Kennarar greiða samninginn sjálfir 18. nóvember 2004 00:01 Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning. Hilmar gagnrýnir umtal um rúmlega tveggja tuga launahækkanir kennara. Þeir greiði að hluta hækkunina sjálfir. Samkvæmt útreikningum heimildarmanns Fréttablaðsins hækka grunnlaun meðalkennara sem ekki nýtur sérstakra ívilnana um 20 prósent á samningstímanum. Kjósi meðalkennarinn óbreyttan vinnutíma fær hann tvo tíma í yfirvinnu og launin hækka um tæp 28 prósent. Reiknað er út frá að kennarinn fái meðaltal úr launapotti sem skólastjórar úthluta. Hilmar segir stærsta hluta 9,27 prósenta launahækkunarinnar sem taka eigi gildi 1. ágúst 2005, eða 7,5 prósent, þegar hluta af launum kennara. Hækkunin verði því einungis 1,77 prósent að meðaltali. Skýrist það af því að launin verði hækkuð um þrjá launaflokka sem skólastjórar höfðu til umráða. Misjafnt sé hve marga flokka kennararnir höfðu en að meðaltali hafi kennarar haft tvo og hálfan flokk. Umskiptin séu því ekki mikil. Hilmar segir launaflokka kennara hafa verið frá einum og allt að sjö flokkum. Þeir sem mest hafi geti lækkað í launum: "Það er þó bót í máli að skólastjórar hafa einn flokk á hvert stöðugildi til að deila út til kennara." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að með því að tryggja kennurum þrjá launaflokka í föstum launum séu hagsmunir meirihluta kennara tryggðir. Samningarnir tryggi því fólki flokkana til framtíðar. Skólastjórar geti með nýjum samningi veitt 20 prósentum kennara fjóra launaflokka. Þeir stjórni því hvort launin lækki eður ei. Eftir því sem blaðið kemst næst eru 85 prósent kennara með þrjá flokka eða minna. Enginn kennari í Reykjavík hafi haft sjö flokka. Einungis á þriðja tug þeirra hafi verið með fimm eða fleiri flokka og um 180 fjóra. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning. Hilmar gagnrýnir umtal um rúmlega tveggja tuga launahækkanir kennara. Þeir greiði að hluta hækkunina sjálfir. Samkvæmt útreikningum heimildarmanns Fréttablaðsins hækka grunnlaun meðalkennara sem ekki nýtur sérstakra ívilnana um 20 prósent á samningstímanum. Kjósi meðalkennarinn óbreyttan vinnutíma fær hann tvo tíma í yfirvinnu og launin hækka um tæp 28 prósent. Reiknað er út frá að kennarinn fái meðaltal úr launapotti sem skólastjórar úthluta. Hilmar segir stærsta hluta 9,27 prósenta launahækkunarinnar sem taka eigi gildi 1. ágúst 2005, eða 7,5 prósent, þegar hluta af launum kennara. Hækkunin verði því einungis 1,77 prósent að meðaltali. Skýrist það af því að launin verði hækkuð um þrjá launaflokka sem skólastjórar höfðu til umráða. Misjafnt sé hve marga flokka kennararnir höfðu en að meðaltali hafi kennarar haft tvo og hálfan flokk. Umskiptin séu því ekki mikil. Hilmar segir launaflokka kennara hafa verið frá einum og allt að sjö flokkum. Þeir sem mest hafi geti lækkað í launum: "Það er þó bót í máli að skólastjórar hafa einn flokk á hvert stöðugildi til að deila út til kennara." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að með því að tryggja kennurum þrjá launaflokka í föstum launum séu hagsmunir meirihluta kennara tryggðir. Samningarnir tryggi því fólki flokkana til framtíðar. Skólastjórar geti með nýjum samningi veitt 20 prósentum kennara fjóra launaflokka. Þeir stjórni því hvort launin lækki eður ei. Eftir því sem blaðið kemst næst eru 85 prósent kennara með þrjá flokka eða minna. Enginn kennari í Reykjavík hafi haft sjö flokka. Einungis á þriðja tug þeirra hafi verið með fimm eða fleiri flokka og um 180 fjóra.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira