Asinn á Íslandi kemur á óvart 23. nóvember 2005 08:45 "Það hefur verið gaman að vera á Íslandi, þó það hafi gengið svona upp og ofan í handboltanum. Það er svolítið sláandi hversu mikill hraði er í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, en hann leikur nú með liði Aftureldingar í DHL-deildinni og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, eftir að hafa búið erlendis um árabil. Guðmundur segir deildarkeppnina hér á Íslandi ekki vera eins sterka eins og hún var árið 1999, þegar Guðmundur hélt í atvinnumennsku. "Mér finnst, svona heilt yfir, deildarkeppnin ekki vera eins sterk núna og hún var þegar ég lék hér á landi síðast. Það eru hins vegar fleiri efnilegir leikmenn í deildinni núna heldur en þá, sem er náttúrlega mjög jákvætt." Afturelding er með einstaklega ungan leikmannahóp en Guðmundur gæti hæglega verið faðir nokkurra leikmanna í liðinu, svo mikill er aldursmunurinn. Hann segist þokkalega sáttur við sína frammistöðu en vonast til þess að ná meiri stöðugleika þegar líður á keppnistímabilið. "Ég hef átt ágæta leiki, en svo líka ekkert sérstaklega góða leiki. Vonandi næ ég að finna jafnvægið í næstu leikjum. Það hefur skort svolítið upp á að hafa stöðugleikann en vonandi tekst okkur ná honum og bæta leik okkar þannig. Það eru margir efnilegir strákar í liðinu sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni." Guðmundur hefur mikla trú á landsliði Íslands og vonast til þess að liðið nái góðum árangri á næsta stórmóti. "Það hefur vantað herslumuninn upp á að liðið nái viðunandi árangri á síðustu stórmótum, en ég er sannfærður um að getan er fyrir hendi. Leikmannahópurinn er sterkur og ég hef fulla trú á því að góður árangur náist í framtíðinni." Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
"Það hefur verið gaman að vera á Íslandi, þó það hafi gengið svona upp og ofan í handboltanum. Það er svolítið sláandi hversu mikill hraði er í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, en hann leikur nú með liði Aftureldingar í DHL-deildinni og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, eftir að hafa búið erlendis um árabil. Guðmundur segir deildarkeppnina hér á Íslandi ekki vera eins sterka eins og hún var árið 1999, þegar Guðmundur hélt í atvinnumennsku. "Mér finnst, svona heilt yfir, deildarkeppnin ekki vera eins sterk núna og hún var þegar ég lék hér á landi síðast. Það eru hins vegar fleiri efnilegir leikmenn í deildinni núna heldur en þá, sem er náttúrlega mjög jákvætt." Afturelding er með einstaklega ungan leikmannahóp en Guðmundur gæti hæglega verið faðir nokkurra leikmanna í liðinu, svo mikill er aldursmunurinn. Hann segist þokkalega sáttur við sína frammistöðu en vonast til þess að ná meiri stöðugleika þegar líður á keppnistímabilið. "Ég hef átt ágæta leiki, en svo líka ekkert sérstaklega góða leiki. Vonandi næ ég að finna jafnvægið í næstu leikjum. Það hefur skort svolítið upp á að hafa stöðugleikann en vonandi tekst okkur ná honum og bæta leik okkar þannig. Það eru margir efnilegir strákar í liðinu sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni." Guðmundur hefur mikla trú á landsliði Íslands og vonast til þess að liðið nái góðum árangri á næsta stórmóti. "Það hefur vantað herslumuninn upp á að liðið nái viðunandi árangri á síðustu stórmótum, en ég er sannfærður um að getan er fyrir hendi. Leikmannahópurinn er sterkur og ég hef fulla trú á því að góður árangur náist í framtíðinni."
Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira