Neyðast til að flytja úr landi 8. desember 2004 00:01 Viðvarandi hátt gengi krónunnar getur leitt til þess að útflutningsfyrirtæki neyðist til þess að flytja starfsemi sína úr landi, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðs. Blessunarlega hafi frjálst fall dollarans minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna. Gengi krónunnar hefur risið gríðarlega undanfarnar vikur, ekki síst eftir nýlega vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir. Neytendur sjá fram á góssentíð með ódýru morgunkorni og jafnvel ódýrara bensíni. En það fagna ekki allir. Fyrir fyrirtæki í útflutningi er sterkt gengi krónunnar ávísun á magra tíma. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri útflutningsráðs, segir útflutningsgreinarnar þó hafa verið búnar við þeirri þróun sem nú á sér stað. Svona ástand hafi sést áður og það varði ekki lengi. Hann segir að menn reyni einfaldlega í svona ástandi að ná fram þeirri hagkvæmni sem þarf til að standa undir svona háu gengi. Afleiðingarnar gætu hins vegar orðið slæmar ef ekki hægist um í bráð. Sterk staða krónunnar hefur þó líka sína kosti, enda allar vörur sem kaupa þarf erlendis frá til viðhalds og framleiðslu ódýrari fyrir vikið. Jón segir að með lækkun dollarans lækki olíuverð og fleira einnig þannig að einhver jákvæð áhrif fylgi ástandinu. Hann segir útflutning ekki hafa dregist saman en svo gæti farið. Töluvert hafi verið um að fyrirtæki hafi flutt starfsemi sína út á undanförnum misserum, sér í lagi til Eystrasaltsríkjanna, og auknig gæti orðið á því ef fram heldur sem horfir. Frjálst fall dollarans hefur hins vegar blessunarlega minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna að sögn Jóns. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Viðvarandi hátt gengi krónunnar getur leitt til þess að útflutningsfyrirtæki neyðist til þess að flytja starfsemi sína úr landi, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðs. Blessunarlega hafi frjálst fall dollarans minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna. Gengi krónunnar hefur risið gríðarlega undanfarnar vikur, ekki síst eftir nýlega vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir. Neytendur sjá fram á góssentíð með ódýru morgunkorni og jafnvel ódýrara bensíni. En það fagna ekki allir. Fyrir fyrirtæki í útflutningi er sterkt gengi krónunnar ávísun á magra tíma. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri útflutningsráðs, segir útflutningsgreinarnar þó hafa verið búnar við þeirri þróun sem nú á sér stað. Svona ástand hafi sést áður og það varði ekki lengi. Hann segir að menn reyni einfaldlega í svona ástandi að ná fram þeirri hagkvæmni sem þarf til að standa undir svona háu gengi. Afleiðingarnar gætu hins vegar orðið slæmar ef ekki hægist um í bráð. Sterk staða krónunnar hefur þó líka sína kosti, enda allar vörur sem kaupa þarf erlendis frá til viðhalds og framleiðslu ódýrari fyrir vikið. Jón segir að með lækkun dollarans lækki olíuverð og fleira einnig þannig að einhver jákvæð áhrif fylgi ástandinu. Hann segir útflutning ekki hafa dregist saman en svo gæti farið. Töluvert hafi verið um að fyrirtæki hafi flutt starfsemi sína út á undanförnum misserum, sér í lagi til Eystrasaltsríkjanna, og auknig gæti orðið á því ef fram heldur sem horfir. Frjálst fall dollarans hefur hins vegar blessunarlega minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna að sögn Jóns.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira