Asinn á Íslandi kemur á óvart 23. nóvember 2005 08:45 "Það hefur verið gaman að vera á Íslandi, þó það hafi gengið svona upp og ofan í handboltanum. Það er svolítið sláandi hversu mikill hraði er í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, en hann leikur nú með liði Aftureldingar í DHL-deildinni og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, eftir að hafa búið erlendis um árabil. Guðmundur segir deildarkeppnina hér á Íslandi ekki vera eins sterka eins og hún var árið 1999, þegar Guðmundur hélt í atvinnumennsku. "Mér finnst, svona heilt yfir, deildarkeppnin ekki vera eins sterk núna og hún var þegar ég lék hér á landi síðast. Það eru hins vegar fleiri efnilegir leikmenn í deildinni núna heldur en þá, sem er náttúrlega mjög jákvætt." Afturelding er með einstaklega ungan leikmannahóp en Guðmundur gæti hæglega verið faðir nokkurra leikmanna í liðinu, svo mikill er aldursmunurinn. Hann segist þokkalega sáttur við sína frammistöðu en vonast til þess að ná meiri stöðugleika þegar líður á keppnistímabilið. "Ég hef átt ágæta leiki, en svo líka ekkert sérstaklega góða leiki. Vonandi næ ég að finna jafnvægið í næstu leikjum. Það hefur skort svolítið upp á að hafa stöðugleikann en vonandi tekst okkur ná honum og bæta leik okkar þannig. Það eru margir efnilegir strákar í liðinu sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni." Guðmundur hefur mikla trú á landsliði Íslands og vonast til þess að liðið nái góðum árangri á næsta stórmóti. "Það hefur vantað herslumuninn upp á að liðið nái viðunandi árangri á síðustu stórmótum, en ég er sannfærður um að getan er fyrir hendi. Leikmannahópurinn er sterkur og ég hef fulla trú á því að góður árangur náist í framtíðinni." Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
"Það hefur verið gaman að vera á Íslandi, þó það hafi gengið svona upp og ofan í handboltanum. Það er svolítið sláandi hversu mikill hraði er í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, en hann leikur nú með liði Aftureldingar í DHL-deildinni og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, eftir að hafa búið erlendis um árabil. Guðmundur segir deildarkeppnina hér á Íslandi ekki vera eins sterka eins og hún var árið 1999, þegar Guðmundur hélt í atvinnumennsku. "Mér finnst, svona heilt yfir, deildarkeppnin ekki vera eins sterk núna og hún var þegar ég lék hér á landi síðast. Það eru hins vegar fleiri efnilegir leikmenn í deildinni núna heldur en þá, sem er náttúrlega mjög jákvætt." Afturelding er með einstaklega ungan leikmannahóp en Guðmundur gæti hæglega verið faðir nokkurra leikmanna í liðinu, svo mikill er aldursmunurinn. Hann segist þokkalega sáttur við sína frammistöðu en vonast til þess að ná meiri stöðugleika þegar líður á keppnistímabilið. "Ég hef átt ágæta leiki, en svo líka ekkert sérstaklega góða leiki. Vonandi næ ég að finna jafnvægið í næstu leikjum. Það hefur skort svolítið upp á að hafa stöðugleikann en vonandi tekst okkur ná honum og bæta leik okkar þannig. Það eru margir efnilegir strákar í liðinu sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni." Guðmundur hefur mikla trú á landsliði Íslands og vonast til þess að liðið nái góðum árangri á næsta stórmóti. "Það hefur vantað herslumuninn upp á að liðið nái viðunandi árangri á síðustu stórmótum, en ég er sannfærður um að getan er fyrir hendi. Leikmannahópurinn er sterkur og ég hef fulla trú á því að góður árangur náist í framtíðinni."
Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira