Leigja vélarnar til Kína og víðar 26. janúar 2005 00:01 Flugleiðir undirrituðu í dag samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni 737-800 sem félagið ætlar að leigja áfram til flugfélaga í Kína og víðar. Heildarverðmæti samningsins nemur um fjörutíu milljörðum króna. Þetta er stærsti flugvélakaupsamningur sem Flugleiðir hafa gert, en í honum felst einnig kaupréttur á fimm flugvélum til viðbótar. Verði hann nýttur hljóðar heildarverðmæti samningsins upp á um 60 milljarða króna. Nýju Boeing-vélarnar verða afhentar Flugleiðum á næsta ári, en félagið mun í samstarfi við erlent flugvélaleigufyrirtæki leigja þær meðal annars til Kína, þar sem mikill vöxtur er í flugstarfsemi. Við undirritun samningsins kom fram að félagið greiðir um ellefu milljarða króna vegna kaupanna á þessu ári, sem KB banki fjármagnar, en ráðgjafi Flugleiða í viðskiptunum er breski bankinn HSBC. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir þetta lið í útrás félagsins og stórt skref í uppbyggingu þess, en nýtt dótturfélag hefur verið stofnað sem annast kaup, sölu og útleigu flugvéla. Hann segir að vélarnar hafi fengist á hagstæðu verði, talsvert undir markaðsvirði, og því nemi dulin eign félagsins í þeim, eins og hann orðar það, um sex og hálfum milljarði króna. Hann segir enn fremur að félagið hefji nú nýja starfsemi sem geti orðið mjög umsvifamikil, bæði hvað varðar leigutekjur og verðmætaaukningu. Þessi kaup geti því haft mikil áhrif fyrir félagið til lengri tíma litið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Flugleiðir undirrituðu í dag samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni 737-800 sem félagið ætlar að leigja áfram til flugfélaga í Kína og víðar. Heildarverðmæti samningsins nemur um fjörutíu milljörðum króna. Þetta er stærsti flugvélakaupsamningur sem Flugleiðir hafa gert, en í honum felst einnig kaupréttur á fimm flugvélum til viðbótar. Verði hann nýttur hljóðar heildarverðmæti samningsins upp á um 60 milljarða króna. Nýju Boeing-vélarnar verða afhentar Flugleiðum á næsta ári, en félagið mun í samstarfi við erlent flugvélaleigufyrirtæki leigja þær meðal annars til Kína, þar sem mikill vöxtur er í flugstarfsemi. Við undirritun samningsins kom fram að félagið greiðir um ellefu milljarða króna vegna kaupanna á þessu ári, sem KB banki fjármagnar, en ráðgjafi Flugleiða í viðskiptunum er breski bankinn HSBC. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir þetta lið í útrás félagsins og stórt skref í uppbyggingu þess, en nýtt dótturfélag hefur verið stofnað sem annast kaup, sölu og útleigu flugvéla. Hann segir að vélarnar hafi fengist á hagstæðu verði, talsvert undir markaðsvirði, og því nemi dulin eign félagsins í þeim, eins og hann orðar það, um sex og hálfum milljarði króna. Hann segir enn fremur að félagið hefji nú nýja starfsemi sem geti orðið mjög umsvifamikil, bæði hvað varðar leigutekjur og verðmætaaukningu. Þessi kaup geti því haft mikil áhrif fyrir félagið til lengri tíma litið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira