Í lykilstöðu í Atlantshafinu 9. október 2004 00:01 Þegar menn líta á venjuleg kort af vesturhveli jarðar blasir það ekki við hve Ísland er í góðri stöðu hvað varðar ferðir á milli Evrópu og Ameríku. Á slíku korti er til að mynda erfitt að ímynda sér að það sé ekki mikið lengra að fljúga frá Íslandi til San Fransisco í Kaliforníu heldur en til Orlando í Flórída. Þegar heimurinn er hins vegar skoðaður frá sjónarhorni flugmannsins yfir Norður-Atlantshafi þá blasir önnur mynd við. Með því að skoða slíka mynd er auðvelt að sjá af hverju staða Íslands hefur talist mikilvæg út frá hernarðarlegum sjónarmiðum. En af sömu ástæðum og Bandaríkjamenn hafa talið herstöðina í Keflavík vera mikilvæga þá sjá Flugleiðir gnótt tækifæra í að nýta sér legu landsins til þess að halda áfram uppbyggingu á flugfélagi sem sérhæfir sig í að tengja Evrópu og Bandaríkin. Langflestar flugleiðir milli Norður-Ameríku og Evrópu liggja þvert yfir Ísland - eða fara að minnsta kosti inn í íslenska landhelgi. Flug til Blómaborgarinnar Nýjasta útspil Flugleiða er beint flug Icelandair til blómaborgarinnar San Fransisco í Kaliforníu. Icelandair verður eina félagið sem býður upp á flug til Kaliforníu frá Norðurlöndum og líklegt er að ef vel takist með markaðskynningu geti þessi leið orðið ákjósanlegur kostur fyrir stóran hóp manna sem vinnu eða afþreyingar vegna þurfa að ferðast milli Norður-Evrópu og vesturstrandar Bandaríkjanna. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Flugleiðir starfa í Kaliforníu þótt ekki hafi áður verið boðið upp á beint flug þangað á vegum félagsins. "Við höfum aldrei flogið á vesturströndina áður en við höfum verið með skrifstofur þar. Á sínum tíma vorum við með skrifstofur bæði í Los Angeles og í San Fransisco," segir hann. Mikilvægur markaður "Þetta er mikilvægur markaður í Bandaríkjunum bæði fyrir Ísland og fyrir Evrópu. Kalifornía er stærsta og voldugasta ríkið innan Bandaríkjanna - og væri sjöunda stærsta hagkerfi heims ef það væri sérstakt land - og við höfum unnið töluvert þar. Við höfum fundið fyrir því að það er mjög mikill áhugi og meiri en við getum sinnt með fluginu frá Minneapolis og austurströndinni," segir Sigurður. Hann segir að sendiskrifstofur Íslands í Bandaríkjunum verði varar við að mestur áhugi á ferðalögum til Íslands sé frá íbúum á vesturströndinni. Með tengingu við San Fransisco opnast leið fyrir þann hóp til að komast hingað, mun einfaldari leið en áður. Öflugt leiðakerfi Uppbygging leiðakerfis sem býður upp á tengingar milli Evrópu og Bandaríkjanna er einn lykilþáttur í framtíðaráætlunum Icelandair. Þar sem Bandaríkjavélarnar lenda að morgni geta farþegar tekið tengiflug til Evrópu síðar um daginn og þeir sem koma til landsins frá Evrópu geta áfram tengst til Bandaríkjanna. Þannig hefur Icelandair byggt upp leiðarkerfi sem byggist á mikilli nýtingu vélakostsins og að gera Keflavík að tengiflugvelli milli Bandaríkjanna og Evrópu. "Við erum að bjóða fleiri staði en verið er að bjóða út frá Norðurlöndunum. Ísland er núna komið með fleiri ferðir og fleiri sæti til Bandaríkjanna heldur en nokkuð hinna Norðurlandanna og meira heldur en Noregur, Finnland og Svíþjóð samtals," segir Sigurður. Þetta þýðir að viðskiptaáætlanir Flugleiða snúast ekki nema að takmörkuðu leyti um íslenska markaðinn þar sem einungis tíu til fimmtán prósent farþega Icelandair milli Íslands og Bandaríkjanna eru íslenskir. "Ísland með þrjú hundruð þúsund manns stendur ekki undir Ameríkufluginu og þetta gæti ekki gengið ef við værum ekki að færa fólk inn í kerfið frá áfangastöðum okkar annars staðar," segir Sigurður. "Staðsetning Íslands gerir okkur þetta kleift. Ef við værum aðeins sunnar þá gætum við ekki gert þetta svona," segir hann. Fyrsta lággjaldaflugfélagið Löng hefð er fyrir því að íslensk flugfélög fljúgi milli Bandaríkjanna og Evrópu og segir Sigurður að Loftleiðir hafi í raun verið fyrsta lággjaldaflugfélagið sem fór á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Hann segir að Icelandair, og forverar þess, hafi ætíð haft ólíka uppbyggingu á við önnur svokölluð þjóðarflugfélög þar sem kostnaðurinn hjá Icelandair hafi verið lægri og miklu lægra hlutfall farþega hafi ferðast á viðskiptafarrými. Þess vegna hafi áherslan ætíð verið lögð á góða sætanýtingu og um þessar mundir segir Sigurður að sætanýting Ameríkuflugs Flugleiða sé betri en samkeppnisaðilanna. Vanir því að lækka kostnað Víða um heim hafa stóru flugfélögin átt í miklum erfiðleikum og mörg þeirra rambað á barmi gjaldþrots og sum þeirra steypst alla leið. Á sama tíma hefur rekstur Flugleiða gengið vel. Sigurður segir að Flugleiðir hafi verið betur í stakk búið að glíma við samkeppni við lággjaldaflugfélög heldur en flest önnur. "Við sjáum að í Bandaríkjunum hefur gengið illa. Þeir hafa ekki verið samkeppnishæfir. Þar hafa líka komið til lággjaldaflugfélög og margir lent í greiðslustöðvun. Sama má segja í Evrópu. Þar eru þessi þjóðarflugfélög að lenda í samkeppni við lággjaldaflugfélögin og hafa ekki verið nógu fljót að lækka kostnað. Það sem er okkur í hag er að við höfum aldrei vanist því að hafa stóran hluta okkar viðskiptavina í dýrum sætum," segir Sigurður. Hann segir að kostnaður við flutning á hverjum farþega sé um þrjátíu til fjörutíu prósentum lægri hjá Icelandair en flestum samkeppnisfyrirtækjunum. Hér hjálpar lega landsins einnig. "Vegna staðsetningarinnar þá getum við nýtt vélarnar allan sólarhringinn," segir hann. Þarf að stækka frekar Engu að síður hefur Icelandair þurft að laga starfsemi sína eftir aukinni samkeppni. "Við höfum alltaf verið í mikilli samkeppni á eiginlega öllum leiðum. Við eigum í mikilli samkeppni í flugi yfir hafið og svo eigum við í samkeppni á Íslandi við ferðaskrifstofur, leiguflug og nú á síðustu árum Iceland Express. Við höfum bara orðið að lækka kostnaðinn og erum enn þá að því til að geta lækkað fargjöldin," segir Sigurður. Hann segir að flugfargjöld fari sílækkandi og það sé þróun sem hafi verið einkar hröð á undanförnum árum. "Við eigum bara eitt svar við því og það er að lækka kostnaðinn enn frekar og við gerum það bæði með beinum kostnaðarlækkunum og með því að stækka félagið enn frekar," segir hann. Að mati Sigurðar þarf flugfélag að ná tiltekinni stærð til að ná fram meiri hagkvæmni. "Mín skoðun er sú að til þess að ná ákveðinni framlegð í flugfélagi þá þarf minnst tuttugu flugvélar. Nú erum við með sextán til sautján vélar," segir hann. Hann segir að um leið og flugvélaflotinn stækki opnist ný tækifæri til dæmis í flugi til Asíu. Sviptingar í eignarhaldi Nýverið hafa verið miklar sviptingar í eignarhaldi á Flugleiðum. Félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko og Hannesar Smárasonar, fyrrum aðstoðarforstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, keypti í byrjun árs ráðandi hlut í Flugleiðum. Í síðustu viku seldi Jón Helgi sinn hlut og nú á Hannes Smárason stjórnarformaður félagsins einn þennan hlut. Þessar hræringar í eigendahópi eru hraðari en áður hefur verið í Flugleiðum en Sigurður hefur verið forstjóri félagsins í hartnær tuttugu ár og stýrt félaginu í gegnum miklar breytingar allt frá því Flugleiðir urðu til við sameiningu Loftleiða og Flugfélags Íslands. "Ég er búinn að upplifa þessa sameiningu og síðan erfiðleika hjá fyrirtækinu og svo breytingar og stækkun. Þegar ég tók við voru öll framleiðslutækin gömul og frekar úr sér gengin. Fyrsta verkefnið hjá mér var að endurnýja flotann. Fyrirtækið var þá með neikvæða eiginfjárstöðu þannig að við tókum lán og keyptum nýjar vélar. Bankarnir trúðu á okkar framtíðarsýn og lánuðu okkur. Svo gekk það upp. Síðan hefur verið unnið að því að búa til þetta leiðarkerfi smám saman," segir hann. Aukið aðhald herðir Hann segir að hann hafi ætíð átt gott samstarf við stjórnir félagsins. "Á þessum tíma sem ég hef verið hjá félaginu þá hafa verið hægfara breytingar á hluthafahópnum. Nú síðustu árin þá hafa verið stórtækari breytingar. Ég hef átt því láni að fagna að hafa alla tíð átt mjög gott samstarf við stjórnir fyrirtækisins og ég fagna því að það vilji nýir aðilar koma að rekstrinum sem hafa trú á fyrirtækinu og því sem við erum að gera. Verðmæti fyrirtækisins hefur hækkað mjög mikið á síðustu árum," segir hann. En það er ekki aðeins tíðni breytinga í eignarhaldi sem hefur aukist. Samsetning hluthafahópsins er einnig breyttur. "Það er að verða meiri breyting á því núna að það voru áður stofnanir og stórfyrirtæki sem áttu hluti í mörgum fyrirtækum eins og Flugleiðum. Nú eru það meira einstaklingar sem eiga þessa hluti og hlutabréfamarkaðurinn að verða harðari húsbóndi þannig að það eru örugglega gerðar meiri kröfur um arðsemi nú en var kannski fyrir fimmtán til tuttugu árum síðan," segir Sigurður. Hann er hins vegar alls óhræddur við aukið aðhald markaðarins. "Það bara herðir okkur í að gera enn þá betur," segir Sigurður Helgason. Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira
Þegar menn líta á venjuleg kort af vesturhveli jarðar blasir það ekki við hve Ísland er í góðri stöðu hvað varðar ferðir á milli Evrópu og Ameríku. Á slíku korti er til að mynda erfitt að ímynda sér að það sé ekki mikið lengra að fljúga frá Íslandi til San Fransisco í Kaliforníu heldur en til Orlando í Flórída. Þegar heimurinn er hins vegar skoðaður frá sjónarhorni flugmannsins yfir Norður-Atlantshafi þá blasir önnur mynd við. Með því að skoða slíka mynd er auðvelt að sjá af hverju staða Íslands hefur talist mikilvæg út frá hernarðarlegum sjónarmiðum. En af sömu ástæðum og Bandaríkjamenn hafa talið herstöðina í Keflavík vera mikilvæga þá sjá Flugleiðir gnótt tækifæra í að nýta sér legu landsins til þess að halda áfram uppbyggingu á flugfélagi sem sérhæfir sig í að tengja Evrópu og Bandaríkin. Langflestar flugleiðir milli Norður-Ameríku og Evrópu liggja þvert yfir Ísland - eða fara að minnsta kosti inn í íslenska landhelgi. Flug til Blómaborgarinnar Nýjasta útspil Flugleiða er beint flug Icelandair til blómaborgarinnar San Fransisco í Kaliforníu. Icelandair verður eina félagið sem býður upp á flug til Kaliforníu frá Norðurlöndum og líklegt er að ef vel takist með markaðskynningu geti þessi leið orðið ákjósanlegur kostur fyrir stóran hóp manna sem vinnu eða afþreyingar vegna þurfa að ferðast milli Norður-Evrópu og vesturstrandar Bandaríkjanna. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Flugleiðir starfa í Kaliforníu þótt ekki hafi áður verið boðið upp á beint flug þangað á vegum félagsins. "Við höfum aldrei flogið á vesturströndina áður en við höfum verið með skrifstofur þar. Á sínum tíma vorum við með skrifstofur bæði í Los Angeles og í San Fransisco," segir hann. Mikilvægur markaður "Þetta er mikilvægur markaður í Bandaríkjunum bæði fyrir Ísland og fyrir Evrópu. Kalifornía er stærsta og voldugasta ríkið innan Bandaríkjanna - og væri sjöunda stærsta hagkerfi heims ef það væri sérstakt land - og við höfum unnið töluvert þar. Við höfum fundið fyrir því að það er mjög mikill áhugi og meiri en við getum sinnt með fluginu frá Minneapolis og austurströndinni," segir Sigurður. Hann segir að sendiskrifstofur Íslands í Bandaríkjunum verði varar við að mestur áhugi á ferðalögum til Íslands sé frá íbúum á vesturströndinni. Með tengingu við San Fransisco opnast leið fyrir þann hóp til að komast hingað, mun einfaldari leið en áður. Öflugt leiðakerfi Uppbygging leiðakerfis sem býður upp á tengingar milli Evrópu og Bandaríkjanna er einn lykilþáttur í framtíðaráætlunum Icelandair. Þar sem Bandaríkjavélarnar lenda að morgni geta farþegar tekið tengiflug til Evrópu síðar um daginn og þeir sem koma til landsins frá Evrópu geta áfram tengst til Bandaríkjanna. Þannig hefur Icelandair byggt upp leiðarkerfi sem byggist á mikilli nýtingu vélakostsins og að gera Keflavík að tengiflugvelli milli Bandaríkjanna og Evrópu. "Við erum að bjóða fleiri staði en verið er að bjóða út frá Norðurlöndunum. Ísland er núna komið með fleiri ferðir og fleiri sæti til Bandaríkjanna heldur en nokkuð hinna Norðurlandanna og meira heldur en Noregur, Finnland og Svíþjóð samtals," segir Sigurður. Þetta þýðir að viðskiptaáætlanir Flugleiða snúast ekki nema að takmörkuðu leyti um íslenska markaðinn þar sem einungis tíu til fimmtán prósent farþega Icelandair milli Íslands og Bandaríkjanna eru íslenskir. "Ísland með þrjú hundruð þúsund manns stendur ekki undir Ameríkufluginu og þetta gæti ekki gengið ef við værum ekki að færa fólk inn í kerfið frá áfangastöðum okkar annars staðar," segir Sigurður. "Staðsetning Íslands gerir okkur þetta kleift. Ef við værum aðeins sunnar þá gætum við ekki gert þetta svona," segir hann. Fyrsta lággjaldaflugfélagið Löng hefð er fyrir því að íslensk flugfélög fljúgi milli Bandaríkjanna og Evrópu og segir Sigurður að Loftleiðir hafi í raun verið fyrsta lággjaldaflugfélagið sem fór á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Hann segir að Icelandair, og forverar þess, hafi ætíð haft ólíka uppbyggingu á við önnur svokölluð þjóðarflugfélög þar sem kostnaðurinn hjá Icelandair hafi verið lægri og miklu lægra hlutfall farþega hafi ferðast á viðskiptafarrými. Þess vegna hafi áherslan ætíð verið lögð á góða sætanýtingu og um þessar mundir segir Sigurður að sætanýting Ameríkuflugs Flugleiða sé betri en samkeppnisaðilanna. Vanir því að lækka kostnað Víða um heim hafa stóru flugfélögin átt í miklum erfiðleikum og mörg þeirra rambað á barmi gjaldþrots og sum þeirra steypst alla leið. Á sama tíma hefur rekstur Flugleiða gengið vel. Sigurður segir að Flugleiðir hafi verið betur í stakk búið að glíma við samkeppni við lággjaldaflugfélög heldur en flest önnur. "Við sjáum að í Bandaríkjunum hefur gengið illa. Þeir hafa ekki verið samkeppnishæfir. Þar hafa líka komið til lággjaldaflugfélög og margir lent í greiðslustöðvun. Sama má segja í Evrópu. Þar eru þessi þjóðarflugfélög að lenda í samkeppni við lággjaldaflugfélögin og hafa ekki verið nógu fljót að lækka kostnað. Það sem er okkur í hag er að við höfum aldrei vanist því að hafa stóran hluta okkar viðskiptavina í dýrum sætum," segir Sigurður. Hann segir að kostnaður við flutning á hverjum farþega sé um þrjátíu til fjörutíu prósentum lægri hjá Icelandair en flestum samkeppnisfyrirtækjunum. Hér hjálpar lega landsins einnig. "Vegna staðsetningarinnar þá getum við nýtt vélarnar allan sólarhringinn," segir hann. Þarf að stækka frekar Engu að síður hefur Icelandair þurft að laga starfsemi sína eftir aukinni samkeppni. "Við höfum alltaf verið í mikilli samkeppni á eiginlega öllum leiðum. Við eigum í mikilli samkeppni í flugi yfir hafið og svo eigum við í samkeppni á Íslandi við ferðaskrifstofur, leiguflug og nú á síðustu árum Iceland Express. Við höfum bara orðið að lækka kostnaðinn og erum enn þá að því til að geta lækkað fargjöldin," segir Sigurður. Hann segir að flugfargjöld fari sílækkandi og það sé þróun sem hafi verið einkar hröð á undanförnum árum. "Við eigum bara eitt svar við því og það er að lækka kostnaðinn enn frekar og við gerum það bæði með beinum kostnaðarlækkunum og með því að stækka félagið enn frekar," segir hann. Að mati Sigurðar þarf flugfélag að ná tiltekinni stærð til að ná fram meiri hagkvæmni. "Mín skoðun er sú að til þess að ná ákveðinni framlegð í flugfélagi þá þarf minnst tuttugu flugvélar. Nú erum við með sextán til sautján vélar," segir hann. Hann segir að um leið og flugvélaflotinn stækki opnist ný tækifæri til dæmis í flugi til Asíu. Sviptingar í eignarhaldi Nýverið hafa verið miklar sviptingar í eignarhaldi á Flugleiðum. Félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko og Hannesar Smárasonar, fyrrum aðstoðarforstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, keypti í byrjun árs ráðandi hlut í Flugleiðum. Í síðustu viku seldi Jón Helgi sinn hlut og nú á Hannes Smárason stjórnarformaður félagsins einn þennan hlut. Þessar hræringar í eigendahópi eru hraðari en áður hefur verið í Flugleiðum en Sigurður hefur verið forstjóri félagsins í hartnær tuttugu ár og stýrt félaginu í gegnum miklar breytingar allt frá því Flugleiðir urðu til við sameiningu Loftleiða og Flugfélags Íslands. "Ég er búinn að upplifa þessa sameiningu og síðan erfiðleika hjá fyrirtækinu og svo breytingar og stækkun. Þegar ég tók við voru öll framleiðslutækin gömul og frekar úr sér gengin. Fyrsta verkefnið hjá mér var að endurnýja flotann. Fyrirtækið var þá með neikvæða eiginfjárstöðu þannig að við tókum lán og keyptum nýjar vélar. Bankarnir trúðu á okkar framtíðarsýn og lánuðu okkur. Svo gekk það upp. Síðan hefur verið unnið að því að búa til þetta leiðarkerfi smám saman," segir hann. Aukið aðhald herðir Hann segir að hann hafi ætíð átt gott samstarf við stjórnir félagsins. "Á þessum tíma sem ég hef verið hjá félaginu þá hafa verið hægfara breytingar á hluthafahópnum. Nú síðustu árin þá hafa verið stórtækari breytingar. Ég hef átt því láni að fagna að hafa alla tíð átt mjög gott samstarf við stjórnir fyrirtækisins og ég fagna því að það vilji nýir aðilar koma að rekstrinum sem hafa trú á fyrirtækinu og því sem við erum að gera. Verðmæti fyrirtækisins hefur hækkað mjög mikið á síðustu árum," segir hann. En það er ekki aðeins tíðni breytinga í eignarhaldi sem hefur aukist. Samsetning hluthafahópsins er einnig breyttur. "Það er að verða meiri breyting á því núna að það voru áður stofnanir og stórfyrirtæki sem áttu hluti í mörgum fyrirtækum eins og Flugleiðum. Nú eru það meira einstaklingar sem eiga þessa hluti og hlutabréfamarkaðurinn að verða harðari húsbóndi þannig að það eru örugglega gerðar meiri kröfur um arðsemi nú en var kannski fyrir fimmtán til tuttugu árum síðan," segir Sigurður. Hann er hins vegar alls óhræddur við aukið aðhald markaðarins. "Það bara herðir okkur í að gera enn þá betur," segir Sigurður Helgason.
Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira