Sjö tonn kæst hjá Hafliða Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 20. desember 2004 06:00 Helgi og skatan. Stuðst er við áratuga gamla kæsingaraðferð í Fiskbúð Hafliða. Afi Helga stofnaði fyrirtækið og fjórði ættliðurinn er þar við störf. Vísir/GVA "Hér ilmar allt af skötu," segir Helgi Helgason í Fiskbúð Hafliða og brosir. Hann er vanur lyktinni, sem sumir kalla fýlu, enda staðið í skötuverkun um árabil. Afi hans, Hafliði Baldvinsson, stofnaði fyrirtækið árið 1927 og eru Helgi og bróðir hans þriðji ættliðurinn í rekstrinum. Og fjórði ættliðurinn hóf störf fyrir áratug. Skötuverkunin er byggð á gömlum grunni og eins og gengur er aðferðin leyndarmál. "Hún kemur vestan úr Djúpi, þaðan sem afi er," segir Helgi og er ófáanlegur til að segja meira um hvernig málum er háttað, utan hvað mikilvægt er að skatan komist aldrei í snertingu við vökvann því þá vatnsúldnar hún sem vitaskuld er ómögulegt. Þó dregst upp úr honum að kæsing standi í þrjá mánuði. Helgi og félagar í Fiskbúð Hafliða kæsa heil sjö tonn af skötu þetta árið og segir hann nokkurn stíganda í neyslunni. "Þetta fer hægt og sígandi upp á við. Unga fólkið er ekkert voðalega hrifið fyrst en það er svo merkilegt að þetta lærist eins og annað." Sjálfur borðar Helgi skötuna af bestu lyst en lætur duga að gera það einu sinni á ári. "Þetta er bara hluti af jólunum og auðvitað fylgi ég straumnum. Ég gæti hins vegar ekki borðað hana oftar út af börnunum mínum," segir hann. Kröfur nútímans banna að skötunni sé skellt í fiskborð stórmarkaðanna eins og var og því er henni pakkað í loftþéttar umbúðir svo lyktin smitist ekki í aðrar vörur. Helgi fullyrðir að gæðin tapist ekki þó þannig sé að málum staðið, allt bragð sé á sínum stað. Annars gælir hann við að geta eldað skötuna fyrir fólk og komið henni haganlega fyrir í neytendavænum umbúðum þannig að hægt sé að stinga henni beint í örbylgjuna í mínútu eða svo til að hita upp. Væri það í takt við aðra þróun í matvælaframleiðslu þar sem stefnan er að spara neytendum vinnu í eldhúsinu. Stefnir hann á að bjóða skötuna með þessum hætti eftir ár eða tvö. Unga fólkið er margt hvert nútímalegt og ber skötuna fram með hvítlauk og steinselju en sjálfur borðar Helgi hana með vestfirskum hnoðmör uppá gamla mátann. Innlent Jólamatur Menning Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
"Hér ilmar allt af skötu," segir Helgi Helgason í Fiskbúð Hafliða og brosir. Hann er vanur lyktinni, sem sumir kalla fýlu, enda staðið í skötuverkun um árabil. Afi hans, Hafliði Baldvinsson, stofnaði fyrirtækið árið 1927 og eru Helgi og bróðir hans þriðji ættliðurinn í rekstrinum. Og fjórði ættliðurinn hóf störf fyrir áratug. Skötuverkunin er byggð á gömlum grunni og eins og gengur er aðferðin leyndarmál. "Hún kemur vestan úr Djúpi, þaðan sem afi er," segir Helgi og er ófáanlegur til að segja meira um hvernig málum er háttað, utan hvað mikilvægt er að skatan komist aldrei í snertingu við vökvann því þá vatnsúldnar hún sem vitaskuld er ómögulegt. Þó dregst upp úr honum að kæsing standi í þrjá mánuði. Helgi og félagar í Fiskbúð Hafliða kæsa heil sjö tonn af skötu þetta árið og segir hann nokkurn stíganda í neyslunni. "Þetta fer hægt og sígandi upp á við. Unga fólkið er ekkert voðalega hrifið fyrst en það er svo merkilegt að þetta lærist eins og annað." Sjálfur borðar Helgi skötuna af bestu lyst en lætur duga að gera það einu sinni á ári. "Þetta er bara hluti af jólunum og auðvitað fylgi ég straumnum. Ég gæti hins vegar ekki borðað hana oftar út af börnunum mínum," segir hann. Kröfur nútímans banna að skötunni sé skellt í fiskborð stórmarkaðanna eins og var og því er henni pakkað í loftþéttar umbúðir svo lyktin smitist ekki í aðrar vörur. Helgi fullyrðir að gæðin tapist ekki þó þannig sé að málum staðið, allt bragð sé á sínum stað. Annars gælir hann við að geta eldað skötuna fyrir fólk og komið henni haganlega fyrir í neytendavænum umbúðum þannig að hægt sé að stinga henni beint í örbylgjuna í mínútu eða svo til að hita upp. Væri það í takt við aðra þróun í matvælaframleiðslu þar sem stefnan er að spara neytendum vinnu í eldhúsinu. Stefnir hann á að bjóða skötuna með þessum hætti eftir ár eða tvö. Unga fólkið er margt hvert nútímalegt og ber skötuna fram með hvítlauk og steinselju en sjálfur borðar Helgi hana með vestfirskum hnoðmör uppá gamla mátann.
Innlent Jólamatur Menning Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira