Nauðsynlegt að selja Símann 19. október 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína. Sem kunnugt er hefur Síminn keypt meirihluta í Skjá einum og er ætlunin að festa sjónvarpsstöðina í sessi. Forsætisráðherra segist treysta stjórnendum Símans til að bera hagsmuni fyrirtækisins fyrir brjósti. Hann segir þetta mál sýna að æskilegt sé að sala Símans fari sem fyrst fram þannig að samkeppni geti gengið með þeim hætti að ekki sé verið að blanda ríkinu inn í. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja Símann á næsta ári. Forsætisráðherra telur mikilvægt að öll fyrirtæki, sem að svona rekstri komi, geti sameinast um dreifikerfi en Ríkisútvarpið lagði á sínum tíma fé í uppbyggingu dreifikerfisins. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í síðustu viku að það skyti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsstöð sem undirbyði RÚV á auglýsingamarkaði og yfirbyði í efniskaupum. Halldór segir að á meðan Síminn sé ekki seldur þurfi hann að gæta hagsmuna sinna. Stjórnendur fyrirtækisins eigi að gera það, enda séu þeir valdir til þess. „Þetta er ekki mál sem ráðherra á að hafa afskipti af,“ segir Halldór. Síminn er að 99% hluta í eigu ríkisins og það hefur verið gagnrýnt að almannafé sé notað í samkeppni, sem og að almannafé sé lagt í fyrirtæki sem jafnvel ekki hafi staðið vel. Halldór segist ekki ætla að fara að blanda sér inn í þessi samkeppnismál. Ekki hefur náðst í Rannveigu Rist, stjórnarformann Símans, vegna þessa máls. Steinrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, skrifaði henni í byrjun síðasta mánaðar og óskaði sem hluthafi eftir aukafundi vegna umræddra viðskipta. Fimm vikum síðar barst honum svar þar sem beiðni hans er hafnað þar sem hann eigi minna en tíunda hlut í fyrirtækinu og þar sem ekki sé um verulegar breytingar á rekstri Símans að ræða. Steingrímur svaraði bréfinu strax í dag þar sem hann segir ákvörðun stjórnarinnar valda sér vonbrigðum og veki sér undrun því aukafundur hefði verið merki um lýðræðislega og eðlilega stjórnunarhætti. Sem og að daginn eftir að hann fékk svar frá Símanum hefði fyrirtækið náð meirihluta í Skjá einum og þar með orðið fjölmiðlafyrirtæki og útilokað sé að halda því fram að slíkt séu ekki verulegar breytingar á rekstri Símans. Hann ítrekar því kröfu sína um aukafund, sérstaklega þar sem Skjár einn hljóti að teljast dótturfélag Símans í skilningi hlutafélagaréttar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga til Lyfju Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga til Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína. Sem kunnugt er hefur Síminn keypt meirihluta í Skjá einum og er ætlunin að festa sjónvarpsstöðina í sessi. Forsætisráðherra segist treysta stjórnendum Símans til að bera hagsmuni fyrirtækisins fyrir brjósti. Hann segir þetta mál sýna að æskilegt sé að sala Símans fari sem fyrst fram þannig að samkeppni geti gengið með þeim hætti að ekki sé verið að blanda ríkinu inn í. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja Símann á næsta ári. Forsætisráðherra telur mikilvægt að öll fyrirtæki, sem að svona rekstri komi, geti sameinast um dreifikerfi en Ríkisútvarpið lagði á sínum tíma fé í uppbyggingu dreifikerfisins. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í síðustu viku að það skyti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsstöð sem undirbyði RÚV á auglýsingamarkaði og yfirbyði í efniskaupum. Halldór segir að á meðan Síminn sé ekki seldur þurfi hann að gæta hagsmuna sinna. Stjórnendur fyrirtækisins eigi að gera það, enda séu þeir valdir til þess. „Þetta er ekki mál sem ráðherra á að hafa afskipti af,“ segir Halldór. Síminn er að 99% hluta í eigu ríkisins og það hefur verið gagnrýnt að almannafé sé notað í samkeppni, sem og að almannafé sé lagt í fyrirtæki sem jafnvel ekki hafi staðið vel. Halldór segist ekki ætla að fara að blanda sér inn í þessi samkeppnismál. Ekki hefur náðst í Rannveigu Rist, stjórnarformann Símans, vegna þessa máls. Steinrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, skrifaði henni í byrjun síðasta mánaðar og óskaði sem hluthafi eftir aukafundi vegna umræddra viðskipta. Fimm vikum síðar barst honum svar þar sem beiðni hans er hafnað þar sem hann eigi minna en tíunda hlut í fyrirtækinu og þar sem ekki sé um verulegar breytingar á rekstri Símans að ræða. Steingrímur svaraði bréfinu strax í dag þar sem hann segir ákvörðun stjórnarinnar valda sér vonbrigðum og veki sér undrun því aukafundur hefði verið merki um lýðræðislega og eðlilega stjórnunarhætti. Sem og að daginn eftir að hann fékk svar frá Símanum hefði fyrirtækið náð meirihluta í Skjá einum og þar með orðið fjölmiðlafyrirtæki og útilokað sé að halda því fram að slíkt séu ekki verulegar breytingar á rekstri Símans. Hann ítrekar því kröfu sína um aukafund, sérstaklega þar sem Skjár einn hljóti að teljast dótturfélag Símans í skilningi hlutafélagaréttar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga til Lyfju Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga til Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira