EDDA 2004: Netkosning hafin á Vísi 26. október 2004 00:01 Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) kynnti í gær tilnefningar til Edduverðlaunanna 2004. Þá hófst einnig Netkosning hér á Vísi en almenningi gefst eingöngu kostur á að kjósa á Vísi. Á sérstöku vefsvæði sem opnað hefur verið á Vísi er að finna upplýsingar um tilnefningar í ár, sigurvegara fyrri ára og aðrar upplýsingar sem tengjast Edduverðlaununum. Þá verður á Vísi hægt að horfa á beina útsendingu kynningarþátta um Edduverðlaunin. Þættirnir eru fimm og verða þeir sýndir dagana 8. – 12. nóvember. Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einn úr 33 manna hópi. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Atkvæðagreiðslan á Vísi stendur til klukkan 14:00 laugardaginn 13. nóvember en Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu sunnudaginn 14. nóvember í Sjónvarpinu og á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum.Fara á EDDU-vef Vísis Eddan Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) kynnti í gær tilnefningar til Edduverðlaunanna 2004. Þá hófst einnig Netkosning hér á Vísi en almenningi gefst eingöngu kostur á að kjósa á Vísi. Á sérstöku vefsvæði sem opnað hefur verið á Vísi er að finna upplýsingar um tilnefningar í ár, sigurvegara fyrri ára og aðrar upplýsingar sem tengjast Edduverðlaununum. Þá verður á Vísi hægt að horfa á beina útsendingu kynningarþátta um Edduverðlaunin. Þættirnir eru fimm og verða þeir sýndir dagana 8. – 12. nóvember. Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einn úr 33 manna hópi. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Atkvæðagreiðslan á Vísi stendur til klukkan 14:00 laugardaginn 13. nóvember en Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu sunnudaginn 14. nóvember í Sjónvarpinu og á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum.Fara á EDDU-vef Vísis
Eddan Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein