Útlendingar skoða meðferð sauðfjár 10. desember 2004 00:01 Allar líkur eru á því að íslenska lambakjötið fái á næsta ári sérstaka vottun frá verslunarkeðjunni Whole Foods Markets um góða meðferð sauðfjár að sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra Áforms. Baldvin segir þetta afar mikilvægt þar sem verslunarkeðjan sé með mjög kröfuharða gæðastýringu sem njóti mikillar virðingar á markaðnum. "Fyrirtækið hefur sett upp sínar eigin reglugerðir um meðferð dýra," segir Baldvin. "Til dæmis er til reglugerð um meðferð anda á andabúgörðum. Samkvæmt henni eiga endur sem fæðast með sundfit að fá að synda á líftímanum. Það er hin siðferðilega skylda mannins gagnvart öndunum. Þetta lýsir ágætlega hugsanaganginum innan fyrirtækisins." Baldvin segir að bændur frá að Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum og Íslandi hafi verið vinna með Whole Foods Markets að reglugerð um meðferð sauðfjár. "Það er von á hópi manna hingað til lands í janúar til að skoða meðferð dýra hér. Við erum að mörgu leyti að stunda búskap með gamla laginu og það er einmitt það sem þeim finnst jákvætt. Það má því segja að það sé að koma okkur vel núna að vera ekki komnir lengra á veg í verksmiðjuþróuninni en raun ber vitni. Það er meðvituð ákvörðun að koma hingað til lands á þessum árstíma því þeir vilja sjá hvernig búskapurinn er um miðjan vetur þegar aðstæður eru sem verstar. Þeir ætla að sjá hvernig íslenskir bændur stunda sjálfbæran landbúnað þrátt fyrir legu landsins. Í framhaldinu munu þeir væntanlega benda bændum sem stunda búskap við betri skilyrði annars staðar í heiminum á það hvernig þetta sé gert hér. Þeir munu án efa spyrja þá bændur hvers vegna þeir geti ekki stundað búskap á jafn skynsaman hátt og á Íslandi sem sé nálægt norður heimskautinu." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira
Allar líkur eru á því að íslenska lambakjötið fái á næsta ári sérstaka vottun frá verslunarkeðjunni Whole Foods Markets um góða meðferð sauðfjár að sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra Áforms. Baldvin segir þetta afar mikilvægt þar sem verslunarkeðjan sé með mjög kröfuharða gæðastýringu sem njóti mikillar virðingar á markaðnum. "Fyrirtækið hefur sett upp sínar eigin reglugerðir um meðferð dýra," segir Baldvin. "Til dæmis er til reglugerð um meðferð anda á andabúgörðum. Samkvæmt henni eiga endur sem fæðast með sundfit að fá að synda á líftímanum. Það er hin siðferðilega skylda mannins gagnvart öndunum. Þetta lýsir ágætlega hugsanaganginum innan fyrirtækisins." Baldvin segir að bændur frá að Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum og Íslandi hafi verið vinna með Whole Foods Markets að reglugerð um meðferð sauðfjár. "Það er von á hópi manna hingað til lands í janúar til að skoða meðferð dýra hér. Við erum að mörgu leyti að stunda búskap með gamla laginu og það er einmitt það sem þeim finnst jákvætt. Það má því segja að það sé að koma okkur vel núna að vera ekki komnir lengra á veg í verksmiðjuþróuninni en raun ber vitni. Það er meðvituð ákvörðun að koma hingað til lands á þessum árstíma því þeir vilja sjá hvernig búskapurinn er um miðjan vetur þegar aðstæður eru sem verstar. Þeir ætla að sjá hvernig íslenskir bændur stunda sjálfbæran landbúnað þrátt fyrir legu landsins. Í framhaldinu munu þeir væntanlega benda bændum sem stunda búskap við betri skilyrði annars staðar í heiminum á það hvernig þetta sé gert hér. Þeir munu án efa spyrja þá bændur hvers vegna þeir geti ekki stundað búskap á jafn skynsaman hátt og á Íslandi sem sé nálægt norður heimskautinu."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira