Funda um trúnað í utanríkisnefnd 21. janúar 2005 00:01 Ég lít þetta sömu augum og Björn, sem sat þennan fund utanríkismálanefndar. Listinn var síðari tíma tilbúningur í Washington," sagði Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, í gær um tilurð lista staðfastra þjóða vegna aðkomu Íslands að innrásinni í Írak. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifaði í pistli á heimasíðu sinni fyrir viku að ""listinn" [væri] í raun ekkert annað en tveggja ára gömul fréttatilkynning frá Hvíta húsinu". Fréttablaðið spurði hann hvernig bæri að skýra þessi orð hans í ljósi þess sem nú hefur komið fram. "Það hefur ekkert komið fram, sem breytir því, sem ég sagði á vefsíðu minni," svaraði hann. Sem fyrr segir er Pétur Gunnarsson sammála Birni. "Þetta staðhæfi ég og stend við og byggi á upplýsingum sem ég tel óyggjandi. Ég hef ekki séð fundargerð utanríkismálanefndar en minni á að á þeim tíma var þessi listi ekki orðinn umræðuefni. Það var ekki fyrr en seinna að menn fara að gera greinarmun á þessari ákvörðun um pólitískan stuðning og listanum sem slíkum. Halldór hefði getað verið að vísa til ákvörðunarinnar en ekki listans á þessum fundi," sagði Pétur . Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði aðspurð að ekki stæði til að aflétta trúnaði á fundargerðum utanríkismálanefndar þrátt fyrir ósk stjórnarandstöðunnar. "Það er hins vegar ljóst að það þarf að ræða um meðferð trúnaðarupplýsinga í nefndinni og stefni ég að því að boða til fundar til að ræða það efni, líklega seinni partinn í næstu viku eftir að þing kemur saman," sagði Sólveig. Spurð út í hinar misvísandi fullyrðingar ráðamanna um vitneskju stjórnvalda um listann þegar ákvörðunin var tekin sagði hún: "Ég vil ekki tjá mig um þær upplýsingar sem Fréttablaðið telur sig hafa undir höndum." Fréttablaðið hefur ítrekað komið á framfæri ósk sinni um að Halldór Ásgrímsson veiti svör við spurningum blaðsins en ekki haft erindi sem erfiði. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ég lít þetta sömu augum og Björn, sem sat þennan fund utanríkismálanefndar. Listinn var síðari tíma tilbúningur í Washington," sagði Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, í gær um tilurð lista staðfastra þjóða vegna aðkomu Íslands að innrásinni í Írak. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifaði í pistli á heimasíðu sinni fyrir viku að ""listinn" [væri] í raun ekkert annað en tveggja ára gömul fréttatilkynning frá Hvíta húsinu". Fréttablaðið spurði hann hvernig bæri að skýra þessi orð hans í ljósi þess sem nú hefur komið fram. "Það hefur ekkert komið fram, sem breytir því, sem ég sagði á vefsíðu minni," svaraði hann. Sem fyrr segir er Pétur Gunnarsson sammála Birni. "Þetta staðhæfi ég og stend við og byggi á upplýsingum sem ég tel óyggjandi. Ég hef ekki séð fundargerð utanríkismálanefndar en minni á að á þeim tíma var þessi listi ekki orðinn umræðuefni. Það var ekki fyrr en seinna að menn fara að gera greinarmun á þessari ákvörðun um pólitískan stuðning og listanum sem slíkum. Halldór hefði getað verið að vísa til ákvörðunarinnar en ekki listans á þessum fundi," sagði Pétur . Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði aðspurð að ekki stæði til að aflétta trúnaði á fundargerðum utanríkismálanefndar þrátt fyrir ósk stjórnarandstöðunnar. "Það er hins vegar ljóst að það þarf að ræða um meðferð trúnaðarupplýsinga í nefndinni og stefni ég að því að boða til fundar til að ræða það efni, líklega seinni partinn í næstu viku eftir að þing kemur saman," sagði Sólveig. Spurð út í hinar misvísandi fullyrðingar ráðamanna um vitneskju stjórnvalda um listann þegar ákvörðunin var tekin sagði hún: "Ég vil ekki tjá mig um þær upplýsingar sem Fréttablaðið telur sig hafa undir höndum." Fréttablaðið hefur ítrekað komið á framfæri ósk sinni um að Halldór Ásgrímsson veiti svör við spurningum blaðsins en ekki haft erindi sem erfiði.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira