Fyrsta sérsmíðin fyrir Samskip 24. janúar 2005 00:01 Nýtt ellefu þúsund tonna flutningaskip Samskipa, Arnarfell, var vígt í Hamborg. Skipið getur flutt 908 gáma og mun ellefu manna áhöfn starfa á skipinu, allt Íslendingar. Skipið er skráð í Færeyjum og verður notað í áætlunarsiglingum milli Íslands og Evrópu. Að sögn forsvarsmanna Samskipa er rekstur skipsins miklum mun ódýrari ef það er skráð þar heldur en hér á landi. Arnarfellið, sem var tekið í notkun í gær, er systurskip Helgafells, sem verið er að leggja lokahönd á í skipasmíðastöðinni J. J. Sietas í Hamborg. Áætlað er að Helgafellið verði afhent Samskipum í lok febrúar. Byggingarkostnaður skipanna er alls um 3,4 milljarðar króna. Skipin eru þau fyrstu sem Samskip lætur smíða sérstaklega. Smíði skipanna hefur tekið minna en eitt ár en þau eru í eigu skipasmíðastöðvarinnar. Samskip leigir skipin til sjö ára en hefur að þeim tíma loknum rétt til þess að kaupa þau. Ólafur segir það vera stefnu hjá Samskipum að félagið sjálft eigi ekki tækjakostinn. "Við erum ekki að fjárfesta í stáli og steypu heldur snýst okkar starfsemi um að skipuleggja nýtingu tækjanna," segir hann Hann segir að Samskip hafi þann háttinn á að útbúa þarfalýsingu og senda skipasmíðastöðvum með ósk um verðhugmyndir. "Meðal þeirra krafna sem við gerum snúa að stærðinni svo skipin geti athafnað sig í höfninni í Vestmannaeyjum. Við erum einnig með kröfur sem varða varnir fyrir farminn gagnvart því sjólagi sem skipin starfa í.," segir hann. Arnarfell og Helgafell taka við af skipum með sama nafni sem að sögn Ólafs voru orðin of lítil. Nýju skipin flytja tvö hundruð fleiri gáma en þau gömlu. Töluverður vöxtur hefur verið í rekstri Samskipa undafarin ár. Á árinu 2002 námu tekjur félagsins um fjórtán milljörðum en gert er ráð fyrir að tekjur hafi verið nálægt 24 milljörðum í fyrra. Tekjuaukningin milli áranna 2002 og 2004 er því sjötíu prósent og vöxturinn í fyrra var um fjörutíu prósent. Í síðustu viku tók Samskip í notkun nýjar aðalstöðvar og vörugeymslu við Kjalarvog í Reykjavík. Byggingarkostnaður höfuðstöðvanna nam um 2,4 milljörðum króna. Ólafur segir vöxtinn hafa bæði átt sér stað í gegnum uppkaup á fyrirtækjum erlendis en einnig hafi starfseminni á Íslandi vaxið fiskur um hrygg. Hann á von á því að áfram verði vöxtur í rektrinum á þessu ári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Nýtt ellefu þúsund tonna flutningaskip Samskipa, Arnarfell, var vígt í Hamborg. Skipið getur flutt 908 gáma og mun ellefu manna áhöfn starfa á skipinu, allt Íslendingar. Skipið er skráð í Færeyjum og verður notað í áætlunarsiglingum milli Íslands og Evrópu. Að sögn forsvarsmanna Samskipa er rekstur skipsins miklum mun ódýrari ef það er skráð þar heldur en hér á landi. Arnarfellið, sem var tekið í notkun í gær, er systurskip Helgafells, sem verið er að leggja lokahönd á í skipasmíðastöðinni J. J. Sietas í Hamborg. Áætlað er að Helgafellið verði afhent Samskipum í lok febrúar. Byggingarkostnaður skipanna er alls um 3,4 milljarðar króna. Skipin eru þau fyrstu sem Samskip lætur smíða sérstaklega. Smíði skipanna hefur tekið minna en eitt ár en þau eru í eigu skipasmíðastöðvarinnar. Samskip leigir skipin til sjö ára en hefur að þeim tíma loknum rétt til þess að kaupa þau. Ólafur segir það vera stefnu hjá Samskipum að félagið sjálft eigi ekki tækjakostinn. "Við erum ekki að fjárfesta í stáli og steypu heldur snýst okkar starfsemi um að skipuleggja nýtingu tækjanna," segir hann Hann segir að Samskip hafi þann háttinn á að útbúa þarfalýsingu og senda skipasmíðastöðvum með ósk um verðhugmyndir. "Meðal þeirra krafna sem við gerum snúa að stærðinni svo skipin geti athafnað sig í höfninni í Vestmannaeyjum. Við erum einnig með kröfur sem varða varnir fyrir farminn gagnvart því sjólagi sem skipin starfa í.," segir hann. Arnarfell og Helgafell taka við af skipum með sama nafni sem að sögn Ólafs voru orðin of lítil. Nýju skipin flytja tvö hundruð fleiri gáma en þau gömlu. Töluverður vöxtur hefur verið í rekstri Samskipa undafarin ár. Á árinu 2002 námu tekjur félagsins um fjórtán milljörðum en gert er ráð fyrir að tekjur hafi verið nálægt 24 milljörðum í fyrra. Tekjuaukningin milli áranna 2002 og 2004 er því sjötíu prósent og vöxturinn í fyrra var um fjörutíu prósent. Í síðustu viku tók Samskip í notkun nýjar aðalstöðvar og vörugeymslu við Kjalarvog í Reykjavík. Byggingarkostnaður höfuðstöðvanna nam um 2,4 milljörðum króna. Ólafur segir vöxtinn hafa bæði átt sér stað í gegnum uppkaup á fyrirtækjum erlendis en einnig hafi starfseminni á Íslandi vaxið fiskur um hrygg. Hann á von á því að áfram verði vöxtur í rektrinum á þessu ári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira