Gaman að dúlla við góðan mat: Fiskisúpa Gurrýjar 27. janúar 2005 00:01 "Með árunum hefur mér þótt matargerð æ skemmtilegri," segir Guðríður Helgadóttir líffræðingur sem er nýtekin við starfi deildarstjóra við hinn nýja Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri auk þess að vera staðarhaldari Garðyrkjuskólans á Reykjum. Hún hefur yndi af vinnunni en líka eldhússtörfum og kökubakstur var lengi vel í uppáhaldi. Hún kveðst þó vera að þreifa sig áfram í matargerðinni líka og er einmitt að elda himneska fiskisúpu þegar samtalið fer fram svo það liggur beinast við að fá uppskriftina. Og þótt margar hráefnistegundir séu í súpunni þá tekur Gurrý fram að gerð hennar sé afar einföld eins og leiðbeiningarnar gefi til kynna.Fiskisúpa Gurrýjarolía2-3 tesk. karrí1 laukur, meðalstór2-3 stilkar sellerí3-4 gulrætur1 rauð paprika2-3 hvítlauksrif1 1/2 dós kurlaðir tómatar, Hunts diced tomatos, t.d. með steiktum lauk3-4 msk. tómatpúrré2 Knorr fiskiteningar1 lítil ds kókosmjólk, 165 g (fæst í Hagkaupum)1/2 peli rjómiýsa, rækja, hörpuskel, laxsmávegis af kryddinu Eftirlæti hafmeyjunnar frá Pottagöldrumörlítið tarragon (líka nefnt dragon) Ég set olíuna fyrst í pottinn og karríið er látið hitna með henni. Mér finnst best að nota milt Madras karrí. Grænmetið er allt saxað niður og mýkt í olíunni. Þá er komið að kurluðu tómötunum. Ég tæmi dósina og fylli hana síðan tvisvar með vatni sem ég bæti út í pottinn. Síðan kemur tómatpúrré, teningarnir og kókosmjólkin. Þetta læt ég malla smá stund og bæti síðan rjómanum í. Rétt áður en ég ber súpuna fram skelli ég út í hana þeim fiski sem ég á, ýsu, rækju, hörpuskel og stundum laxi, svona 100-200 g af hverju. Rækjuna og hörpuskelina má bara sjóða í 2-3 mínútur, svo ég set fiskinn fyrst. Eftirlæti hafmeyjunnar er rosalega gott og tarragonið gefur sætt kryddbragð sem passar mjög vel við fiskinn en má bara vera í litlu magni. Súpan er borðuð með góðu brauði, t.d. hvítlauksbrauði, og ef afgangur verður af súpunni er upplagt að frysta hann. Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
"Með árunum hefur mér þótt matargerð æ skemmtilegri," segir Guðríður Helgadóttir líffræðingur sem er nýtekin við starfi deildarstjóra við hinn nýja Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri auk þess að vera staðarhaldari Garðyrkjuskólans á Reykjum. Hún hefur yndi af vinnunni en líka eldhússtörfum og kökubakstur var lengi vel í uppáhaldi. Hún kveðst þó vera að þreifa sig áfram í matargerðinni líka og er einmitt að elda himneska fiskisúpu þegar samtalið fer fram svo það liggur beinast við að fá uppskriftina. Og þótt margar hráefnistegundir séu í súpunni þá tekur Gurrý fram að gerð hennar sé afar einföld eins og leiðbeiningarnar gefi til kynna.Fiskisúpa Gurrýjarolía2-3 tesk. karrí1 laukur, meðalstór2-3 stilkar sellerí3-4 gulrætur1 rauð paprika2-3 hvítlauksrif1 1/2 dós kurlaðir tómatar, Hunts diced tomatos, t.d. með steiktum lauk3-4 msk. tómatpúrré2 Knorr fiskiteningar1 lítil ds kókosmjólk, 165 g (fæst í Hagkaupum)1/2 peli rjómiýsa, rækja, hörpuskel, laxsmávegis af kryddinu Eftirlæti hafmeyjunnar frá Pottagöldrumörlítið tarragon (líka nefnt dragon) Ég set olíuna fyrst í pottinn og karríið er látið hitna með henni. Mér finnst best að nota milt Madras karrí. Grænmetið er allt saxað niður og mýkt í olíunni. Þá er komið að kurluðu tómötunum. Ég tæmi dósina og fylli hana síðan tvisvar með vatni sem ég bæti út í pottinn. Síðan kemur tómatpúrré, teningarnir og kókosmjólkin. Þetta læt ég malla smá stund og bæti síðan rjómanum í. Rétt áður en ég ber súpuna fram skelli ég út í hana þeim fiski sem ég á, ýsu, rækju, hörpuskel og stundum laxi, svona 100-200 g af hverju. Rækjuna og hörpuskelina má bara sjóða í 2-3 mínútur, svo ég set fiskinn fyrst. Eftirlæti hafmeyjunnar er rosalega gott og tarragonið gefur sætt kryddbragð sem passar mjög vel við fiskinn en má bara vera í litlu magni. Súpan er borðuð með góðu brauði, t.d. hvítlauksbrauði, og ef afgangur verður af súpunni er upplagt að frysta hann.
Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira