Varaformaður veldur írafári 18. nóvember 2004 00:01 Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það. Dró þingmaðurinn upp dökka mynd af horfum í efnahagsmálum. Allar stéttir myndu nú krefjast sömu hækkunar og kennarar, til dæmis væru samningar nærri allra opinberra starfsmanna lausir. Óttaðist Einar Oddur verðbólguskriðu sem myndi leggja heimilin í ösku og hinir fátækustu yrðu verst úti. Manaði Einar Oddur þingmenn til að nefna þá stétt sem ekki myndi sigla í kjölfar kennara: "Opinberir starfsmenn mega ekki fá krónu umfram ASÍ." Skírskotaði hann sérstaklega til þess að útlit væri fyrir að lífeyrir starfsfólks á almennum vinnumarkaði yrði senn skertur á sama tíma og opinberir starfsmenn hefðu allt sitt á þurru. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, svaraði Einari Oddi og sagði að ef skriða hefði komist af stað hefði það verið Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem hefði ýtt henni með samningum við lækna, hjúkrunarfræðinga og kennara: "Íslenska þjóðin getur unnt kennurum að fá á nokkrum árum 5% umfram aðra. Samningar kennara ógnar ekki stöðugleikanum. Það gerir hins vegar fjárlagafrumvarpið." Benti Helgi á að kostnaðarauki utanríkisráðuneytisins væri einn milljarður á einu ári á sama tíma og kostnaðarauki vegna samninganna væri 700 milljónir. Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Einars Odds, fékk svo upplýst hjá varaformanni fjárlaganefndar að lífeyrisskuldbindingar ríkisins vegna samninganna væru 10 milljarðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði að sér blöskraði málflutningur Einars Odds: "Það nær ekki nokkurri átt að draga grunnskólakennara eina til ábyrgðar fyrir vanda í efnahagsmálum." Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það. Dró þingmaðurinn upp dökka mynd af horfum í efnahagsmálum. Allar stéttir myndu nú krefjast sömu hækkunar og kennarar, til dæmis væru samningar nærri allra opinberra starfsmanna lausir. Óttaðist Einar Oddur verðbólguskriðu sem myndi leggja heimilin í ösku og hinir fátækustu yrðu verst úti. Manaði Einar Oddur þingmenn til að nefna þá stétt sem ekki myndi sigla í kjölfar kennara: "Opinberir starfsmenn mega ekki fá krónu umfram ASÍ." Skírskotaði hann sérstaklega til þess að útlit væri fyrir að lífeyrir starfsfólks á almennum vinnumarkaði yrði senn skertur á sama tíma og opinberir starfsmenn hefðu allt sitt á þurru. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, svaraði Einari Oddi og sagði að ef skriða hefði komist af stað hefði það verið Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem hefði ýtt henni með samningum við lækna, hjúkrunarfræðinga og kennara: "Íslenska þjóðin getur unnt kennurum að fá á nokkrum árum 5% umfram aðra. Samningar kennara ógnar ekki stöðugleikanum. Það gerir hins vegar fjárlagafrumvarpið." Benti Helgi á að kostnaðarauki utanríkisráðuneytisins væri einn milljarður á einu ári á sama tíma og kostnaðarauki vegna samninganna væri 700 milljónir. Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Einars Odds, fékk svo upplýst hjá varaformanni fjárlaganefndar að lífeyrisskuldbindingar ríkisins vegna samninganna væru 10 milljarðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði að sér blöskraði málflutningur Einars Odds: "Það nær ekki nokkurri átt að draga grunnskólakennara eina til ábyrgðar fyrir vanda í efnahagsmálum."
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira