Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar 3. desember 2025 07:03 Nýfallinn dómur í Landsrétti í máli gegn Albert Guðmundssyni er skýr ástæða þess að brotaþolar kynferðisbrota fara sjaldnast í gegnum dómskerfið í leit að réttlæti. Ákveðin stef í dómi bæði héraðsdóms og hluta af þríklofnum dómi Landsréttar bera einkenni drusluskömmunar og annars stigs ofbeldis gagnvart brotaþolum. Einungis einn dómarinn vísaði til héraðsdómsins, annar vildi sýkna þótt ljóst væri að brotaþoli hafi sannanlega álitið að ákærði hafi virt að vettugi vilja hennar. Sá þriðji taldi framburð brotaþola studdan gögnum og vildi sakfella. Allir þrír dómarar Landsréttar eru hins vegar sammála um að gera athugasemdir í garð héraðsdómsins um orðalag í dómnum sem talar ítrekað um “ætlaðan brotaþola” sem er í meira lagi gildishlaðið og ekki rétt skv. lögum. Brotaþoli er sá sem kemur fyrir dóm sem slíkur skv. lögum og ekkert “ætlað” við það. Þá er undirliggjandi stef í dómunum hvernig brotaþoli hagaði sér fyrir brotið en ekki jafn mikið vægi sett í hvernig hún hagaði sér eftir brotið, en það bar öll einkenni þess sem hefur orðið fyrir því alvarlega áfalli sem kynferðisbrot er. Þá er meira að segja fjallað um hvernig hún var klædd og hvað hún var að gefa í skyn með klæðnaði. Einungis um 10% þeirra brotaþola sem leita til Stígamóta reyna að fara í gegnum réttarkerfið í leit að réttlæti og viðurkenningu. Eftir nýfallinn dóm má spyrja, af hverju ættu brotaþolar að reyna það yfir höfuð? Af hverju að standa frammi fyrir kerfi sem véfengir þig, drusluskammar, gerir lítið úr afleiðingum og að lok um lýsa yfir sakleysi þeirra þar sem sekt þeirra var ekki nægilega sönnuð til þess að hægt væri að dæma þá í fangelsi. Þetta er gamalt og nýtt stef og þrátt fyrir allar tilraunir síðustu áratuga til að lappa uppá kerfið og reyna að gera það í stakk búið til að taka á kynferðisbrotum er það svo langt frá því að mæta brotaþolum, trúa þeim og taka afleiðingum brota alvarlega. Þrífklofinn dómur Landsréttar er birtingarmynd þess hvað dómskerfið, eins og samfélagið, á erfitt með að taka á þessum málum og koma í veg fyrir kynferðisbrot. Önnur leið sem brotaþolar hafa farið til að fá réttlæti, viðurkenningu og vara aðrar konur við ofbeldismönnum er að afhjúpa þá í opinberri umræðu, segja frá á samskiptamiðlum, í hlaðvörpum eða viðtölum. Þetta hefur leitt til háværra radda um „slaufunarmenningu“ sem er nýyrði og tekur ekki tillit til þess að brotaþolum allra tíma hefur hingað til verið slaufað, þær niðurlægðar, fengið heilu samfélögin upp á móti sér og þurftu jafnvel að flýja land. Þegar kastljósinu er beint að gerendum er slaufun hins vegar orðinn að alvarlegasta glæp sem um getur. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að fá réttlæti fyrir brotaþola, láta ofbeldismenn axla ábyrgð og ekki síst koma í veg fyrir kynferðisbrot? Hvernig náum við jafnrétti ef við látum kynferðisbrot viðgangast án afleiðinga? Á að halda áfram að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem virðir þá og afleiðangar brotanna einskis? Á að úthrópa brotaþola og saka þá um slaufun sem leita annarra leiða til réttlætis og viðurkenningar en í gegnum hið formlega kerfi? Eftir stendur þá að brotaþolar beri harm sinn í hljóði, mæta með skömm, kvíða og sjálfskaðandi hegðun til Stígamóta til að vinna úr afleiðingunum en þegja annars. Og ofbeldismennirnir geta þá haldið áfram óáreittir með þau skilaboð í farteskinu að það sé þeirra réttur að nauðga og meiða. Eitt er víst að það er ekki hægt að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem sýnir þeim engan skilning og ítrekar ofbeldið í ýmsum myndum. Þennan sama dag var einnig kveðinn upp í Landsrétti dómur í öðru kynferðisbroti þar sem maður af arabískum uppruna var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Landsréttur var í því máli einhuga um að leggja framburð brotaþola til grundvallar fyrir sakfellingu. Áhugavert er að bera saman málin og velta því fyrir sér hvort Landsréttur hefði þríklofnað í afstöðu sinni ef ekki hefði verið um að ræða þekktan íslenskan landsliðsmann í fótbolta. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur í Landsrétti í máli gegn Albert Guðmundssyni er skýr ástæða þess að brotaþolar kynferðisbrota fara sjaldnast í gegnum dómskerfið í leit að réttlæti. Ákveðin stef í dómi bæði héraðsdóms og hluta af þríklofnum dómi Landsréttar bera einkenni drusluskömmunar og annars stigs ofbeldis gagnvart brotaþolum. Einungis einn dómarinn vísaði til héraðsdómsins, annar vildi sýkna þótt ljóst væri að brotaþoli hafi sannanlega álitið að ákærði hafi virt að vettugi vilja hennar. Sá þriðji taldi framburð brotaþola studdan gögnum og vildi sakfella. Allir þrír dómarar Landsréttar eru hins vegar sammála um að gera athugasemdir í garð héraðsdómsins um orðalag í dómnum sem talar ítrekað um “ætlaðan brotaþola” sem er í meira lagi gildishlaðið og ekki rétt skv. lögum. Brotaþoli er sá sem kemur fyrir dóm sem slíkur skv. lögum og ekkert “ætlað” við það. Þá er undirliggjandi stef í dómunum hvernig brotaþoli hagaði sér fyrir brotið en ekki jafn mikið vægi sett í hvernig hún hagaði sér eftir brotið, en það bar öll einkenni þess sem hefur orðið fyrir því alvarlega áfalli sem kynferðisbrot er. Þá er meira að segja fjallað um hvernig hún var klædd og hvað hún var að gefa í skyn með klæðnaði. Einungis um 10% þeirra brotaþola sem leita til Stígamóta reyna að fara í gegnum réttarkerfið í leit að réttlæti og viðurkenningu. Eftir nýfallinn dóm má spyrja, af hverju ættu brotaþolar að reyna það yfir höfuð? Af hverju að standa frammi fyrir kerfi sem véfengir þig, drusluskammar, gerir lítið úr afleiðingum og að lok um lýsa yfir sakleysi þeirra þar sem sekt þeirra var ekki nægilega sönnuð til þess að hægt væri að dæma þá í fangelsi. Þetta er gamalt og nýtt stef og þrátt fyrir allar tilraunir síðustu áratuga til að lappa uppá kerfið og reyna að gera það í stakk búið til að taka á kynferðisbrotum er það svo langt frá því að mæta brotaþolum, trúa þeim og taka afleiðingum brota alvarlega. Þrífklofinn dómur Landsréttar er birtingarmynd þess hvað dómskerfið, eins og samfélagið, á erfitt með að taka á þessum málum og koma í veg fyrir kynferðisbrot. Önnur leið sem brotaþolar hafa farið til að fá réttlæti, viðurkenningu og vara aðrar konur við ofbeldismönnum er að afhjúpa þá í opinberri umræðu, segja frá á samskiptamiðlum, í hlaðvörpum eða viðtölum. Þetta hefur leitt til háværra radda um „slaufunarmenningu“ sem er nýyrði og tekur ekki tillit til þess að brotaþolum allra tíma hefur hingað til verið slaufað, þær niðurlægðar, fengið heilu samfélögin upp á móti sér og þurftu jafnvel að flýja land. Þegar kastljósinu er beint að gerendum er slaufun hins vegar orðinn að alvarlegasta glæp sem um getur. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að fá réttlæti fyrir brotaþola, láta ofbeldismenn axla ábyrgð og ekki síst koma í veg fyrir kynferðisbrot? Hvernig náum við jafnrétti ef við látum kynferðisbrot viðgangast án afleiðinga? Á að halda áfram að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem virðir þá og afleiðangar brotanna einskis? Á að úthrópa brotaþola og saka þá um slaufun sem leita annarra leiða til réttlætis og viðurkenningar en í gegnum hið formlega kerfi? Eftir stendur þá að brotaþolar beri harm sinn í hljóði, mæta með skömm, kvíða og sjálfskaðandi hegðun til Stígamóta til að vinna úr afleiðingunum en þegja annars. Og ofbeldismennirnir geta þá haldið áfram óáreittir með þau skilaboð í farteskinu að það sé þeirra réttur að nauðga og meiða. Eitt er víst að það er ekki hægt að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem sýnir þeim engan skilning og ítrekar ofbeldið í ýmsum myndum. Þennan sama dag var einnig kveðinn upp í Landsrétti dómur í öðru kynferðisbroti þar sem maður af arabískum uppruna var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Landsréttur var í því máli einhuga um að leggja framburð brotaþola til grundvallar fyrir sakfellingu. Áhugavert er að bera saman málin og velta því fyrir sér hvort Landsréttur hefði þríklofnað í afstöðu sinni ef ekki hefði verið um að ræða þekktan íslenskan landsliðsmann í fótbolta. Höfundur er talskona Stígamóta.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun