17 prósenta kynbundinn launamunur 20. október 2004 00:01 Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur, samkvæmt könnun sem Hagrannsóknarstofnun samtaka launafólks í almannaþjónustu (HASLA) lét gera á starfskjörum félaga í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM), Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Kennarasambands Íslands (KÍ). Munurinn er skýrður með aukagreiðslum sem karlar fá frekar en konur. Sé eingöngu horft til fastra mánaðarlauna er kynbundinn launamunur 7 prósent, en í tölunum er búið að leiðrétta fyrir vinnutíma, menntun, aldur og starf, þannig að horft er til fólks með sömu menntun við sambærileg störf. Án slíkrar leiðréttingar væru föst laun karla 10 prósentum hærri en kvenna og heildarlaunin 28 prósentum hærri. Að sögn Kristjönu Stellu Blöndal, aðstoðarforstöðumanns Félagsvísindastofnunar Háskólans, sem ásamt Heiði Hrund Halldórsdóttur vann skýrsluna, er kynbundni launamunurinn sem þarna kemur fram sambærilegur við launamun sem fram hefur komið í launakönnunum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Í máli aðstandenda könnunarinnar kom fram að þótt lesa mætti út úr henni upplýsingar um viðhorf starfsfólks og launamun kynjanna, væru meðallaunatölur sem í henni koma fram of háar vegna þess að yngra fólk og launalægra í félögunum hafi látið hjá líða að svara könnuninni sem var póstkönnun. Rúmlega 50 prósent svöruðu könnuninni sem gerð var í vor, 75 prósent konur og 25 prósent karlar. Kynjahlutfallið endurspeglar kynjasamsetninguna í félögunum þremur. Spurt var um fjölda atriða í könnuninni, meðal annars um viðhorf til launaleyndar, en 65 prósent svarenda telur hana skaða kjör launafólks. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir áhyggjuefni sem kemur fram að fimmtungur forstjóra opinberra fyrirtækja og stofnana krefjist launaleyndar. "Þessi þróun virðist færast í aukana, líkt og á almennum vinnumarkaði, en launaleynd þarf að uppræta," segir hann. Um leið taldi Ögmundur ánægjuefni hversu margir nýttu sér tækifæri til símenntunar, eða um 77 prósent. Af þeim sögðu þó 92 prósent að símenntunin hefði ekki skilað sér í hærri launum. Ögmundur áréttaði að símenntun væri eftirsóknarverð í sjálfu sér og taldi varhugavert að tengja hana beint við laun, en Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, taldi eðlilegt að fólk hefði væntingar til þess að fá hærri laun eftir því sem hæfni þess sem starfskraftur yrði meiri. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur, samkvæmt könnun sem Hagrannsóknarstofnun samtaka launafólks í almannaþjónustu (HASLA) lét gera á starfskjörum félaga í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM), Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Kennarasambands Íslands (KÍ). Munurinn er skýrður með aukagreiðslum sem karlar fá frekar en konur. Sé eingöngu horft til fastra mánaðarlauna er kynbundinn launamunur 7 prósent, en í tölunum er búið að leiðrétta fyrir vinnutíma, menntun, aldur og starf, þannig að horft er til fólks með sömu menntun við sambærileg störf. Án slíkrar leiðréttingar væru föst laun karla 10 prósentum hærri en kvenna og heildarlaunin 28 prósentum hærri. Að sögn Kristjönu Stellu Blöndal, aðstoðarforstöðumanns Félagsvísindastofnunar Háskólans, sem ásamt Heiði Hrund Halldórsdóttur vann skýrsluna, er kynbundni launamunurinn sem þarna kemur fram sambærilegur við launamun sem fram hefur komið í launakönnunum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Í máli aðstandenda könnunarinnar kom fram að þótt lesa mætti út úr henni upplýsingar um viðhorf starfsfólks og launamun kynjanna, væru meðallaunatölur sem í henni koma fram of háar vegna þess að yngra fólk og launalægra í félögunum hafi látið hjá líða að svara könnuninni sem var póstkönnun. Rúmlega 50 prósent svöruðu könnuninni sem gerð var í vor, 75 prósent konur og 25 prósent karlar. Kynjahlutfallið endurspeglar kynjasamsetninguna í félögunum þremur. Spurt var um fjölda atriða í könnuninni, meðal annars um viðhorf til launaleyndar, en 65 prósent svarenda telur hana skaða kjör launafólks. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir áhyggjuefni sem kemur fram að fimmtungur forstjóra opinberra fyrirtækja og stofnana krefjist launaleyndar. "Þessi þróun virðist færast í aukana, líkt og á almennum vinnumarkaði, en launaleynd þarf að uppræta," segir hann. Um leið taldi Ögmundur ánægjuefni hversu margir nýttu sér tækifæri til símenntunar, eða um 77 prósent. Af þeim sögðu þó 92 prósent að símenntunin hefði ekki skilað sér í hærri launum. Ögmundur áréttaði að símenntun væri eftirsóknarverð í sjálfu sér og taldi varhugavert að tengja hana beint við laun, en Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, taldi eðlilegt að fólk hefði væntingar til þess að fá hærri laun eftir því sem hæfni þess sem starfskraftur yrði meiri.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira