Segist ekki mega spyrja um Skjá 1 20. október 2004 00:01 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra neitaði í gær á Alþingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upplýsinga. Össur Skarphéðinsson veittist harkalega að fjármálaráðherra og sagði ríkisstjórnina stunda hjálparstarf til að bjarga gæðingum úr skuldasúpu. Sagði hann engin viðskiptaleg rök fyrir kaupunum á Skjá einum. Vakti hann athygli á að þeir þrír sem helst hefðu komið að ákvörðun Símans væru allir málsmetandi Sjálfstæðismenn, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri, Orri Hauksson, þróunarstjóri og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og Friðrik Friðriksson, breiðbandsstjóri og fyrrverandi kosningastjóri hans. Helsti seljandi hefði verið Gunnar J. Birgisson fyrrverandi borgarfulltrúi D-listans í Reykjavík. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna sagði að svo virtist sem Síminn væri hvorki ríkisfyrirtæki né hlutafélag. Fjármálaráðherra neitaði nú upplýsingum því fyrirtækið væri hlutafélag en áður hefði honum sjálfum sem hluthafa verið neitað um hluthafafund þrátt fyrir ákvæði hlutafélagalaga. "Verður fjölmiðlahlutinn svo skilinn frá Símanum rétt fyrir einkavæðingu eins og VÍS frá Landsbankanum, rétt fyrir helmingaskiptin?" Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði Geir H. Haarde um að misnota almannafé í "pólitískri herferð gegn Norðurljósum." Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki benti á að Síminn hefði rekið fjölvarp á breiðbandinu um langt skeið og ekki hefði þá verið amast við því að hann "nýtti fjárfestinguna". Benti hún á að fólk víða um land gæti ekki stundað fjarnám eða atvinnurekstur vegna skorts á ADSL tengingum. Nú væri útlit fyrir að þarna yrði gert átak. Sagði hún kaldhæðnislegt ef opnað yrði á þetta "þökk sé enska boltanum". Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra neitaði í gær á Alþingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upplýsinga. Össur Skarphéðinsson veittist harkalega að fjármálaráðherra og sagði ríkisstjórnina stunda hjálparstarf til að bjarga gæðingum úr skuldasúpu. Sagði hann engin viðskiptaleg rök fyrir kaupunum á Skjá einum. Vakti hann athygli á að þeir þrír sem helst hefðu komið að ákvörðun Símans væru allir málsmetandi Sjálfstæðismenn, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri, Orri Hauksson, þróunarstjóri og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og Friðrik Friðriksson, breiðbandsstjóri og fyrrverandi kosningastjóri hans. Helsti seljandi hefði verið Gunnar J. Birgisson fyrrverandi borgarfulltrúi D-listans í Reykjavík. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna sagði að svo virtist sem Síminn væri hvorki ríkisfyrirtæki né hlutafélag. Fjármálaráðherra neitaði nú upplýsingum því fyrirtækið væri hlutafélag en áður hefði honum sjálfum sem hluthafa verið neitað um hluthafafund þrátt fyrir ákvæði hlutafélagalaga. "Verður fjölmiðlahlutinn svo skilinn frá Símanum rétt fyrir einkavæðingu eins og VÍS frá Landsbankanum, rétt fyrir helmingaskiptin?" Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði Geir H. Haarde um að misnota almannafé í "pólitískri herferð gegn Norðurljósum." Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki benti á að Síminn hefði rekið fjölvarp á breiðbandinu um langt skeið og ekki hefði þá verið amast við því að hann "nýtti fjárfestinguna". Benti hún á að fólk víða um land gæti ekki stundað fjarnám eða atvinnurekstur vegna skorts á ADSL tengingum. Nú væri útlit fyrir að þarna yrði gert átak. Sagði hún kaldhæðnislegt ef opnað yrði á þetta "þökk sé enska boltanum".
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira