Kaflaskil í Íraksmálinu 22. janúar 2005 00:01 Í gær birtist yfirlýsing í bandaríska stórblaðinu New York Times undir yfirskriftinni "Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni". Þessi yfirlýsing er birt í nafni "Þjóðarhreyfingarinnar - með lýðræði" og þeirra þúsunda Íslendinga sem brugðust við ákalli hennar um að gera heiminum það kunnugt, að einungis tveir menn hefðu tekið um það ákvörðun að skipa Íslandi á lista meðal stuðningsþjóða innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak, sem framin var án þess að hafa til þess samþykki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt öllum skoðanakönnunum meðal íslensku þjóðarinnar hefðu fjórir af hverjum fimm Íslendingum verið andsnúnir þessu gerræði tvímenninganna frá byrjun árs 2003 og allar götur síðan.Yfirlýsing tvímenninganna væri rof á allri íslenskri lýðræðishefð, sem er sú að allar meiriháttar breytingar á utanríkisstefnu þjóðarinnar hafa alltaf verið afgreiddar með formlegum hætti á Alþingi. Þannig hefði Alþingi synjað því boði að gerast stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum, þegar það var bundið því skilyrði að segja Þýskalandi og Japan stríð á hendur. Við inngöngu í NATO hefðum við einnig fengið viðurkennda sérstöðu Íslendinga sem vopnlausrar þjóðar, sem vildi ekki koma sér upp eigin her né segja nokkru ríki stríð á hendur. Við þessa afgreiðslu tvímenninganna á afstöðu til innrásar í Írak hefði hins vegar ekki verið skeytt um að fá samþykki neins stjórnsýslustigs lýðveldisins. Ákvörðunin hefði hvorki verið borin undir ríkisstjórn né þingflokka stjórnarmeirihlutans. Heldur ekki undir utanríkismálanefnd Alþingis svo sem þó er skylt samkvæmt lögum um allar meiriháttar breytingar á utanríkisstefnunni, hvað þá undir Alþingi sjálft, sem þó hefur þótt sjálfsagt allan lýðveldistímann að hefði síðasta orðið í hörðum innbyrðis deilum um utanríkismál. Þjóðarhreyfingin – með lýðræði gerði um þetta harðorða ályktun þann 13. október síðastliðinn. Sú ályktun var grafin í smáfréttum fjölmiðla. Innan Þjóðarhreyfingarinnar þóttumst við þó viss um að almenn andstaða væri gegn þessu gerræði tvímenninganna og að við yrðum að leitast við að finna þessari andstöðu farveg. Miklar umræður urðu um það á fundum okkar hvernig málstaðnum yrði komið á framfæri svo eftir yrði tekið og umræður vaktar um málið. Athygli var vakin á því hvernig hópar valinkunnra manna um allan heim hefðu komið sér saman um yfirlýsingar, sem síðan voru birtar í heimspressunni. Frá því í byrjun nóvember var það svo rætt innan hreyfingarinnar hvernig slík yfirlýsing ætti að hljóða, drög gengu manna á milli, rædd, deilt um efni og orðalag, slípuð, fínpússuð uns yfirlýsingin var tilbúin í lok nóvember og kynnt með blaðamannafundi á Hótel Borg þann 1. desember. Þjóðarhreyfingin hefur engan fjárhagslegan bakhjarl. Hún er grasrótarhreyfing, sem ekki heldur félagaskrá eða innheimtir félagsgjöld. Henni er ætlað að mynda breytilega skipaða sérfræðingahópa, sem gefi stuttar og hnitmiðaðar umsagnir um brýn álitaefni í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni. Þessum hópum er ætlað að miðla til almennings hugmyndum um lýðræði og frelsisréttindi og bregðast jafnframt við öndverðum hugmyndum með röksemdum, byggðum á mismunandi sérþekkingu og reynslu þeirra, sem að áliti standa hverju sinni. Vinnan er unnin í sjálfboðaliðsstarfi án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Við töldum okkur skynja sterka undiröldu með þjóðinni um að "svona gerir maður ekki". Annað mál var svo það að klæða málið í þennan búning og æskja fjárframlaga til stuðnings við málstaðinn í jólamánuðinum. Við renndum blint í sjóinn með undirtektir, máttum vita að harður áróður yrði rekinn gegn okkur, og þó einkum beitt rógi og baknagi, sem erfitt er að festa hendur á og svara. En traust okkar á því að nægur fjöldi af þeim 84 %, sem Gallupskoðun hefur nýlega leitt í ljós að eru andvígir ákvörðun tvíhöfðans, væri tilbúinn til að fylgja því eftir með fjárframlagi, hefur reynst á rökum reist. Vel á fimmta þúsund manns hefur látið peninga af hendi rakna. Oftar en ekki hefur það verið eyrir ekkjunnar, goldinn af litlum efnum en heitri sannfæringu. Þökk sé þeim að nú veit heimurinn hið sanna um friðarvilja 84% Íslendinga og staðfestu við þann málstað sem foringjar lýðveldisins mörkuðu því í upphafi á vígvelli kalda stríðsins. Það hefur verið ánægjulegt að standa í þessari baráttu. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stöðvað mig á götu, talað við mig í síma, sent mér bréf og tölvuskeyti, jafnvel SMS, hvatt mig og uppörvað í miðri orrahríðinni. Þjóðarhreyfingin hefur eflst við þetta átak. Ég held að staða Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu (foringjaræðinu) hafi eflst. Einstaka þingmenn eru farnir að tala frá eigin brjósti (þótt stundum séu þeir lamdir niður jafnharðan). Nú þarf að fylgja þessu eftir með því að gera Þjóðarhreyfinguna-með lýðræði að farvegi fyrir óskir fólksins við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Látum ekki stjórnmálamennina eina um að setja sjálfum sér reglur um fyrirkomulag stjórnskipanarinnar. Kominn er tími til að þjóðin setji þeim þær reglur, sem hún getur unað við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Í gær birtist yfirlýsing í bandaríska stórblaðinu New York Times undir yfirskriftinni "Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni". Þessi yfirlýsing er birt í nafni "Þjóðarhreyfingarinnar - með lýðræði" og þeirra þúsunda Íslendinga sem brugðust við ákalli hennar um að gera heiminum það kunnugt, að einungis tveir menn hefðu tekið um það ákvörðun að skipa Íslandi á lista meðal stuðningsþjóða innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak, sem framin var án þess að hafa til þess samþykki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt öllum skoðanakönnunum meðal íslensku þjóðarinnar hefðu fjórir af hverjum fimm Íslendingum verið andsnúnir þessu gerræði tvímenninganna frá byrjun árs 2003 og allar götur síðan.Yfirlýsing tvímenninganna væri rof á allri íslenskri lýðræðishefð, sem er sú að allar meiriháttar breytingar á utanríkisstefnu þjóðarinnar hafa alltaf verið afgreiddar með formlegum hætti á Alþingi. Þannig hefði Alþingi synjað því boði að gerast stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum, þegar það var bundið því skilyrði að segja Þýskalandi og Japan stríð á hendur. Við inngöngu í NATO hefðum við einnig fengið viðurkennda sérstöðu Íslendinga sem vopnlausrar þjóðar, sem vildi ekki koma sér upp eigin her né segja nokkru ríki stríð á hendur. Við þessa afgreiðslu tvímenninganna á afstöðu til innrásar í Írak hefði hins vegar ekki verið skeytt um að fá samþykki neins stjórnsýslustigs lýðveldisins. Ákvörðunin hefði hvorki verið borin undir ríkisstjórn né þingflokka stjórnarmeirihlutans. Heldur ekki undir utanríkismálanefnd Alþingis svo sem þó er skylt samkvæmt lögum um allar meiriháttar breytingar á utanríkisstefnunni, hvað þá undir Alþingi sjálft, sem þó hefur þótt sjálfsagt allan lýðveldistímann að hefði síðasta orðið í hörðum innbyrðis deilum um utanríkismál. Þjóðarhreyfingin – með lýðræði gerði um þetta harðorða ályktun þann 13. október síðastliðinn. Sú ályktun var grafin í smáfréttum fjölmiðla. Innan Þjóðarhreyfingarinnar þóttumst við þó viss um að almenn andstaða væri gegn þessu gerræði tvímenninganna og að við yrðum að leitast við að finna þessari andstöðu farveg. Miklar umræður urðu um það á fundum okkar hvernig málstaðnum yrði komið á framfæri svo eftir yrði tekið og umræður vaktar um málið. Athygli var vakin á því hvernig hópar valinkunnra manna um allan heim hefðu komið sér saman um yfirlýsingar, sem síðan voru birtar í heimspressunni. Frá því í byrjun nóvember var það svo rætt innan hreyfingarinnar hvernig slík yfirlýsing ætti að hljóða, drög gengu manna á milli, rædd, deilt um efni og orðalag, slípuð, fínpússuð uns yfirlýsingin var tilbúin í lok nóvember og kynnt með blaðamannafundi á Hótel Borg þann 1. desember. Þjóðarhreyfingin hefur engan fjárhagslegan bakhjarl. Hún er grasrótarhreyfing, sem ekki heldur félagaskrá eða innheimtir félagsgjöld. Henni er ætlað að mynda breytilega skipaða sérfræðingahópa, sem gefi stuttar og hnitmiðaðar umsagnir um brýn álitaefni í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni. Þessum hópum er ætlað að miðla til almennings hugmyndum um lýðræði og frelsisréttindi og bregðast jafnframt við öndverðum hugmyndum með röksemdum, byggðum á mismunandi sérþekkingu og reynslu þeirra, sem að áliti standa hverju sinni. Vinnan er unnin í sjálfboðaliðsstarfi án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Við töldum okkur skynja sterka undiröldu með þjóðinni um að "svona gerir maður ekki". Annað mál var svo það að klæða málið í þennan búning og æskja fjárframlaga til stuðnings við málstaðinn í jólamánuðinum. Við renndum blint í sjóinn með undirtektir, máttum vita að harður áróður yrði rekinn gegn okkur, og þó einkum beitt rógi og baknagi, sem erfitt er að festa hendur á og svara. En traust okkar á því að nægur fjöldi af þeim 84 %, sem Gallupskoðun hefur nýlega leitt í ljós að eru andvígir ákvörðun tvíhöfðans, væri tilbúinn til að fylgja því eftir með fjárframlagi, hefur reynst á rökum reist. Vel á fimmta þúsund manns hefur látið peninga af hendi rakna. Oftar en ekki hefur það verið eyrir ekkjunnar, goldinn af litlum efnum en heitri sannfæringu. Þökk sé þeim að nú veit heimurinn hið sanna um friðarvilja 84% Íslendinga og staðfestu við þann málstað sem foringjar lýðveldisins mörkuðu því í upphafi á vígvelli kalda stríðsins. Það hefur verið ánægjulegt að standa í þessari baráttu. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stöðvað mig á götu, talað við mig í síma, sent mér bréf og tölvuskeyti, jafnvel SMS, hvatt mig og uppörvað í miðri orrahríðinni. Þjóðarhreyfingin hefur eflst við þetta átak. Ég held að staða Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu (foringjaræðinu) hafi eflst. Einstaka þingmenn eru farnir að tala frá eigin brjósti (þótt stundum séu þeir lamdir niður jafnharðan). Nú þarf að fylgja þessu eftir með því að gera Þjóðarhreyfinguna-með lýðræði að farvegi fyrir óskir fólksins við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Látum ekki stjórnmálamennina eina um að setja sjálfum sér reglur um fyrirkomulag stjórnskipanarinnar. Kominn er tími til að þjóðin setji þeim þær reglur, sem hún getur unað við.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun