
Viðskipti innlent
Kaupa fasteignir í Búlgaríu
Íslenskir kaupsýslumenn hafa áhuga á að kaupa fasteignir í Búlgaríu og að byggja þar bæði upp iðnað og verslun, að því er greint er frá í viðskiptablaðinu Sofia Morning News. Íslensk orkufyrirtæki leita einnig samstarfsaðila í Búlgaríu og hafa áhuga á að byggja þar gufuaflsvirkjanir. Í frétt blaðsins segir að þetta hafi komið fram á viðskiptaþingi sem íslenska og búlgarska verslunaráðið skipulagði í Sófíu. Þrettán íslensk fyrirtæki og fjörutíu búlgörsk kynna þar starfsemi sína.