Heima er best 27. október 2004 00:01 "Við erum með mjög breitt úrval bæði í húsgögnum og borðbúnaði og leggjum áherslu á notalega stemningu á heimilinu," segir Áslaug Jónsdóttir, en hún á verslanirnar Líf og List í Smáralind og Líf og List - húsgögn í Ármúla 44, ásamt eiginmanni sínum Oddi Gunnarssyni. Þau hjónin ráku Húsgagnahöllina í tuttugu ár og hafa því lifað og hrærst í þessum bransa síðan árið 1980 og eru með puttann á púlsinum bæði í húsgagna- og heimilisvörutískunni. "Fólk á Íslandi er vissulega meðvitaðra um tísku í húsgögnum og heimilisvörum en áður. Áður fyrr hafði fólk stofuna sína fína fyrir gestina en vanrækti aðra hluti heimilisins. Nú vill fólk hafa fínt hjá sér í hverju herbergi. Við erum orðin miklu heimakærari en áður og finnst gaman að hafa fínt heima hjá okkur," segja Áslaug og Oddur. Oddur og Áslaug opnuðu verslunina Líf og List í Smáralind í nóvember árið 2002 og í maí árið eftir keyptu þau HP húsgögn í Ármúla 44. Nú í ágúst breyttu þau nafni HP húsgagna í Líf og List - húsgögn. Í versluninni í Smáralind fæst borðbúnaður í miklu úrvali. Einnig leggur verslunin ríka áherslu á gjafavöru. Í Líf og List - húsgögn eru húsgögn af öllu tagi og einnig dýnur. Það sérstaka við húsgögnin í versluninni er að hægt er að innrétta heilu herbergin í sama stíl. Vinsælustu vörurnar í Líf og List: Vörur tengdar léttvínsmenningu. Glös, karöflur og stútar svo eitthvað sé nefnt. Fólk spáir mikið í vínglös og er þetta sama þróun og átti sér stað í Evrópu fyrir nokkrum árum. Kaffi og allt sem því við kemur. Fjöldi fólks hefur kaffidrykkju sem áhugamál. Könnur, bollar og allt mögulegt tengt kaffidrykkju. Alls konar leir og postulín. Verslunin er með 48 mismunandi tegundir af matarstellum. Franspostulínið er mjög vinsælt sem og ítalski leirinn. Til dæmis er hægt að fá diska í hvaða formum sem er; hringlaga, kassalaga eða sporöskjulaga. Vinsælustu vörurnar í Líf og List - húsgögn: Stressless-hægindastólar. Þeir eru með hreyfanlegan höfuðpúða og snúningsfæti. Hér er á ferð ný hugsun í hægindastólum. Meirihlutann af tímanum sem fólk eyðir heima hjá sér þá er það sitjandi. Stressless-hægindastólarnir koma í mismunandi stærðum og passa því hverjum og einum. Hægt er að fá heilt sófasett í stíl við stólana. Passion-dýnur. Dýnurnar eru klæðskerasniðnar að hverjum og einum. Hægt er að velja stærð, lit, efni í yfirdýnu, lit í yfirdýnu, gorma, fætur, hjól og nudd svo eitthvað sé nefnt. Dýnurnar eru lyftidýnur. Ljós eik. Hægt er að fá næstum því allt í sama stílnum; hillur, borð, stóla og sjónvarpshillu. Eikin er ekki mjög dýr en dugar heillengi.Í Líf og List er gríðarlegt úrval af stellum í ýmsum litum og gerðum.Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
"Við erum með mjög breitt úrval bæði í húsgögnum og borðbúnaði og leggjum áherslu á notalega stemningu á heimilinu," segir Áslaug Jónsdóttir, en hún á verslanirnar Líf og List í Smáralind og Líf og List - húsgögn í Ármúla 44, ásamt eiginmanni sínum Oddi Gunnarssyni. Þau hjónin ráku Húsgagnahöllina í tuttugu ár og hafa því lifað og hrærst í þessum bransa síðan árið 1980 og eru með puttann á púlsinum bæði í húsgagna- og heimilisvörutískunni. "Fólk á Íslandi er vissulega meðvitaðra um tísku í húsgögnum og heimilisvörum en áður. Áður fyrr hafði fólk stofuna sína fína fyrir gestina en vanrækti aðra hluti heimilisins. Nú vill fólk hafa fínt hjá sér í hverju herbergi. Við erum orðin miklu heimakærari en áður og finnst gaman að hafa fínt heima hjá okkur," segja Áslaug og Oddur. Oddur og Áslaug opnuðu verslunina Líf og List í Smáralind í nóvember árið 2002 og í maí árið eftir keyptu þau HP húsgögn í Ármúla 44. Nú í ágúst breyttu þau nafni HP húsgagna í Líf og List - húsgögn. Í versluninni í Smáralind fæst borðbúnaður í miklu úrvali. Einnig leggur verslunin ríka áherslu á gjafavöru. Í Líf og List - húsgögn eru húsgögn af öllu tagi og einnig dýnur. Það sérstaka við húsgögnin í versluninni er að hægt er að innrétta heilu herbergin í sama stíl. Vinsælustu vörurnar í Líf og List: Vörur tengdar léttvínsmenningu. Glös, karöflur og stútar svo eitthvað sé nefnt. Fólk spáir mikið í vínglös og er þetta sama þróun og átti sér stað í Evrópu fyrir nokkrum árum. Kaffi og allt sem því við kemur. Fjöldi fólks hefur kaffidrykkju sem áhugamál. Könnur, bollar og allt mögulegt tengt kaffidrykkju. Alls konar leir og postulín. Verslunin er með 48 mismunandi tegundir af matarstellum. Franspostulínið er mjög vinsælt sem og ítalski leirinn. Til dæmis er hægt að fá diska í hvaða formum sem er; hringlaga, kassalaga eða sporöskjulaga. Vinsælustu vörurnar í Líf og List - húsgögn: Stressless-hægindastólar. Þeir eru með hreyfanlegan höfuðpúða og snúningsfæti. Hér er á ferð ný hugsun í hægindastólum. Meirihlutann af tímanum sem fólk eyðir heima hjá sér þá er það sitjandi. Stressless-hægindastólarnir koma í mismunandi stærðum og passa því hverjum og einum. Hægt er að fá heilt sófasett í stíl við stólana. Passion-dýnur. Dýnurnar eru klæðskerasniðnar að hverjum og einum. Hægt er að velja stærð, lit, efni í yfirdýnu, lit í yfirdýnu, gorma, fætur, hjól og nudd svo eitthvað sé nefnt. Dýnurnar eru lyftidýnur. Ljós eik. Hægt er að fá næstum því allt í sama stílnum; hillur, borð, stóla og sjónvarpshillu. Eikin er ekki mjög dýr en dugar heillengi.Í Líf og List er gríðarlegt úrval af stellum í ýmsum litum og gerðum.Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira