Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. janúar 2026 16:28 Davíð Óskar Ólafsson gagnrýnir breytingar ÍKSA á Eddunni harðlega og fjöldi bransafólks tekur undir. Leikstjórinn Davíð Óskar Ólafsson segir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) útiloka fjölda fagfólks með því að bæta við nýjum flokkum í Edduverðlaununum fyrir leikið sjónvarpsefni en einungis fyrir leikara. Ákvörðunin dragi úr trúverðugleika og máli upp ranga mynd af bransanum. Fjöldi þekkts bransafólks tekur undir skrif Davíðs. Davíð skrifaði langan pistil fyrr í dag á Facebook þar sem hann gagnrýnir breytingar ÍKSA á Edduverðlaununum í ár. „Ég vil koma á framfæri áhyggjum mínum varðandi fyrirkomulag verðlauna í sjónvarpsflokkum akademíunnar, sem nú hafa verið teknir upp að nýju innan Edduverðlaunanna. Nánar tiltekið snýr þetta að þeirri staðreynd að stór hluti fagfólks sem vinnur að sjónvarpsseríum er í raun tekinn út fyrir sviga og fær ekki tækifæri til að hljóta viðurkenningu fyrir störf sín á Eddunni,“ skrifar hann. Kallað var eftir innsendingum til Eddunnar fyrr í dag og tilkynnt að leikið sjónvarpsefni hefði bæst aftur inn í Edduna eftir að sjónvarpsefnið var aðskilið frá verðlaununum fyrir nokkrum árum. Fimm nýir flokkar bættust við, einn fyrir besta leikna sjónvarpsefni og fjóra fyrir besta leik karla og kvenna í aðal- og aukahlutverki „Sjónvarpsseríur eru, líkt og kvikmyndir, afrakstur samspils fjölda faggreina þar á meðal handrits, leikstjórnar, klippingar, töku, hljóðs, tónlistar, leikmynda, búninga, framleiðslu og margra annarra þátta. Að útiloka þessa fagvinnu frá eigin verðlaunum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar gefur ranga og ósanngjarna mynd af því hvernig slík verk verða til og hverjir bera raunverulega ábyrgð á gæðum þeirra,“ skrifar Davíð í færslunni. Enn tími til að bregðast við Þegar stór hluti fagfólks sem vinni að sjónvarpsseríum fái ekki tækifæri til viðurkenningar innan eigin akademíu, dragi það óhjákvæmilega úr trúverðugleika verðlaunanna sjálfra. „Slíkt fyrirkomulag gefur í skyn að ákveðnir þættir innan sömu greinar séu metnir meira en aðrir, þrátt fyrir að raunveruleikinn, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi, sýni að gæði sjónvarpsverka ráðast af heildstæðri samvinnu allra faggreina,“ skrifar Davíð. „Ég tel að hér sé ekki einungis um sanngirnismál að ræða, heldur einnig faglegt ábyrgðarmál. Akademían gegnir lykilhlutverki í að skilgreina fagleg viðmið, styrkja sjálfsmynd greinarinnar og endurspegla þá þróun sem orðið hefur í íslenskri og alþjóðlegri sjónvarpsframleiðslu. Ef reglur og verðlaunaflokkar fylgja ekki þeirri þróun veikist hlutverk akademíunnar sem trúverðugur og faglegur mælikvarði á framúrskarandi vinnu,“ skrifar hann. Davíð Óskar Ólafsson hefur komið að framleiðslu fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda á síðustu tuttugu árum.Mystery Productions/Lilja Jónsdóttir Davíð bendir á að enn sé tími til að bregðast við því innsendingarfresturinn sé ekki liðinn. Uppfærsla á fyrirkomulaginu myndi senda skýr skilaboð um fagmennsku, framsýni og vilja til að styrkja verðlaunin til framtíðar. „Að lokum vil ég undirstrika að þetta snýst ekki um að draga úr vægi kvikmynda eða annarra einstakra þátta, heldur um að lyfta heildinni. Eddan er, og hefur ávallt verið, verðlaun bransans í heild sinni. Þegar talað er um „okkar verðlaun“ er átt við allt fagfólk sem vinnur að íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsverkum, ekki einungis hluta þess,“ skrifar Davíð. „Til þess að Eddan standi undir því hlutverki sem hún var upphaflega ætluð, sem heildstæð viðurkenning á faglegri framúrskarandi vinnu í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsgerð, tel ég brýnt að þetta verði endurskoðað og öllum faggreinum hleypt að á jafnræðisgrundvelli, sérstaklega í ljósi þess að enn liggur ekki fyrir hvernig fyrirkomulagi sjónvarpsverðlauna verður háttað á þessu ári eða hvort þau verði veitt.“ „Enginn annar flokkur er tekinn út fyrir sviga“ Þó nokkur fjöldi bransafólks hefur brugðist við skrifunum og í öllum tilfellum til að taka undir orð Davíðs. Leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir, leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir og handritshöfundurinn Margrét Örnólfsdóttir skrifa allar við færsluna til að lýsa yfir stuðningi við pistilinn. „Heyr heyr, gæti ekki verið meira sammála þessu, vægast sagt stórfurðulegt. Afhverju að draga út leikara en ekki annað fagfólk í bransanum. Enginn annar flokkur er tekinn út fyrir sviga og er ég þá að tala um heimildarmynd, stuttmynd o.s.frv. Annað hvort bæta menn leiknu sjónvarpsefni við til jafns við hitt eða við ættum hreinlega að sameinast um að sleppa að senda það inn. Tel að bæta öllu þessu fagfólki inn í alla flokka styrki bara keppnina enda ekki nema sex kvikmyndir sem voru frumsýndar á síðasta ári og verða því sumir flokkar ansi svipaðir,“ skrifar leikstjórinn Samúel Bjarki Pétursson. Dóra tekur undir með Davíð.Vísir/Vilhelm „Styð þetta heilshugar. Þetta snýst um faglegt réttlæti, sýnileika og trúverðugleika verðlaunanna,“ skrifar Dóra Jóhannsdóttir, leikkona, leikstjóri og handritshöfundur. „Mig langar í þessu samhengi að beina spurningu til fulltrúa verðlaunanna, sem ég hef ítrekað sent formlega án þess að fá svar, varðandi hvort og hvenær verðlaun Íslensku sjónvarpsverðlaunanna eru skráð á IMDb og aðra alþjóðlega gagnagrunna. Slík skráning skiptir miklu máli fyrir fagfólk, sérstaklega í alþjóðlegu samhengi, og er hluti af því að viðurkenningin hafi raunverulegt gildi fyrir starfsferil fólks í bransa sem byggir að miklu leyti á alþjóðlegu tengslaneti,“ skrifar hún jafnframt. Ragnar Bragason telur fleiri verk auka á gæði Eddunnar.Getty Leikstjórinn Ragnar Bragason bendir á að gjaldgengi aukins fjölda skapandi verka á Eddunni hafi á sínum tíma aukið standardinn í hverjum flokki. „Fyrir ekkert svo löngu síðan voru öll skapandi verk - sama af hvaða lengd þau voru og á hvaða miðlum þau voru sýnd - gjaldgeng til fagverðlaunaflokka Eddunnar. Það hækkaði bara gæðastandardinn á hverjum flokki (lítil þjóð framleiðir ekki það mörg verk á ári) og gerði þetta skemmtilegra,“ skrifar Ragnar. Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslensku sjónvarpsverðlaunin Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Davíð skrifaði langan pistil fyrr í dag á Facebook þar sem hann gagnrýnir breytingar ÍKSA á Edduverðlaununum í ár. „Ég vil koma á framfæri áhyggjum mínum varðandi fyrirkomulag verðlauna í sjónvarpsflokkum akademíunnar, sem nú hafa verið teknir upp að nýju innan Edduverðlaunanna. Nánar tiltekið snýr þetta að þeirri staðreynd að stór hluti fagfólks sem vinnur að sjónvarpsseríum er í raun tekinn út fyrir sviga og fær ekki tækifæri til að hljóta viðurkenningu fyrir störf sín á Eddunni,“ skrifar hann. Kallað var eftir innsendingum til Eddunnar fyrr í dag og tilkynnt að leikið sjónvarpsefni hefði bæst aftur inn í Edduna eftir að sjónvarpsefnið var aðskilið frá verðlaununum fyrir nokkrum árum. Fimm nýir flokkar bættust við, einn fyrir besta leikna sjónvarpsefni og fjóra fyrir besta leik karla og kvenna í aðal- og aukahlutverki „Sjónvarpsseríur eru, líkt og kvikmyndir, afrakstur samspils fjölda faggreina þar á meðal handrits, leikstjórnar, klippingar, töku, hljóðs, tónlistar, leikmynda, búninga, framleiðslu og margra annarra þátta. Að útiloka þessa fagvinnu frá eigin verðlaunum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar gefur ranga og ósanngjarna mynd af því hvernig slík verk verða til og hverjir bera raunverulega ábyrgð á gæðum þeirra,“ skrifar Davíð í færslunni. Enn tími til að bregðast við Þegar stór hluti fagfólks sem vinni að sjónvarpsseríum fái ekki tækifæri til viðurkenningar innan eigin akademíu, dragi það óhjákvæmilega úr trúverðugleika verðlaunanna sjálfra. „Slíkt fyrirkomulag gefur í skyn að ákveðnir þættir innan sömu greinar séu metnir meira en aðrir, þrátt fyrir að raunveruleikinn, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi, sýni að gæði sjónvarpsverka ráðast af heildstæðri samvinnu allra faggreina,“ skrifar Davíð. „Ég tel að hér sé ekki einungis um sanngirnismál að ræða, heldur einnig faglegt ábyrgðarmál. Akademían gegnir lykilhlutverki í að skilgreina fagleg viðmið, styrkja sjálfsmynd greinarinnar og endurspegla þá þróun sem orðið hefur í íslenskri og alþjóðlegri sjónvarpsframleiðslu. Ef reglur og verðlaunaflokkar fylgja ekki þeirri þróun veikist hlutverk akademíunnar sem trúverðugur og faglegur mælikvarði á framúrskarandi vinnu,“ skrifar hann. Davíð Óskar Ólafsson hefur komið að framleiðslu fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda á síðustu tuttugu árum.Mystery Productions/Lilja Jónsdóttir Davíð bendir á að enn sé tími til að bregðast við því innsendingarfresturinn sé ekki liðinn. Uppfærsla á fyrirkomulaginu myndi senda skýr skilaboð um fagmennsku, framsýni og vilja til að styrkja verðlaunin til framtíðar. „Að lokum vil ég undirstrika að þetta snýst ekki um að draga úr vægi kvikmynda eða annarra einstakra þátta, heldur um að lyfta heildinni. Eddan er, og hefur ávallt verið, verðlaun bransans í heild sinni. Þegar talað er um „okkar verðlaun“ er átt við allt fagfólk sem vinnur að íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsverkum, ekki einungis hluta þess,“ skrifar Davíð. „Til þess að Eddan standi undir því hlutverki sem hún var upphaflega ætluð, sem heildstæð viðurkenning á faglegri framúrskarandi vinnu í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsgerð, tel ég brýnt að þetta verði endurskoðað og öllum faggreinum hleypt að á jafnræðisgrundvelli, sérstaklega í ljósi þess að enn liggur ekki fyrir hvernig fyrirkomulagi sjónvarpsverðlauna verður háttað á þessu ári eða hvort þau verði veitt.“ „Enginn annar flokkur er tekinn út fyrir sviga“ Þó nokkur fjöldi bransafólks hefur brugðist við skrifunum og í öllum tilfellum til að taka undir orð Davíðs. Leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir, leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir og handritshöfundurinn Margrét Örnólfsdóttir skrifa allar við færsluna til að lýsa yfir stuðningi við pistilinn. „Heyr heyr, gæti ekki verið meira sammála þessu, vægast sagt stórfurðulegt. Afhverju að draga út leikara en ekki annað fagfólk í bransanum. Enginn annar flokkur er tekinn út fyrir sviga og er ég þá að tala um heimildarmynd, stuttmynd o.s.frv. Annað hvort bæta menn leiknu sjónvarpsefni við til jafns við hitt eða við ættum hreinlega að sameinast um að sleppa að senda það inn. Tel að bæta öllu þessu fagfólki inn í alla flokka styrki bara keppnina enda ekki nema sex kvikmyndir sem voru frumsýndar á síðasta ári og verða því sumir flokkar ansi svipaðir,“ skrifar leikstjórinn Samúel Bjarki Pétursson. Dóra tekur undir með Davíð.Vísir/Vilhelm „Styð þetta heilshugar. Þetta snýst um faglegt réttlæti, sýnileika og trúverðugleika verðlaunanna,“ skrifar Dóra Jóhannsdóttir, leikkona, leikstjóri og handritshöfundur. „Mig langar í þessu samhengi að beina spurningu til fulltrúa verðlaunanna, sem ég hef ítrekað sent formlega án þess að fá svar, varðandi hvort og hvenær verðlaun Íslensku sjónvarpsverðlaunanna eru skráð á IMDb og aðra alþjóðlega gagnagrunna. Slík skráning skiptir miklu máli fyrir fagfólk, sérstaklega í alþjóðlegu samhengi, og er hluti af því að viðurkenningin hafi raunverulegt gildi fyrir starfsferil fólks í bransa sem byggir að miklu leyti á alþjóðlegu tengslaneti,“ skrifar hún jafnframt. Ragnar Bragason telur fleiri verk auka á gæði Eddunnar.Getty Leikstjórinn Ragnar Bragason bendir á að gjaldgengi aukins fjölda skapandi verka á Eddunni hafi á sínum tíma aukið standardinn í hverjum flokki. „Fyrir ekkert svo löngu síðan voru öll skapandi verk - sama af hvaða lengd þau voru og á hvaða miðlum þau voru sýnd - gjaldgeng til fagverðlaunaflokka Eddunnar. Það hækkaði bara gæðastandardinn á hverjum flokki (lítil þjóð framleiðir ekki það mörg verk á ári) og gerði þetta skemmtilegra,“ skrifar Ragnar.
Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslensku sjónvarpsverðlaunin Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira