Bíó og sjónvarp

Segir sig frá hlut­verkinu vegna ó­á­nægju með upp­runann

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Odessa A'zion er rísandi stjarna í Hollywood og lék nýverið í stórmyndinni Marty Supreme og sjónvarpsþáttunum I Love LA.
Odessa A'zion er rísandi stjarna í Hollywood og lék nýverið í stórmyndinni Marty Supreme og sjónvarpsþáttunum I Love LA. Getty

Leikkonan Odessa A’zion hefur hætt við að leika í kvikmyndinni Deep Cuts, sem byggir á samnefndri metsölubók, í kjölfar harkalegra viðbragða netverja. Óánægjan byggðist á því að persónan sem Odessa átti að leika var af mexíkóskum og gyðingaættum meðan leikkonan er af þýskum og gyðingaættum.

Hin 25 ára A'zion tilkynnti ákvörðunina með myndaröð á Instagram-hringrás sinni á miðvikudaginn. 

„Gaurar!! Ég er sammála ykkur ÖLLUM og ætla EKKI að vera með í myndinni,“ skrifaði leikkonan um kvikmyndaaðlögun leikstjórans Seans Durkin á metsölubókinni Deep Cuts eftir Holly Brickley. A'Zion tilkynnti ákvörðunina aðeins nokkrum vikum áður en tökur áttu að hefjast.

Skáldsagan Deep Cuts kom út í fyrra og fjallar um ástarsamband tónlistargagnrýnandans Percy (Cailee Spaeny) og söngvaskáldsins Joe (Drew Starkey). Odessa átti að leika persónuna Zoe Gutierrez, vinkonu Percy, sem er af mexíkóskum og gyðingaættum. Odessa er vissulega af gyðingaættum en hefur enga rómanska tengingu sem fór fyrir brjóstið á netverjum.

Odessa leikur stórt hlutverk í Marty Supreme sem er í bíó um þessar mundir.

„Takk fyrir að vekja athygli mína á þessu. Mér þykir svo leitt að þetta skyldi gerast. Ég fór í prufu fyrir Percy en bauðst að leika Zoe og sagði samatundis já! Ég er svo pirruð, ég hafði ekki lesið bókina og hefði átt að kynna mér alla eiginleika Zoe áður en ég tók hlutverkinu... og nú þegar ég veit það?“ skrifaði hún og sagðist hætt.

„Ég myndi aldrei taka hlutverk frá einhverjum sem var ætlað að fá það,“ skrifaði hún og sagði fullt af öðru fólki sem var hæfara en hún í að leika hlutverkið. Hún hefði verið svo upptekin við vinnu að hún hefði ekki haft tíma til að lesa bókina.

Upphaflega áttu Austin Butler og Saoirse Ronan að fara með aðalhlutverkin í myndinni en hættu við vegna áreksturs í dagskrá. Leikstjóri myndarinnar er Sean Durkin sem leikstýrði síðast The Iron Claw (2023). Durkin er einnig framleiðandi myndarinnar ásamt Eli Bush, Ronald Bronstein og Josh Safdie.


Tengdar fréttir

Óbilandi trú á eigin ágæti

Bólugrafinn og renglulegur með samvaxnar augabrúnir og hormottu, hrokafullur, hraðlyginn og hvatvís, kjaftfor, sjálfumglaður og ódrepandi við að ná markmiði sínu: að verða sá besti í heimi, sama hvað það kostar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.