Ásgeir Örn til Lemgo 29. desember 2004 00:01 Einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson, mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Lemgo í byrjun næsta árs. Hann klárar þessa leiktíð með Haukum en flytur síðan búferlum til Þýskalands næsta sumar. Ásgeir Örn hefur verið orðaður við fjölda erlendra liða síðustu mánuði en hefur tekið sér góðan tíma í að finna rétta félagið. "Ég fór utan til félagsins rétt fyrir jól og leist gríðarlega vel á allar aðstæður. Ég vildi taka minn tíma og skoða allt vel áður en ég tók ákvörðun um hvert ég færi. Ef eitthvert lið vill virkilega fá mann þá bíður það eftir manni. Umgjörðin hjá Lemgo er frábær og þetta er mjög metnaðarfullt félag sem stefnir hátt og ég er gríðarlega ánægður með val mitt," sagði Ásgeir Örn við Fréttablaðið í gær. Lemgo hefur verið eitt besta félag Þýskalands síðustu ár og innan raða félagsins er fjöldi reyndra landsliðsmanna. Þeir eru margir hverjir að komast á aldur og því er félagið smám saman að sækja unga leikmenn eins og Ásgeir og Loga Geirsson sem gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. "Þetta leggst gríðarlega vel í mig og það er gaman að hafa Loga þarna á svæðinu. Það munar mikið að hafa Íslending á staðnum og við Logi höfum alltaf náð ágætlega saman. Ég neita því ekki að það er ákveðinn léttir að vera búinn að fá botn í mín mál. Ég vildi velja rétt og ég tel mig hafa gert það," sagði Ásgeir Örn en hann er ákveðinn í því hvernig hann ætlar að kveðja Haukana. "Ég ætla að kveðja með Íslands- og deildarmeistaratitli. Svo fer ég sáttur til Þýskalands." henry@frettabladid.is Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson, mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Lemgo í byrjun næsta árs. Hann klárar þessa leiktíð með Haukum en flytur síðan búferlum til Þýskalands næsta sumar. Ásgeir Örn hefur verið orðaður við fjölda erlendra liða síðustu mánuði en hefur tekið sér góðan tíma í að finna rétta félagið. "Ég fór utan til félagsins rétt fyrir jól og leist gríðarlega vel á allar aðstæður. Ég vildi taka minn tíma og skoða allt vel áður en ég tók ákvörðun um hvert ég færi. Ef eitthvert lið vill virkilega fá mann þá bíður það eftir manni. Umgjörðin hjá Lemgo er frábær og þetta er mjög metnaðarfullt félag sem stefnir hátt og ég er gríðarlega ánægður með val mitt," sagði Ásgeir Örn við Fréttablaðið í gær. Lemgo hefur verið eitt besta félag Þýskalands síðustu ár og innan raða félagsins er fjöldi reyndra landsliðsmanna. Þeir eru margir hverjir að komast á aldur og því er félagið smám saman að sækja unga leikmenn eins og Ásgeir og Loga Geirsson sem gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. "Þetta leggst gríðarlega vel í mig og það er gaman að hafa Loga þarna á svæðinu. Það munar mikið að hafa Íslending á staðnum og við Logi höfum alltaf náð ágætlega saman. Ég neita því ekki að það er ákveðinn léttir að vera búinn að fá botn í mín mál. Ég vildi velja rétt og ég tel mig hafa gert það," sagði Ásgeir Örn en hann er ákveðinn í því hvernig hann ætlar að kveðja Haukana. "Ég ætla að kveðja með Íslands- og deildarmeistaratitli. Svo fer ég sáttur til Þýskalands." henry@frettabladid.is
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira