Framtíð Þórólfs ræðst í kvöld 3. nóvember 2004 00:01 Samstarf flokkanna sem standa að R-listanum er í uppnámi eftir að Vinstri - grænir lýstu því yfir að þeir bæru ekki fullt traust til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Búist er við að framtíð Þórólfs í borginni ráðist á fundi borgarfulltrúa R-listans í kvöld. Í gær lýsti Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, yfir eindregnum stuðningi flokksins við borgarstjóra. Að kvöldi þess dags lýstu forystumenn Vinstri grænna í Reykjavík, sem standa ásamt Framsóknarflokki og Samfylkingu að samstarfinu, því yfir að þeir bæru ekki traust til Þórólfs vegna þess sem fram kemur í skýrslu Samkeppnistofnunar um samráð olíufélaganna. Meirihlutinn í borgarstjórn fundaði með borgarstjóra í morgun og biðu fréttamenn sjónvarpsmiðlanna eftir þeim. Þeir vildu hins vegar lítið segja. Það eina sem Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði var: „Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar,“ þegar fréttamenn spurðu um fregnir af fundinum. Björk bætti því svo við, eftir að fjölmiðlamenn höfðu fylgt fast á hæla hennar, að lausn væri ekki að finna í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að ekkert nýtt væri í málinu. Menn eigi eftir að fara betur yfir málið og leggjast yfir skýrslu Samkeppnisstofnunar. Spurður hvort hann væri ekki búinn að lesa hana sagðist hann vera búinn að því að stórum hluta. Hann vildi ekki tjá sig um hvað honum fyndist um þátt borgarstjóra. Nú klukkan sex hófu flokksmenn úr þeim þremur flokkum sem standa að R-listanum fund hver í sínu lagi en klukkan átta hittist meirihlutinn. Talað hefur verið um að á þeim fundi ráðist framhald samstarfsins og staða Þórólfs. Hann segi sjálfur af sér embætti, verði þvingaður til þess eða samstarfið slitni. Vandamálið sé hins vegar að koma sér saman um hver eigi að taka við af honum og það geti reynst erfitt. Þá tala margir úr þessum hópi um að Þórólfur hafi staðið sig vel, aðrir eigi meiri sök í olíuhneykslinu og ekki hægt að láta Sjálfstæðismenn græða á því með klofningi meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Samstarf flokkanna sem standa að R-listanum er í uppnámi eftir að Vinstri - grænir lýstu því yfir að þeir bæru ekki fullt traust til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Búist er við að framtíð Þórólfs í borginni ráðist á fundi borgarfulltrúa R-listans í kvöld. Í gær lýsti Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, yfir eindregnum stuðningi flokksins við borgarstjóra. Að kvöldi þess dags lýstu forystumenn Vinstri grænna í Reykjavík, sem standa ásamt Framsóknarflokki og Samfylkingu að samstarfinu, því yfir að þeir bæru ekki traust til Þórólfs vegna þess sem fram kemur í skýrslu Samkeppnistofnunar um samráð olíufélaganna. Meirihlutinn í borgarstjórn fundaði með borgarstjóra í morgun og biðu fréttamenn sjónvarpsmiðlanna eftir þeim. Þeir vildu hins vegar lítið segja. Það eina sem Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði var: „Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar,“ þegar fréttamenn spurðu um fregnir af fundinum. Björk bætti því svo við, eftir að fjölmiðlamenn höfðu fylgt fast á hæla hennar, að lausn væri ekki að finna í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að ekkert nýtt væri í málinu. Menn eigi eftir að fara betur yfir málið og leggjast yfir skýrslu Samkeppnisstofnunar. Spurður hvort hann væri ekki búinn að lesa hana sagðist hann vera búinn að því að stórum hluta. Hann vildi ekki tjá sig um hvað honum fyndist um þátt borgarstjóra. Nú klukkan sex hófu flokksmenn úr þeim þremur flokkum sem standa að R-listanum fund hver í sínu lagi en klukkan átta hittist meirihlutinn. Talað hefur verið um að á þeim fundi ráðist framhald samstarfsins og staða Þórólfs. Hann segi sjálfur af sér embætti, verði þvingaður til þess eða samstarfið slitni. Vandamálið sé hins vegar að koma sér saman um hver eigi að taka við af honum og það geti reynst erfitt. Þá tala margir úr þessum hópi um að Þórólfur hafi staðið sig vel, aðrir eigi meiri sök í olíuhneykslinu og ekki hægt að láta Sjálfstæðismenn græða á því með klofningi meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira