Stórtíðindi fyrir læknavísindin 19. október 2004 00:01 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin. Hann segir nú fara í hönd umfangsmiklar tilraunir sem vonandi leiði til markaðssetningar lyfsins eftir um þrjú ár. Þróun lyfsins hófst í reynd fyrir átta árum þegar Íslensk erfðagreining var stofnuð. Þá hófust rannsóknar á þeim erfðaþáttum sem valda hjartaáföllum og vann hópur, undir stjórn Önnu Helgadóttur, að því. Meingenið fannst og þá hófst vinna við að þróa lyf. Lyfjaþróunardeild ÍE tók þá við kyndlinum ef svo mætti segja. Í dag var svo greint frá jákvæðum niðurstöðum prófana á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans - háskólasjúkrahúss. Þessar prófanir sýna, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að lyfið hefur marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum. Næsta skref er að semja rannsóknaráætlun sem felur í sér að gera þarf tilraunir á 1500 til 2000 sjúklingum í Bandaríkjunum, á Íslandi og öðrum löndum Evrópu. Gangi allt að óskum gera forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sér vonir um að lyfið verði sett á markað eftir þrjú til fimm ár. Þá yrði fjárhagsleg framtíð fyrirtækisins styrkt til muna en lyf sem þetta er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sme forvörn,“ segir Kári. Kári segir þetta stórtíðindi í læknavísindum og einnig fyrir Íslenska erfðagreining því nú sé sýnt fram á að grundvallarforsendurnar fyrir stofnun fyrirtækisins gangi upp. Það að hægt sé að finna erfðafræðilega þætti sjúkdóma og þróa lyf út frá þeim rannsóknum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Sjá meira
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin. Hann segir nú fara í hönd umfangsmiklar tilraunir sem vonandi leiði til markaðssetningar lyfsins eftir um þrjú ár. Þróun lyfsins hófst í reynd fyrir átta árum þegar Íslensk erfðagreining var stofnuð. Þá hófust rannsóknar á þeim erfðaþáttum sem valda hjartaáföllum og vann hópur, undir stjórn Önnu Helgadóttur, að því. Meingenið fannst og þá hófst vinna við að þróa lyf. Lyfjaþróunardeild ÍE tók þá við kyndlinum ef svo mætti segja. Í dag var svo greint frá jákvæðum niðurstöðum prófana á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans - háskólasjúkrahúss. Þessar prófanir sýna, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að lyfið hefur marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum. Næsta skref er að semja rannsóknaráætlun sem felur í sér að gera þarf tilraunir á 1500 til 2000 sjúklingum í Bandaríkjunum, á Íslandi og öðrum löndum Evrópu. Gangi allt að óskum gera forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sér vonir um að lyfið verði sett á markað eftir þrjú til fimm ár. Þá yrði fjárhagsleg framtíð fyrirtækisins styrkt til muna en lyf sem þetta er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sme forvörn,“ segir Kári. Kári segir þetta stórtíðindi í læknavísindum og einnig fyrir Íslenska erfðagreining því nú sé sýnt fram á að grundvallarforsendurnar fyrir stofnun fyrirtækisins gangi upp. Það að hægt sé að finna erfðafræðilega þætti sjúkdóma og þróa lyf út frá þeim rannsóknum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Sjá meira