Sjö tonn kæst hjá Hafliða Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 20. desember 2004 06:00 Helgi og skatan. Stuðst er við áratuga gamla kæsingaraðferð í Fiskbúð Hafliða. Afi Helga stofnaði fyrirtækið og fjórði ættliðurinn er þar við störf. Vísir/GVA "Hér ilmar allt af skötu," segir Helgi Helgason í Fiskbúð Hafliða og brosir. Hann er vanur lyktinni, sem sumir kalla fýlu, enda staðið í skötuverkun um árabil. Afi hans, Hafliði Baldvinsson, stofnaði fyrirtækið árið 1927 og eru Helgi og bróðir hans þriðji ættliðurinn í rekstrinum. Og fjórði ættliðurinn hóf störf fyrir áratug. Skötuverkunin er byggð á gömlum grunni og eins og gengur er aðferðin leyndarmál. "Hún kemur vestan úr Djúpi, þaðan sem afi er," segir Helgi og er ófáanlegur til að segja meira um hvernig málum er háttað, utan hvað mikilvægt er að skatan komist aldrei í snertingu við vökvann því þá vatnsúldnar hún sem vitaskuld er ómögulegt. Þó dregst upp úr honum að kæsing standi í þrjá mánuði. Helgi og félagar í Fiskbúð Hafliða kæsa heil sjö tonn af skötu þetta árið og segir hann nokkurn stíganda í neyslunni. "Þetta fer hægt og sígandi upp á við. Unga fólkið er ekkert voðalega hrifið fyrst en það er svo merkilegt að þetta lærist eins og annað." Sjálfur borðar Helgi skötuna af bestu lyst en lætur duga að gera það einu sinni á ári. "Þetta er bara hluti af jólunum og auðvitað fylgi ég straumnum. Ég gæti hins vegar ekki borðað hana oftar út af börnunum mínum," segir hann. Kröfur nútímans banna að skötunni sé skellt í fiskborð stórmarkaðanna eins og var og því er henni pakkað í loftþéttar umbúðir svo lyktin smitist ekki í aðrar vörur. Helgi fullyrðir að gæðin tapist ekki þó þannig sé að málum staðið, allt bragð sé á sínum stað. Annars gælir hann við að geta eldað skötuna fyrir fólk og komið henni haganlega fyrir í neytendavænum umbúðum þannig að hægt sé að stinga henni beint í örbylgjuna í mínútu eða svo til að hita upp. Væri það í takt við aðra þróun í matvælaframleiðslu þar sem stefnan er að spara neytendum vinnu í eldhúsinu. Stefnir hann á að bjóða skötuna með þessum hætti eftir ár eða tvö. Unga fólkið er margt hvert nútímalegt og ber skötuna fram með hvítlauk og steinselju en sjálfur borðar Helgi hana með vestfirskum hnoðmör uppá gamla mátann. Innlent Jólamatur Menning Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
"Hér ilmar allt af skötu," segir Helgi Helgason í Fiskbúð Hafliða og brosir. Hann er vanur lyktinni, sem sumir kalla fýlu, enda staðið í skötuverkun um árabil. Afi hans, Hafliði Baldvinsson, stofnaði fyrirtækið árið 1927 og eru Helgi og bróðir hans þriðji ættliðurinn í rekstrinum. Og fjórði ættliðurinn hóf störf fyrir áratug. Skötuverkunin er byggð á gömlum grunni og eins og gengur er aðferðin leyndarmál. "Hún kemur vestan úr Djúpi, þaðan sem afi er," segir Helgi og er ófáanlegur til að segja meira um hvernig málum er háttað, utan hvað mikilvægt er að skatan komist aldrei í snertingu við vökvann því þá vatnsúldnar hún sem vitaskuld er ómögulegt. Þó dregst upp úr honum að kæsing standi í þrjá mánuði. Helgi og félagar í Fiskbúð Hafliða kæsa heil sjö tonn af skötu þetta árið og segir hann nokkurn stíganda í neyslunni. "Þetta fer hægt og sígandi upp á við. Unga fólkið er ekkert voðalega hrifið fyrst en það er svo merkilegt að þetta lærist eins og annað." Sjálfur borðar Helgi skötuna af bestu lyst en lætur duga að gera það einu sinni á ári. "Þetta er bara hluti af jólunum og auðvitað fylgi ég straumnum. Ég gæti hins vegar ekki borðað hana oftar út af börnunum mínum," segir hann. Kröfur nútímans banna að skötunni sé skellt í fiskborð stórmarkaðanna eins og var og því er henni pakkað í loftþéttar umbúðir svo lyktin smitist ekki í aðrar vörur. Helgi fullyrðir að gæðin tapist ekki þó þannig sé að málum staðið, allt bragð sé á sínum stað. Annars gælir hann við að geta eldað skötuna fyrir fólk og komið henni haganlega fyrir í neytendavænum umbúðum þannig að hægt sé að stinga henni beint í örbylgjuna í mínútu eða svo til að hita upp. Væri það í takt við aðra þróun í matvælaframleiðslu þar sem stefnan er að spara neytendum vinnu í eldhúsinu. Stefnir hann á að bjóða skötuna með þessum hætti eftir ár eða tvö. Unga fólkið er margt hvert nútímalegt og ber skötuna fram með hvítlauk og steinselju en sjálfur borðar Helgi hana með vestfirskum hnoðmör uppá gamla mátann.
Innlent Jólamatur Menning Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira