Handteknir á kajanum 6. október 2004 00:01 Aðgerðum forsvarsmanna hagsmunasamtaka sjómanna við Akureyrarhöfn, þar sem þeir komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki EA 7 frá því á þriðjudagskvöld, lauk með handtöku þeirra um klukkan hálf þrjú í gærdag. Þeir fóru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Hagsmunasamtök sjómanna telja kjarasamninga brotna á skipverjum á Sólbaks sem Brim á Akureyri gerir út. Þeir segja launagreiðslur samkvæmt samningi sem útgerðarfélagið gerði við sjómennina vera undir samningsbundnum lágmarkslaunum, en samningurinn kveður á um að sjómennirnir skuli standa utan stéttarfélaga. Fyrir forsvarsmönnum sjómannasamtakanna fór Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, en hann var einnig handtekinn snemma um morguninn og haldið í um 20 mínútur áður en honum var sleppt. Sævar og hans menn komu fyrst í veg fyrir uppskipun þegar starfsmenn Brims mættu um klukkan hálf fimm um morguninn. Nokkur rekistefna var svo fram eftir degi um hvort lögregla hefði umboð til að skerast í leikinn þar sem um aðgerðir í kjaradeilu væri að ræða. Að lokum fór það svo að lögmenn Brims sendu Hafnarstjórn Akureyrar erindi og vildu að hún tryggði fyrirtækinu starfsfrið við höfnina. Hafnarstjórn vísaði erindinu áfram til lögreglu og benti á að menn gætu ekki stundað vinnu sína við höfnina vegna ástands sem þar ríkti. "Það var svo löggæsluyfirvalda að túlka hvort þarna væri um lögmætar aðgerðir í vinnudeilu að ræða," áréttaði Hörður Blöndal hafnarstjóri. Eitthvað virðist það samt hafa verið málum blandið því á vettvangi sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að mennirnir væru handteknir að beiðni hafnaryfirvalda. Forsvarsmenn samtaka sjómanna sem handteknir voru í gær, eru þeir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands og formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Aðgerðum forsvarsmanna hagsmunasamtaka sjómanna við Akureyrarhöfn, þar sem þeir komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki EA 7 frá því á þriðjudagskvöld, lauk með handtöku þeirra um klukkan hálf þrjú í gærdag. Þeir fóru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Hagsmunasamtök sjómanna telja kjarasamninga brotna á skipverjum á Sólbaks sem Brim á Akureyri gerir út. Þeir segja launagreiðslur samkvæmt samningi sem útgerðarfélagið gerði við sjómennina vera undir samningsbundnum lágmarkslaunum, en samningurinn kveður á um að sjómennirnir skuli standa utan stéttarfélaga. Fyrir forsvarsmönnum sjómannasamtakanna fór Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, en hann var einnig handtekinn snemma um morguninn og haldið í um 20 mínútur áður en honum var sleppt. Sævar og hans menn komu fyrst í veg fyrir uppskipun þegar starfsmenn Brims mættu um klukkan hálf fimm um morguninn. Nokkur rekistefna var svo fram eftir degi um hvort lögregla hefði umboð til að skerast í leikinn þar sem um aðgerðir í kjaradeilu væri að ræða. Að lokum fór það svo að lögmenn Brims sendu Hafnarstjórn Akureyrar erindi og vildu að hún tryggði fyrirtækinu starfsfrið við höfnina. Hafnarstjórn vísaði erindinu áfram til lögreglu og benti á að menn gætu ekki stundað vinnu sína við höfnina vegna ástands sem þar ríkti. "Það var svo löggæsluyfirvalda að túlka hvort þarna væri um lögmætar aðgerðir í vinnudeilu að ræða," áréttaði Hörður Blöndal hafnarstjóri. Eitthvað virðist það samt hafa verið málum blandið því á vettvangi sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að mennirnir væru handteknir að beiðni hafnaryfirvalda. Forsvarsmenn samtaka sjómanna sem handteknir voru í gær, eru þeir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands og formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira