Samningar um fjármögnun í höfn 18. desember 2004 00:01 Samningar náðust í gærkvöldi um fjármögnun Baugs og annarra fjárfesta á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Big Food Group. Heildarfjármögnunin nemur hundrað og tólf milljörðum króna. Formlegt tilboð í keðjuna verður lagt fyrir hlutahafafund í næsta mánuði. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðsins í Big Food Group rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en löng samningalota hafði staðið yfir í Bretlandi. Kaupverð Big Food Group nemur 670 milljónum punda eða ríflega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur hins vegar rúmlega 900 milljónum punda, sem samsvarar rúmlega 112 milljörðum króna, þar sem semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. Að fjármögnuninni standa KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland. Formlegt tilboð Baugs og meðfjárfesta þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og kjósa þúsundir um tilboðið. Ef minnst 75 prósent hluthafanna, eða þrír fjórðu, samþykkja það þá ganga kaupin í gegn og eignast Íslendingar þar með eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum sem verður með 600 milljarða króna ársveltu. Til samanburðar hljóðar þjóðarframleiðsla Íslendinga upp á 880 milljarða. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir fjárfestarnir taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Baugur eignast við þetta 43% í Big Food Group, félög í eigu Tom Hunter, viðskiptafélaga Baugs, eignast 13,4% og Burðarás 11,6%. Félög í eigu Pálma Haraldssonar eignast við kaupin 8,9% í keðjunni sem er sami eignarhlutur og hjá Bank of Scotland og Kevin Stanford, stofnanda Karen Millen og hluthafa í Baugi. Að lokum eignast Kaupþing 5,4% í Big Food Group. Félaginu verður skipt upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Malcolm Walker, sem stofnaði Iceland, verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Bill Grimsey verður framkvæmdastjóri Booker. Pálmi Haraldsson verður stjórnarformaður Iceland. Að sögn talsmanns Baugs er talið að þessi kaup verði til þess að tryggja betri árangur Big Food Group í framtíðinni en rekstur félagsins hefur ekki skilað tilætluðum árangri frá því það varð til með sameiningu Booker og Iceland fyrir nokkrum árum. Samkvæmt yfirtökutilboðinu er söluverð hvers hlutar 95 pens. Vegna frétta um væntanlega yfirtöku Baugs á keðjunni endaði verð hluta Big Food Group í 92,5 pensi í lok dags í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Samningar náðust í gærkvöldi um fjármögnun Baugs og annarra fjárfesta á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Big Food Group. Heildarfjármögnunin nemur hundrað og tólf milljörðum króna. Formlegt tilboð í keðjuna verður lagt fyrir hlutahafafund í næsta mánuði. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðsins í Big Food Group rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en löng samningalota hafði staðið yfir í Bretlandi. Kaupverð Big Food Group nemur 670 milljónum punda eða ríflega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur hins vegar rúmlega 900 milljónum punda, sem samsvarar rúmlega 112 milljörðum króna, þar sem semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. Að fjármögnuninni standa KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland. Formlegt tilboð Baugs og meðfjárfesta þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og kjósa þúsundir um tilboðið. Ef minnst 75 prósent hluthafanna, eða þrír fjórðu, samþykkja það þá ganga kaupin í gegn og eignast Íslendingar þar með eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum sem verður með 600 milljarða króna ársveltu. Til samanburðar hljóðar þjóðarframleiðsla Íslendinga upp á 880 milljarða. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir fjárfestarnir taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Baugur eignast við þetta 43% í Big Food Group, félög í eigu Tom Hunter, viðskiptafélaga Baugs, eignast 13,4% og Burðarás 11,6%. Félög í eigu Pálma Haraldssonar eignast við kaupin 8,9% í keðjunni sem er sami eignarhlutur og hjá Bank of Scotland og Kevin Stanford, stofnanda Karen Millen og hluthafa í Baugi. Að lokum eignast Kaupþing 5,4% í Big Food Group. Félaginu verður skipt upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Malcolm Walker, sem stofnaði Iceland, verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Bill Grimsey verður framkvæmdastjóri Booker. Pálmi Haraldsson verður stjórnarformaður Iceland. Að sögn talsmanns Baugs er talið að þessi kaup verði til þess að tryggja betri árangur Big Food Group í framtíðinni en rekstur félagsins hefur ekki skilað tilætluðum árangri frá því það varð til með sameiningu Booker og Iceland fyrir nokkrum árum. Samkvæmt yfirtökutilboðinu er söluverð hvers hlutar 95 pens. Vegna frétta um væntanlega yfirtöku Baugs á keðjunni endaði verð hluta Big Food Group í 92,5 pensi í lok dags í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira