Samningar um fjármögnun í höfn 18. desember 2004 00:01 Samningar náðust í gærkvöldi um fjármögnun Baugs og annarra fjárfesta á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Big Food Group. Heildarfjármögnunin nemur hundrað og tólf milljörðum króna. Formlegt tilboð í keðjuna verður lagt fyrir hlutahafafund í næsta mánuði. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðsins í Big Food Group rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en löng samningalota hafði staðið yfir í Bretlandi. Kaupverð Big Food Group nemur 670 milljónum punda eða ríflega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur hins vegar rúmlega 900 milljónum punda, sem samsvarar rúmlega 112 milljörðum króna, þar sem semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. Að fjármögnuninni standa KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland. Formlegt tilboð Baugs og meðfjárfesta þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og kjósa þúsundir um tilboðið. Ef minnst 75 prósent hluthafanna, eða þrír fjórðu, samþykkja það þá ganga kaupin í gegn og eignast Íslendingar þar með eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum sem verður með 600 milljarða króna ársveltu. Til samanburðar hljóðar þjóðarframleiðsla Íslendinga upp á 880 milljarða. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir fjárfestarnir taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Baugur eignast við þetta 43% í Big Food Group, félög í eigu Tom Hunter, viðskiptafélaga Baugs, eignast 13,4% og Burðarás 11,6%. Félög í eigu Pálma Haraldssonar eignast við kaupin 8,9% í keðjunni sem er sami eignarhlutur og hjá Bank of Scotland og Kevin Stanford, stofnanda Karen Millen og hluthafa í Baugi. Að lokum eignast Kaupþing 5,4% í Big Food Group. Félaginu verður skipt upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Malcolm Walker, sem stofnaði Iceland, verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Bill Grimsey verður framkvæmdastjóri Booker. Pálmi Haraldsson verður stjórnarformaður Iceland. Að sögn talsmanns Baugs er talið að þessi kaup verði til þess að tryggja betri árangur Big Food Group í framtíðinni en rekstur félagsins hefur ekki skilað tilætluðum árangri frá því það varð til með sameiningu Booker og Iceland fyrir nokkrum árum. Samkvæmt yfirtökutilboðinu er söluverð hvers hlutar 95 pens. Vegna frétta um væntanlega yfirtöku Baugs á keðjunni endaði verð hluta Big Food Group í 92,5 pensi í lok dags í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Samningar náðust í gærkvöldi um fjármögnun Baugs og annarra fjárfesta á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Big Food Group. Heildarfjármögnunin nemur hundrað og tólf milljörðum króna. Formlegt tilboð í keðjuna verður lagt fyrir hlutahafafund í næsta mánuði. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðsins í Big Food Group rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en löng samningalota hafði staðið yfir í Bretlandi. Kaupverð Big Food Group nemur 670 milljónum punda eða ríflega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur hins vegar rúmlega 900 milljónum punda, sem samsvarar rúmlega 112 milljörðum króna, þar sem semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. Að fjármögnuninni standa KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland. Formlegt tilboð Baugs og meðfjárfesta þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og kjósa þúsundir um tilboðið. Ef minnst 75 prósent hluthafanna, eða þrír fjórðu, samþykkja það þá ganga kaupin í gegn og eignast Íslendingar þar með eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum sem verður með 600 milljarða króna ársveltu. Til samanburðar hljóðar þjóðarframleiðsla Íslendinga upp á 880 milljarða. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir fjárfestarnir taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Baugur eignast við þetta 43% í Big Food Group, félög í eigu Tom Hunter, viðskiptafélaga Baugs, eignast 13,4% og Burðarás 11,6%. Félög í eigu Pálma Haraldssonar eignast við kaupin 8,9% í keðjunni sem er sami eignarhlutur og hjá Bank of Scotland og Kevin Stanford, stofnanda Karen Millen og hluthafa í Baugi. Að lokum eignast Kaupþing 5,4% í Big Food Group. Félaginu verður skipt upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Malcolm Walker, sem stofnaði Iceland, verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Bill Grimsey verður framkvæmdastjóri Booker. Pálmi Haraldsson verður stjórnarformaður Iceland. Að sögn talsmanns Baugs er talið að þessi kaup verði til þess að tryggja betri árangur Big Food Group í framtíðinni en rekstur félagsins hefur ekki skilað tilætluðum árangri frá því það varð til með sameiningu Booker og Iceland fyrir nokkrum árum. Samkvæmt yfirtökutilboðinu er söluverð hvers hlutar 95 pens. Vegna frétta um væntanlega yfirtöku Baugs á keðjunni endaði verð hluta Big Food Group í 92,5 pensi í lok dags í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira