Skattbyrði lífeyrisþega eykst 13. október 2004 00:01 Sívaxandi tekjutengingar og aukin skattbyrði hefur skaðað afkomu þeirra eldri borgara sem byggja afkomu sína á almannatryggingakerfinu. Benedikt Davíðsson segir stjórnvöldum að kenna að hagur þessa hóps hefur versnað á síðustu árum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, bendir á móti á að almennu lífeyrissjóðirnir hafi aldrei greitt lífeyrisþegum eins háar fjárhæðir og nú og telur tekjutengingar sanngirnismál. Umdeildar tekjutengingar Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að tekjutengingar almannatryggingakerfisins ræni fólk hvatanum að því að ávinna sér frekari réttindi. Á fyrstu árum lífeyrissjóðakerfisins voru engar slíkar tengingar fyrir hendi en þeim var komið á nokkrum árum síðar. Benedikt segir að vissulega séu tekjutengingar settar á til að jafna mun á tekjuháum og lágum. "Á hinn bóginn voru almannatryggingarnar ekki hugsaðar sem fátækrastofnun heldur tryggingastofnun til að tryggja öllum tilteknar tekjur. Nú eru þær í auknum mæli fátækraframfærslustofnun því tengingarnar eru orðnar svo stífar." Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar er ósammála Benedikt. "Almannatryggingarnar eiga að vera tryggingar fyrir þá sem hafa einhverra hluta vegna ekki verið á vinnumarkaði en lífeyrissjóðirnir eiga hins vegar að sjá fólki fyrir stærstum hluta eftirlaunanna. Með þessum tekjutengingum aukast möguleikarnir á því að hækka bæturnar fyrir þá sem eftir sitja og hafa aflað sér lítilla lífeyrissjóðsréttinda," segir Tryggvi Þór. Hann bætir því við að málið snúist einnig um sanngirni. "Hvaða réttlæti er í því að maður sem á full réttindi í lífeyrissjóði fái jafn mikið úr almannatryggingunum og manneskja sem hefur engra slíkra réttinda aflað?" Aukin skattbyrði Alllt til ársins 1995 fylgdu greiðslur almannatrygginga þróun lágmarkslauna í landinu en síðan skorið var á þessa tengingu hafa bótagreiðslur dregist aftur úr. Þannig var grunnlífeyrir fjórðungur af lágmarkslaunum verkmanna þegar núverandi lífeyrissjóðakerfi var tekið upp en í dag er þetta hlutfall komið niður í tíu prósent. Þar við bætist að tekjuskattur á lægstu laun hefur hækkað vegna þess að skattleysismörk hafa ekki fylgt launa- eða verðlagsþróun. Ef dæmi er tekið af eldri borgara með 100.000 krónur í tekjur á mánuði þá greiðir hann árið 2004 rúm ellefu prósent launa sinna í tekjuskatt á meðan hann greiddi árið 1988 aðeins 0,2 prósent í skatt af sömu rauntekjum. Séu bætur framreiknaðar kemur í ljós að rúmar 16.000 krónur vantar upp á að mánaðarlegar bætur séu jafn háar í dag og þær voru árið 1988. Tryggvi Þór segir að þessir útreikningar geti vel staðist. "Með þessu er hins vegar einungis hálf sagan sögð því við verðum að hafa í huga að árið 1988 þá fengu Íslendingar óverulegar upphæðir úr lífeyrissjóðum á almennum markaði. Nú eru þær upphæðir orðnar verulegar á meðan hlutfall eftirlauna úr almannatryggingakerfinu hefur minnkað." Hvað skerðingu grunnlífeyris varðar þá spyr Tryggvi hvort sú staðreynd endurspegli ekki hversu mikið lægstu laun hafi hækkað. Eldri borgarar sviknir? Til skamms tíma greiddu launþegar svonefnt tryggingagjald en síðar varð það einfaldlega hluti tekjuskattsins og látið að einhverju leyti renna til almannatrygginga. Benedikt segir að þarna sé í raun um tryggingasvik að ræða hjá hinu opinbera og líkir þessu við að maður hafi greitt iðgjöld hjá tryggingafélagi alla tíð en þegar til tjóns kemur þá neitar félagið honum um bætur vegna of hárra tekna. "Þetta er ríkið að gera þegar við verðum fyrir því tjóni sem ellin og brotthvarf af vinnumarkaði eru." Tryggvi Þór er ekki á sama máli og bendir á að staðreyndin sé sú að flestir eldri borgarar eru með hærri tekjur en áður og fá því síður borgað úr almannatryggingakerfinu. "Þannig er tjónið sem Benedikt talar um tæpast til staðar," segir hann.Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar.MYND/GVA Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Sívaxandi tekjutengingar og aukin skattbyrði hefur skaðað afkomu þeirra eldri borgara sem byggja afkomu sína á almannatryggingakerfinu. Benedikt Davíðsson segir stjórnvöldum að kenna að hagur þessa hóps hefur versnað á síðustu árum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, bendir á móti á að almennu lífeyrissjóðirnir hafi aldrei greitt lífeyrisþegum eins háar fjárhæðir og nú og telur tekjutengingar sanngirnismál. Umdeildar tekjutengingar Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að tekjutengingar almannatryggingakerfisins ræni fólk hvatanum að því að ávinna sér frekari réttindi. Á fyrstu árum lífeyrissjóðakerfisins voru engar slíkar tengingar fyrir hendi en þeim var komið á nokkrum árum síðar. Benedikt segir að vissulega séu tekjutengingar settar á til að jafna mun á tekjuháum og lágum. "Á hinn bóginn voru almannatryggingarnar ekki hugsaðar sem fátækrastofnun heldur tryggingastofnun til að tryggja öllum tilteknar tekjur. Nú eru þær í auknum mæli fátækraframfærslustofnun því tengingarnar eru orðnar svo stífar." Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar er ósammála Benedikt. "Almannatryggingarnar eiga að vera tryggingar fyrir þá sem hafa einhverra hluta vegna ekki verið á vinnumarkaði en lífeyrissjóðirnir eiga hins vegar að sjá fólki fyrir stærstum hluta eftirlaunanna. Með þessum tekjutengingum aukast möguleikarnir á því að hækka bæturnar fyrir þá sem eftir sitja og hafa aflað sér lítilla lífeyrissjóðsréttinda," segir Tryggvi Þór. Hann bætir því við að málið snúist einnig um sanngirni. "Hvaða réttlæti er í því að maður sem á full réttindi í lífeyrissjóði fái jafn mikið úr almannatryggingunum og manneskja sem hefur engra slíkra réttinda aflað?" Aukin skattbyrði Alllt til ársins 1995 fylgdu greiðslur almannatrygginga þróun lágmarkslauna í landinu en síðan skorið var á þessa tengingu hafa bótagreiðslur dregist aftur úr. Þannig var grunnlífeyrir fjórðungur af lágmarkslaunum verkmanna þegar núverandi lífeyrissjóðakerfi var tekið upp en í dag er þetta hlutfall komið niður í tíu prósent. Þar við bætist að tekjuskattur á lægstu laun hefur hækkað vegna þess að skattleysismörk hafa ekki fylgt launa- eða verðlagsþróun. Ef dæmi er tekið af eldri borgara með 100.000 krónur í tekjur á mánuði þá greiðir hann árið 2004 rúm ellefu prósent launa sinna í tekjuskatt á meðan hann greiddi árið 1988 aðeins 0,2 prósent í skatt af sömu rauntekjum. Séu bætur framreiknaðar kemur í ljós að rúmar 16.000 krónur vantar upp á að mánaðarlegar bætur séu jafn háar í dag og þær voru árið 1988. Tryggvi Þór segir að þessir útreikningar geti vel staðist. "Með þessu er hins vegar einungis hálf sagan sögð því við verðum að hafa í huga að árið 1988 þá fengu Íslendingar óverulegar upphæðir úr lífeyrissjóðum á almennum markaði. Nú eru þær upphæðir orðnar verulegar á meðan hlutfall eftirlauna úr almannatryggingakerfinu hefur minnkað." Hvað skerðingu grunnlífeyris varðar þá spyr Tryggvi hvort sú staðreynd endurspegli ekki hversu mikið lægstu laun hafi hækkað. Eldri borgarar sviknir? Til skamms tíma greiddu launþegar svonefnt tryggingagjald en síðar varð það einfaldlega hluti tekjuskattsins og látið að einhverju leyti renna til almannatrygginga. Benedikt segir að þarna sé í raun um tryggingasvik að ræða hjá hinu opinbera og líkir þessu við að maður hafi greitt iðgjöld hjá tryggingafélagi alla tíð en þegar til tjóns kemur þá neitar félagið honum um bætur vegna of hárra tekna. "Þetta er ríkið að gera þegar við verðum fyrir því tjóni sem ellin og brotthvarf af vinnumarkaði eru." Tryggvi Þór er ekki á sama máli og bendir á að staðreyndin sé sú að flestir eldri borgarar eru með hærri tekjur en áður og fá því síður borgað úr almannatryggingakerfinu. "Þannig er tjónið sem Benedikt talar um tæpast til staðar," segir hann.Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar.MYND/GVA
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira