að ekki megi semja undir gildandi lágmarkslaunum og það erum við heldur ekki að gera," sagði hann og bætti við að ekki væri hægt að tala um að kjaradeila væri í gangi þar sem forsvarsmenn samtaka sjómanna væru ekki með aðgerðir að beiðni áhafnarinnar. Guðmundur fordæmdi það sem hann kallaði "ólöglegar ofbeldisaðgerðir" forystumanna samtaka sjómanna og sagði stóryrði þeirra síst til að stuðla að lausn deilunnar. Þá hafnar Guðmundur því alfarið að útgerðin beiti áhöfn Sólbaks ofríki. "Þetta er algjör della. Það rekur enginn fyrirtæki með því að ógna fólki. Vinnustaðir þurfa samheldni," segir hann og bætti við að í upphafi hefði útgerðin viljað vinna með stéttarfélögum sjómanna í að aðlaga kjarasamninga að þörfum útgerðarinnar sem yrði að geta brugðist við auknum kröfum um fljótari afhendingartíma vörunnar. "En það fékkst ekki, heldur fengum við bara "nei" eins og alltaf," sagði hann og benti á að ekki hefðu tekist samningar með útgerðarmönnum og sjómönnum árum og áratugum saman. "Það er eitthvað hjá kerfinu sem þarf að breyta fyrst svona illa gengur að ná samkomulagi."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira