Samstarf olíufélaganna leyfilegt 11. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði í samtali við Stöð 2 að samstarf verði áfram á milli olíufélaganna á dreifingarhliðinni en athugasemdir Samkeppnisstofnunar hafi beinst að samstarfi á markaðshliðinni. Guðmundur Sigurðsson, forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Stöð 2 í dag að það væri ekki sjálfgefið að samstarf hvað dreifingu varðar væri bannað. Hægt væri að sækja um slíkt og það heimilað ef sýnt væri fram á að samstarfið skaðaði ekki samkeppni og að almenningur nyti góðs af slíku samstarfi. Guðmundur segir að Samkeppnisstofnun sé ekki farin að athuga rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli sem stóru olíufélögin reki á vellinum. Það félag var stofnað fyrir tveimur mánuðum en sækja þarf um leyfi fyrir því innan sex mánaða frá stofnun. Hann sagði að forstjóri EAK hefði haft samband við stofnunina og að erindi yrði sent inn eftir áramót. Sem kunnugt er hefur Olíufélagið ákveðið að taka sinn mann úr stjórn Olíudreifingar og fleira eftir að niðurstaða Samkeppnisstofnunar lá fyrir. Guðmundur segir það vissulega skref í rétta átt en ekki hafi verið lagt mat á hvort nógu langt sé gengið. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hefur lýst því yfir að það veki athygli sína að Samkeppnisstofnun leggi blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Olíudreifingar, sem er í eigu Olís og Esso. Hann geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þegar Esso lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppnisstofnun við rannsókn málsins, hafi það boð verið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kristinn telur að meðal þeirra skilyrða hafi verið að Olíudreifing fengi að starfa áfram. Guðmundur sér ekki ástæðu til að svara þessu. Minna má á í þessu sambandi að bæði Essó og Olís fengu afslátt á sektargreiðslum fyrir sinn þátt í að upplýsa málið. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði í samtali við Stöð 2 að samstarf verði áfram á milli olíufélaganna á dreifingarhliðinni en athugasemdir Samkeppnisstofnunar hafi beinst að samstarfi á markaðshliðinni. Guðmundur Sigurðsson, forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Stöð 2 í dag að það væri ekki sjálfgefið að samstarf hvað dreifingu varðar væri bannað. Hægt væri að sækja um slíkt og það heimilað ef sýnt væri fram á að samstarfið skaðaði ekki samkeppni og að almenningur nyti góðs af slíku samstarfi. Guðmundur segir að Samkeppnisstofnun sé ekki farin að athuga rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli sem stóru olíufélögin reki á vellinum. Það félag var stofnað fyrir tveimur mánuðum en sækja þarf um leyfi fyrir því innan sex mánaða frá stofnun. Hann sagði að forstjóri EAK hefði haft samband við stofnunina og að erindi yrði sent inn eftir áramót. Sem kunnugt er hefur Olíufélagið ákveðið að taka sinn mann úr stjórn Olíudreifingar og fleira eftir að niðurstaða Samkeppnisstofnunar lá fyrir. Guðmundur segir það vissulega skref í rétta átt en ekki hafi verið lagt mat á hvort nógu langt sé gengið. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hefur lýst því yfir að það veki athygli sína að Samkeppnisstofnun leggi blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Olíudreifingar, sem er í eigu Olís og Esso. Hann geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þegar Esso lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppnisstofnun við rannsókn málsins, hafi það boð verið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kristinn telur að meðal þeirra skilyrða hafi verið að Olíudreifing fengi að starfa áfram. Guðmundur sér ekki ástæðu til að svara þessu. Minna má á í þessu sambandi að bæði Essó og Olís fengu afslátt á sektargreiðslum fyrir sinn þátt í að upplýsa málið.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira