Tvísýnt með Þórólf 1. nóvember 2004 00:01 Tvísýnt er um pólitískt líf Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hundrað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Þórólfur hefur sagt í fjölmiðlum að hann hafi ekki haft vitneskju um náið samstarf forstjóra olíufélaganna. Margt í skýrslunni virðist þó benda til annars. Meðal annars segir frá minnisblaði hans til forstjóra Essó þar sem hann lýsir fundi sínum með forstjóra Olís þann 8. september 1994 þar sem margvísleg málefni voru rædd. Í minnisblaðinu segir Þórólfur að forstjóri Olís hafi verið sammála honum þegar hann nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi yfir því að láta ekki egna sér saman í verðstríð í útboðum. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á Reykjavíkurlistanum, sagði í gær að fréttir um afskipti Þórólfs af verðsamráðinu breyti engu um þá skoðun hans að Þórólfur eigi að vera pólitískur leiðtogi Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á Reykjavíkurlistanum, hefur nýlega sagt að flokkarnir þrír sem standa að listanum ættu að sammælast um Þórólf sem fyrsta kost í sameiginlegu framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segist enn standa við orð sín nú eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar er komin út. Þegar verðsamráð olíufélaganna komst í hámæli fyrir rúmu ári var haldinn fundur með formönnum Framsóknarfélaganna í Reykjavík, formanni Samfylkingarfélags Reykjavíkur og formanns Vinstri grænna í Reykjavík þar sem pólitísk framtíð Þórólfs var rædd. Þá vildi fulltrúi Vinstri grænna setja Þórólf samstundis af. Hins vegar var tekin ákvörðun um að bíða þar til endanleg skýrsla Samkeppnisstofnunar lægi fyrir. Nú þegar skýrslan liggur fyrir er búist við öðrum slíkum fundi nú á næstunni. Auk þess koma fulltrúar Vinstri grænna saman til fundar á næstu dögum. Greina má mikla undiröldu í þeirra röðum vegna málsins og telja margir viðmælendur blaðsins útilokað að Þórólfur verði nokkurn tímann í framboði fyrir Reykjavíkurlistann. Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira
Tvísýnt er um pólitískt líf Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hundrað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Þórólfur hefur sagt í fjölmiðlum að hann hafi ekki haft vitneskju um náið samstarf forstjóra olíufélaganna. Margt í skýrslunni virðist þó benda til annars. Meðal annars segir frá minnisblaði hans til forstjóra Essó þar sem hann lýsir fundi sínum með forstjóra Olís þann 8. september 1994 þar sem margvísleg málefni voru rædd. Í minnisblaðinu segir Þórólfur að forstjóri Olís hafi verið sammála honum þegar hann nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi yfir því að láta ekki egna sér saman í verðstríð í útboðum. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á Reykjavíkurlistanum, sagði í gær að fréttir um afskipti Þórólfs af verðsamráðinu breyti engu um þá skoðun hans að Þórólfur eigi að vera pólitískur leiðtogi Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á Reykjavíkurlistanum, hefur nýlega sagt að flokkarnir þrír sem standa að listanum ættu að sammælast um Þórólf sem fyrsta kost í sameiginlegu framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segist enn standa við orð sín nú eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar er komin út. Þegar verðsamráð olíufélaganna komst í hámæli fyrir rúmu ári var haldinn fundur með formönnum Framsóknarfélaganna í Reykjavík, formanni Samfylkingarfélags Reykjavíkur og formanns Vinstri grænna í Reykjavík þar sem pólitísk framtíð Þórólfs var rædd. Þá vildi fulltrúi Vinstri grænna setja Þórólf samstundis af. Hins vegar var tekin ákvörðun um að bíða þar til endanleg skýrsla Samkeppnisstofnunar lægi fyrir. Nú þegar skýrslan liggur fyrir er búist við öðrum slíkum fundi nú á næstunni. Auk þess koma fulltrúar Vinstri grænna saman til fundar á næstu dögum. Greina má mikla undiröldu í þeirra röðum vegna málsins og telja margir viðmælendur blaðsins útilokað að Þórólfur verði nokkurn tímann í framboði fyrir Reykjavíkurlistann.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira