Selja aðgang að sjúkrasögum 2. desember 2004 00:01 Líftæknifyrirtækin Urður, Verðandi, Skuld (UVS) og ACLARA BioSciences tilkynntu um samstarf í gær um rannsóknir á erfðaefni í krabbameinsæxlum. Ekki fékkst gefið upp hvað ACLARA mun borga UVS fyrir að nota blóð- og æxlissýni auk þess sem ACLARA mun fá aðgang að sjúkrasögu þeirra íslensku krabbameinssjúklinga sem tekið hafa þátt í íslenska krabbameinsverkefninu sem UVS hefur staðið fyrir. ACLARA mun einnig deila með UVS niðurstöðum rannsóknarinnar, sem mun bætast við gagnagrunn þeirra. Þórunn Rafnar, hjá UVS, segir að þetta sé afmarkað verkefni en möguleiki verði á framhaldi. Rannsakað verður af hverju sumir krabbameinssjúklingar bregðast við lyfjum og sumir ekki. Sérstaklega er það þekkt meðal þeirra sem hafa brjósta- eða lungnakrabbamein að sjúklingar bregðist við sumum lyfjum en ekki öðrum. Þórunn segir það mikilvægt að geta valið rétt lyf, svo ekki sé verið að gefa lyf að óþörfu. Þórunn segir að ACLARA hafi ákveðið að hefja samstarf við UVS vegna þess sýnasafns og gagnagrunns sem þau eiga. UVS hafi tekið þátt í viðamiklum krabbameinsrannsóknum og eigi því nauðsynlegan en sjaldgjæfan efnivið sem er nauðsynlegur fyrir slíkar rannsóknir. "Það er sjaldgæft að til eru áreiðanlegar klínískar upplýsingar," segir Þórunn. "Það er erfitt hjá stærri þjóðum að halda utan um þær, því það er mikil hreyfing á fólki og það týnist úr meðferðum. Hér er afmarkaður hópur af læknum sem meðhöndla krabbameinssjúka og því er hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og athuga hvort krabbamein komi upp aftur." Líftæknifyrirtækið ACLARA starfar í Kaliforníu og sérhæfir sig í því að einstaklingsbundin lyf verði að raunveruleika. Til þess notar fyrirtækið eTag™, tækni sem mælir stöðug prótein í lífvefjum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Sjá meira
Líftæknifyrirtækin Urður, Verðandi, Skuld (UVS) og ACLARA BioSciences tilkynntu um samstarf í gær um rannsóknir á erfðaefni í krabbameinsæxlum. Ekki fékkst gefið upp hvað ACLARA mun borga UVS fyrir að nota blóð- og æxlissýni auk þess sem ACLARA mun fá aðgang að sjúkrasögu þeirra íslensku krabbameinssjúklinga sem tekið hafa þátt í íslenska krabbameinsverkefninu sem UVS hefur staðið fyrir. ACLARA mun einnig deila með UVS niðurstöðum rannsóknarinnar, sem mun bætast við gagnagrunn þeirra. Þórunn Rafnar, hjá UVS, segir að þetta sé afmarkað verkefni en möguleiki verði á framhaldi. Rannsakað verður af hverju sumir krabbameinssjúklingar bregðast við lyfjum og sumir ekki. Sérstaklega er það þekkt meðal þeirra sem hafa brjósta- eða lungnakrabbamein að sjúklingar bregðist við sumum lyfjum en ekki öðrum. Þórunn segir það mikilvægt að geta valið rétt lyf, svo ekki sé verið að gefa lyf að óþörfu. Þórunn segir að ACLARA hafi ákveðið að hefja samstarf við UVS vegna þess sýnasafns og gagnagrunns sem þau eiga. UVS hafi tekið þátt í viðamiklum krabbameinsrannsóknum og eigi því nauðsynlegan en sjaldgjæfan efnivið sem er nauðsynlegur fyrir slíkar rannsóknir. "Það er sjaldgæft að til eru áreiðanlegar klínískar upplýsingar," segir Þórunn. "Það er erfitt hjá stærri þjóðum að halda utan um þær, því það er mikil hreyfing á fólki og það týnist úr meðferðum. Hér er afmarkaður hópur af læknum sem meðhöndla krabbameinssjúka og því er hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og athuga hvort krabbamein komi upp aftur." Líftæknifyrirtækið ACLARA starfar í Kaliforníu og sérhæfir sig í því að einstaklingsbundin lyf verði að raunveruleika. Til þess notar fyrirtækið eTag™, tækni sem mælir stöðug prótein í lífvefjum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Sjá meira