Essó sker á öll tengsl 8. nóvember 2004 00:01 Stjórn Olíufélagsins Essó hefur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin, hætta strax í dag samstarfi um samreknar bensínstöðvar og starfsmenn félagsins munu í dag segja sig úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja jafnframt. Þetta er samkvæmt nýjum verklagsreglum félagsins sem kynntar voru í morgun og taka þegar gildi. Fulltrúar Essó í stjórn Olíudreifingar, sem er í sameign Essó og Olís, munu segja sig úr stjórn félagsins. Hætt verður samvinnu við önnur olíufélög við innkaup á eldsneyti svo fljótt sem auðið er. Essó ætlar að selja hlut sinn í Gasfélaginu, sem það á með Skeljungi og Olís, og beinir því til annarra hluthafa að það verði selt sem allra fyrst. Þangað til mun fulltrúi Essó í stjórninni segja af sér og utanaðkomandi aðili taka sæti hans. Þá ætlar félagið að sinna í einu og öllu þeirri upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í úrskurði Samkeppnisráðs og undirrita þær yfirlýsingar um upplýsingamiðlun sem um er beðið. Framvegis verður stjórnendum og starfsmönnum Essó óheimilt að eiga samskipti við stjórnendur og starfsmenn annarra olíufélaga nema með formlegum hætti og undirrituðum af forstjóra félagsins. Loks er stefnt að örari verðbreytingum en áður og verða þær að minnsta kosti vikulega. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, sagði í viðtali við fréttastofuna að væntanlega skapaði það betri verðmyndun. Hann sagði að síðastliðin þrjú ári hafi orðið eigendaskipti og starfað hafi verið samkvæmt nýjum leikreglum en þar sem ekki virtist, þrátt fyrir það, ríkja trúnaður á milli almennings og félagsins hafi stjórnendur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin. Sjálfur mun Hjörleifur meðal annars segja sig úr stjórn Olíudreifingar í dag þar sem hann hefur verið stjórnarformaður. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Stjórn Olíufélagsins Essó hefur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin, hætta strax í dag samstarfi um samreknar bensínstöðvar og starfsmenn félagsins munu í dag segja sig úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja jafnframt. Þetta er samkvæmt nýjum verklagsreglum félagsins sem kynntar voru í morgun og taka þegar gildi. Fulltrúar Essó í stjórn Olíudreifingar, sem er í sameign Essó og Olís, munu segja sig úr stjórn félagsins. Hætt verður samvinnu við önnur olíufélög við innkaup á eldsneyti svo fljótt sem auðið er. Essó ætlar að selja hlut sinn í Gasfélaginu, sem það á með Skeljungi og Olís, og beinir því til annarra hluthafa að það verði selt sem allra fyrst. Þangað til mun fulltrúi Essó í stjórninni segja af sér og utanaðkomandi aðili taka sæti hans. Þá ætlar félagið að sinna í einu og öllu þeirri upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í úrskurði Samkeppnisráðs og undirrita þær yfirlýsingar um upplýsingamiðlun sem um er beðið. Framvegis verður stjórnendum og starfsmönnum Essó óheimilt að eiga samskipti við stjórnendur og starfsmenn annarra olíufélaga nema með formlegum hætti og undirrituðum af forstjóra félagsins. Loks er stefnt að örari verðbreytingum en áður og verða þær að minnsta kosti vikulega. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, sagði í viðtali við fréttastofuna að væntanlega skapaði það betri verðmyndun. Hann sagði að síðastliðin þrjú ári hafi orðið eigendaskipti og starfað hafi verið samkvæmt nýjum leikreglum en þar sem ekki virtist, þrátt fyrir það, ríkja trúnaður á milli almennings og félagsins hafi stjórnendur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin. Sjálfur mun Hjörleifur meðal annars segja sig úr stjórn Olíudreifingar í dag þar sem hann hefur verið stjórnarformaður.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira