Söfnuður stýri ekki Framsókn 9. janúar 2005 00:01 Það þurfa nýir frambjóðendur að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum ef árangur á að nást að mati Gests Gestssonar, formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur-norður. Hann segir persónulega hagsmuni Alfreðs Þorsteinssonar innan Orkuveitu Reykjavíkur tekna fram yfir hagsmuni borgarbúa og Framsóknarflokksins í Reykjavík. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna innan Reykjavíkurlistans, segir eðlilegt að einstaklingar í flokkum geti haft sínar skoðanir. Hann sé hins vegar ósammála Gesti. "Ég efast um að hann tali fyrir hönd almennra framsóknarmanna í Reykjavík því ég hef ekki orðið var við að hann haldi fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur-norður. Annars skilst mér að Gestur sé einhver angi af Hvítasunnusöfnuðinum og það eru hreinar línur að söfnuðurinn stjórnar ekki Framsóknarflokknum í Reykjavík." Gestur Gestsson segir ummæli Alfreðs séu sérlega ósmekkleg. Það lýsi vel fátækri málefnastöðu Alfreðs að aðalatriðið í málflutningi hans sé í hvaða trúfélagi menn séu. "Það er víst trúfrelsi á Íslandi," segir Gestur. Hann segir það ekki rétt hjá Alfreð að fundir séu ekki haldnir hjá félaginu því síðasti félagsfundur hafi farið fram í október en á hann hafi Alfreð hins vegar ekki mætt. "Borgarfulltrúar flokksins njóta ekki trúverðugleika borgarbúa og fylgi við þá talar sínu máli," segir Gestur. "Það fer alltaf neðar og neðar og það segir mér að það sé ekki rétt fólk við stjórnvölinn. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er nánast ekki til í huga borgarbúa." Framsóknarflokkurinn í borgarstjórn mældist með tæplega fimm prósenta fylgi í í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var fyrir sjálfstæðismenn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Það þurfa nýir frambjóðendur að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum ef árangur á að nást að mati Gests Gestssonar, formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur-norður. Hann segir persónulega hagsmuni Alfreðs Þorsteinssonar innan Orkuveitu Reykjavíkur tekna fram yfir hagsmuni borgarbúa og Framsóknarflokksins í Reykjavík. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna innan Reykjavíkurlistans, segir eðlilegt að einstaklingar í flokkum geti haft sínar skoðanir. Hann sé hins vegar ósammála Gesti. "Ég efast um að hann tali fyrir hönd almennra framsóknarmanna í Reykjavík því ég hef ekki orðið var við að hann haldi fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur-norður. Annars skilst mér að Gestur sé einhver angi af Hvítasunnusöfnuðinum og það eru hreinar línur að söfnuðurinn stjórnar ekki Framsóknarflokknum í Reykjavík." Gestur Gestsson segir ummæli Alfreðs séu sérlega ósmekkleg. Það lýsi vel fátækri málefnastöðu Alfreðs að aðalatriðið í málflutningi hans sé í hvaða trúfélagi menn séu. "Það er víst trúfrelsi á Íslandi," segir Gestur. Hann segir það ekki rétt hjá Alfreð að fundir séu ekki haldnir hjá félaginu því síðasti félagsfundur hafi farið fram í október en á hann hafi Alfreð hins vegar ekki mætt. "Borgarfulltrúar flokksins njóta ekki trúverðugleika borgarbúa og fylgi við þá talar sínu máli," segir Gestur. "Það fer alltaf neðar og neðar og það segir mér að það sé ekki rétt fólk við stjórnvölinn. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er nánast ekki til í huga borgarbúa." Framsóknarflokkurinn í borgarstjórn mældist með tæplega fimm prósenta fylgi í í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var fyrir sjálfstæðismenn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira