Reglur tilbúnar fyrir áramót 28. október 2005 03:30 Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir stærri fjarskiptafyrirtækið meðvituð um skyldur sínar varðandi öryggi fjarskipta. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Hrafnkell áréttar að hugsanlegum leka á töluvpósti Jónínu Benediktsdóttur hafi ekki verið vísað til stofnunarinnar. "Og mér vitanlega hefur hún ekki kosið að kæra ólöglegan aðgang að tölvupósti sínum til yfirvalda, hvorki til okkar né lögreglu," segir hann. Í vinnu stofnunarinnar nú er aðallega horft til 47. greinar fjarskiptalaga um öryggi og þagnarskyldu. Þar segir að fjarskiptafyrirtæki skuli gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi fjarskiptanna. "Og við vinnum að því að setja upp annað hvort reglur eða leiðbeiningar um með hvaða hætti við munum framfylgja þessu í framtíðinni." Hrafnkell vonast til að þessari vinnu ljúki fyrir áramót, en fyrirtækjum verður gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en nýjar reglur taka gildi. Í starfi nefndar sem samgönguráðherra skipaði í maí til að fara yfir öryggi fjarskiptakerfa segir Hrafnkell að fram hafi komið í heimsóknum til fyrirtækja að þau séu mjög meðvituð um mikilvægi öryggismála og vinni öll að því kerfisbundið að viðhalda og efla öryggi. Hann kveðst ekki muna til þess að upp hafi komið mál þar sem starfsmenn fyrirtækja lækju upplýsingum. Innlent Tækni Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Hrafnkell áréttar að hugsanlegum leka á töluvpósti Jónínu Benediktsdóttur hafi ekki verið vísað til stofnunarinnar. "Og mér vitanlega hefur hún ekki kosið að kæra ólöglegan aðgang að tölvupósti sínum til yfirvalda, hvorki til okkar né lögreglu," segir hann. Í vinnu stofnunarinnar nú er aðallega horft til 47. greinar fjarskiptalaga um öryggi og þagnarskyldu. Þar segir að fjarskiptafyrirtæki skuli gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi fjarskiptanna. "Og við vinnum að því að setja upp annað hvort reglur eða leiðbeiningar um með hvaða hætti við munum framfylgja þessu í framtíðinni." Hrafnkell vonast til að þessari vinnu ljúki fyrir áramót, en fyrirtækjum verður gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en nýjar reglur taka gildi. Í starfi nefndar sem samgönguráðherra skipaði í maí til að fara yfir öryggi fjarskiptakerfa segir Hrafnkell að fram hafi komið í heimsóknum til fyrirtækja að þau séu mjög meðvituð um mikilvægi öryggismála og vinni öll að því kerfisbundið að viðhalda og efla öryggi. Hann kveðst ekki muna til þess að upp hafi komið mál þar sem starfsmenn fyrirtækja lækju upplýsingum.
Innlent Tækni Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira