Stóraukinn útflutningur lambakjöts 10. desember 2004 00:01 Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms sem hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Íslenska lambakjötið hefur verið markaðssett sem lúxusvara í Bandaríkjunum undanfarin ár. Baldvin segir að áralangt markaðsstarf sé nú að bera ávöxt. Hann segist ekki geta sagt hversu miklar tekjur fáist af sölunni í ár en tekur fram að mikil lækkun dollars undanfarin misseri hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar hafi það að nokkru leyti verið vegið upp með því að flytja kjötið með gámum í skipum í stað þess að senda það með flugvél. Við það hafi kostnaðurinn við útflutninginn minnkað. Baldvin segir samstarfið við bandarísku verslunarkeðjuna Whole Foods Markets gríðarlega mikilvægt. Verslunin reki 180 verslanir í Bandaríkjunum og stefni að því að fjölga þeim um 50 á næstu tveimur árum. Íslenska lambakjötið sé selt í 111 verslunum Whole Foods Markets og stefnt sé að því að selja það í 180 á næsta ári. Baldvin segir að verslanirnar séu dýrar en hafi mikla sérstöðu. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á að vist- og dýravernd. Verslanir þess selji til að mynda ekki kjöt af dýrum sem hafi sætt illri meðferð. Hann segir Whole Foods Markets vera á móti verksmiðjubúskap og því hafi það styrkt bændur til að hætta slíkum búskap og taka upp blandaðan búskap. Baldvin segir að þessi sjónarmið verslunarkeðjunnar henti íslenskum búskap vel. Auk þess að selja ferskt lambakjöt til verslana Whole Foods Markets segir Baldvin að kjötið hafi verið selt í auknu mæli til fimm stjörnu veitingahúsa. Til að mynda haf nýlega verið samið við nokkur slík í Washington og New York. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms sem hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Íslenska lambakjötið hefur verið markaðssett sem lúxusvara í Bandaríkjunum undanfarin ár. Baldvin segir að áralangt markaðsstarf sé nú að bera ávöxt. Hann segist ekki geta sagt hversu miklar tekjur fáist af sölunni í ár en tekur fram að mikil lækkun dollars undanfarin misseri hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar hafi það að nokkru leyti verið vegið upp með því að flytja kjötið með gámum í skipum í stað þess að senda það með flugvél. Við það hafi kostnaðurinn við útflutninginn minnkað. Baldvin segir samstarfið við bandarísku verslunarkeðjuna Whole Foods Markets gríðarlega mikilvægt. Verslunin reki 180 verslanir í Bandaríkjunum og stefni að því að fjölga þeim um 50 á næstu tveimur árum. Íslenska lambakjötið sé selt í 111 verslunum Whole Foods Markets og stefnt sé að því að selja það í 180 á næsta ári. Baldvin segir að verslanirnar séu dýrar en hafi mikla sérstöðu. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á að vist- og dýravernd. Verslanir þess selji til að mynda ekki kjöt af dýrum sem hafi sætt illri meðferð. Hann segir Whole Foods Markets vera á móti verksmiðjubúskap og því hafi það styrkt bændur til að hætta slíkum búskap og taka upp blandaðan búskap. Baldvin segir að þessi sjónarmið verslunarkeðjunnar henti íslenskum búskap vel. Auk þess að selja ferskt lambakjöt til verslana Whole Foods Markets segir Baldvin að kjötið hafi verið selt í auknu mæli til fimm stjörnu veitingahúsa. Til að mynda haf nýlega verið samið við nokkur slík í Washington og New York.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira