Kaup fyrir 29 milljarða króna 24. október 2004 00:01 SÍF er að ljúka kaupum á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group fyrir 29 milljarða króna. Þetta eru ein stærstu fyrirtækjakaup íslenskrar viðskiptasögu. Þá hefur SÍF selt dóttturfyrirtæki sitt í Bandaríkjunum og hlut sinn í SH. Labeyrie Group framleiðir og dreifir kældum matvælum fyrir smásölu. Það starfrækir sex verksmiðjur í Frakklandi, á Spáni og í Skotlandi. Helstu framleiðsluvörur eru reyktur lax, andalifur, rússneskar hveitipönnukökur og smurréttir. Tvö þúsund og fjögur hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu en með kaupunum verður til samstæða á sviði matvælaframleiðslu sem undanfarna tólf mánuði hefur velt um 88 milljörðum og skilað fimm milljarða hagnaði. Það mun hafa tæplega fjögur þúsund starfsmenn í ellefu löndum. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þessu fælist meiriháttar stefnubreyting hjá fyrirtækinu. Nú væri verið að leggja meiri áherslu á fullvinnslu á kældum matvörum og fyrirtækið væri að færa sig inná vörumerkjamarkaðinn í Frakklandi. Auk þess einbeitir það sér að Evrópu en framleiðslu í Bandaríkjunum verður hætt. Þá verður hlutur SÍF í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldur. Jakob segir að með kaupunum fái SÍF öflugan hóp stjórnenda sem munu reka starfsemi fyrirtækisins í Frakklandi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Frakklandi, auk þess sem samráð verður haft við frönsk stéttarfélög áður en gengið verður endanlega frá kaupunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga til Lyfju Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga til Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira
SÍF er að ljúka kaupum á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group fyrir 29 milljarða króna. Þetta eru ein stærstu fyrirtækjakaup íslenskrar viðskiptasögu. Þá hefur SÍF selt dóttturfyrirtæki sitt í Bandaríkjunum og hlut sinn í SH. Labeyrie Group framleiðir og dreifir kældum matvælum fyrir smásölu. Það starfrækir sex verksmiðjur í Frakklandi, á Spáni og í Skotlandi. Helstu framleiðsluvörur eru reyktur lax, andalifur, rússneskar hveitipönnukökur og smurréttir. Tvö þúsund og fjögur hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu en með kaupunum verður til samstæða á sviði matvælaframleiðslu sem undanfarna tólf mánuði hefur velt um 88 milljörðum og skilað fimm milljarða hagnaði. Það mun hafa tæplega fjögur þúsund starfsmenn í ellefu löndum. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þessu fælist meiriháttar stefnubreyting hjá fyrirtækinu. Nú væri verið að leggja meiri áherslu á fullvinnslu á kældum matvörum og fyrirtækið væri að færa sig inná vörumerkjamarkaðinn í Frakklandi. Auk þess einbeitir það sér að Evrópu en framleiðslu í Bandaríkjunum verður hætt. Þá verður hlutur SÍF í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldur. Jakob segir að með kaupunum fái SÍF öflugan hóp stjórnenda sem munu reka starfsemi fyrirtækisins í Frakklandi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Frakklandi, auk þess sem samráð verður haft við frönsk stéttarfélög áður en gengið verður endanlega frá kaupunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga til Lyfju Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga til Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira