Annir hjá jólasveinum 23. desember 2004 00:01 Jólasveinar hafa nóg að gera á þessum árstíma, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í Japan mættu til dæmis tveir sveinar í dýragarðinn í Tókýó í gær, ekki til að dreifa gjöfum eða syngja jólalög heldur til þess að gefa ísbirni þar fisk að éta. Hann virtist vera mjög sáttur við heimsókn jólasveinanna. Í Bandaríkjunum er jólasveinninn hins vegar upptekinn af skrifræðinu. Þar í landi flýgur sveinki nefnilega á sleða og til þess að það væri leyft þurfti hann í gær að verða sér úti um flugleyfi. Samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna gekk í málið og eftirlitsmenn flugmálastofnunar skoðuðu sleðann vandlega. Hreindýrið Rúdolf slapp þó við skoðun. Í Mexíkó er ekki víst að jólasveinar þori upp á svið, miðað við hversu ófrýnilegir leikararnir sem settu fæðingu Krists á svið eru. Mexíkóskir fjölbragðaglímukappar tóku sig til og sýndu sína túlkun á atburðum aðfangadagskvölds fyrir 2004 árum síðan, með nokkuð óvenjulegum hætti. Hægt er að sjá myndir af ævintýrum jólasveinanna með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Jól Jólasveinar Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Ekki víst að Grýla og Leppalúði séu í áhættuhóp Jól Stekkjastaur er háður Instagram og Ketkrókur breytti sér í Ketó krók Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Pallíettur, pils og Peaky Blinders einkenna jólatískuna í ár Jól Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn tekur fyrir úrelta jólalagatexta Jól
Jólasveinar hafa nóg að gera á þessum árstíma, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í Japan mættu til dæmis tveir sveinar í dýragarðinn í Tókýó í gær, ekki til að dreifa gjöfum eða syngja jólalög heldur til þess að gefa ísbirni þar fisk að éta. Hann virtist vera mjög sáttur við heimsókn jólasveinanna. Í Bandaríkjunum er jólasveinninn hins vegar upptekinn af skrifræðinu. Þar í landi flýgur sveinki nefnilega á sleða og til þess að það væri leyft þurfti hann í gær að verða sér úti um flugleyfi. Samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna gekk í málið og eftirlitsmenn flugmálastofnunar skoðuðu sleðann vandlega. Hreindýrið Rúdolf slapp þó við skoðun. Í Mexíkó er ekki víst að jólasveinar þori upp á svið, miðað við hversu ófrýnilegir leikararnir sem settu fæðingu Krists á svið eru. Mexíkóskir fjölbragðaglímukappar tóku sig til og sýndu sína túlkun á atburðum aðfangadagskvölds fyrir 2004 árum síðan, með nokkuð óvenjulegum hætti. Hægt er að sjá myndir af ævintýrum jólasveinanna með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Jól Jólasveinar Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Ekki víst að Grýla og Leppalúði séu í áhættuhóp Jól Stekkjastaur er háður Instagram og Ketkrókur breytti sér í Ketó krók Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Pallíettur, pils og Peaky Blinders einkenna jólatískuna í ár Jól Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn tekur fyrir úrelta jólalagatexta Jól
Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól
Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól