Um sextíu prósent kosningaþátttaka 30. janúar 2005 00:01 Yfirmenn kjörstjórna í Írak telja að um 60 prósent Íraka, eða um átta milljónir manna, hafi mætt á kjörstaði í gær í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu í 50 ár. Meira en 200 stjórnmálaflokkar voru í framboði. Lokið verður við að telja atkvæðin eftir þrjá til fjóra daga. Eins og búist hafði verið við létu uppreisnarmenn til sín taka og létust að minnsta kosti 44 í sprengingum í Bagdad og víðar. Þar af voru níu uppreisnarmenn. Þá fórst bresk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 rétt norðan við Bagdad um miðjan dag. Í gærkvöld var ekki ljóst hvort vélin hafði verið skotin niður. Kosningasérfræðingar eru almennt sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé framar vonum. Carlos Valenzuela, kosningaráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna, vildi ekki staðfesta töluna. Hann sagði að þátttakan hefði verið mjög góð á sumum svæðum en nánast engin á öðrum. Mikill munur var á kosningaþátttöku milli sjía-múslíma og kúrda annars vegar og súnní-múslíma hins vegar. Í suðurhluta landsins þar sem meirihluti íbúanna er sjía-múslímar var kosningaþátttakan mjög góð sem og hjá kúrdum í norðurhlutanum. Á svæðum í miðhluta landsins þar sem súnní-múslímar eru í meirihluta var kjörsókn afar lítil. Kjörstaðir í borgunum Falluja, Ramadi og Beiji voru tómir. Fólk hætti ekki á að mæta vegna hótana uppreisnarmanna súnní-múslíma um árásir. Þó að sérfræðingar séu sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé mjög góð hafa þeir einnig lýst áhyggjum yfir lítilli þátttöku súnní-múslíma. Ef í ljós komi að stjórnmálaflokkar súnní-múslíma fái lítið sem ekkert fylgi verði ljóst að þingið muni ekki endurspegla þjóðina og það geti orðið til þess að þjóðin hreinlega klofni. Þróunin næstu mánaða mun sýna hvort markmið George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að koma á lýðræði í Mið-Austurlöndum náist. Í dag eru 150 þúsund bandarískir hermenn í Írak og síðan innrásin var gerð í mars árið 2003 hafa meira en 1.400 hermenn látist. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Yfirmenn kjörstjórna í Írak telja að um 60 prósent Íraka, eða um átta milljónir manna, hafi mætt á kjörstaði í gær í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu í 50 ár. Meira en 200 stjórnmálaflokkar voru í framboði. Lokið verður við að telja atkvæðin eftir þrjá til fjóra daga. Eins og búist hafði verið við létu uppreisnarmenn til sín taka og létust að minnsta kosti 44 í sprengingum í Bagdad og víðar. Þar af voru níu uppreisnarmenn. Þá fórst bresk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 rétt norðan við Bagdad um miðjan dag. Í gærkvöld var ekki ljóst hvort vélin hafði verið skotin niður. Kosningasérfræðingar eru almennt sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé framar vonum. Carlos Valenzuela, kosningaráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna, vildi ekki staðfesta töluna. Hann sagði að þátttakan hefði verið mjög góð á sumum svæðum en nánast engin á öðrum. Mikill munur var á kosningaþátttöku milli sjía-múslíma og kúrda annars vegar og súnní-múslíma hins vegar. Í suðurhluta landsins þar sem meirihluti íbúanna er sjía-múslímar var kosningaþátttakan mjög góð sem og hjá kúrdum í norðurhlutanum. Á svæðum í miðhluta landsins þar sem súnní-múslímar eru í meirihluta var kjörsókn afar lítil. Kjörstaðir í borgunum Falluja, Ramadi og Beiji voru tómir. Fólk hætti ekki á að mæta vegna hótana uppreisnarmanna súnní-múslíma um árásir. Þó að sérfræðingar séu sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé mjög góð hafa þeir einnig lýst áhyggjum yfir lítilli þátttöku súnní-múslíma. Ef í ljós komi að stjórnmálaflokkar súnní-múslíma fái lítið sem ekkert fylgi verði ljóst að þingið muni ekki endurspegla þjóðina og það geti orðið til þess að þjóðin hreinlega klofni. Þróunin næstu mánaða mun sýna hvort markmið George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að koma á lýðræði í Mið-Austurlöndum náist. Í dag eru 150 þúsund bandarískir hermenn í Írak og síðan innrásin var gerð í mars árið 2003 hafa meira en 1.400 hermenn látist.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira