Umsátursástand í Framsókn 31. janúar 2005 00:01 Framsóknarmenn virðast halda að Íraksmálinu sé lokið með skyssu Róberts Marshalls. Ég hitti frammámann í Framsóknarflokknum í Smáralind í morgun, hann var steinhissa og sagði "þeir halda bara áfram". Hann virtist álíta að fjölmiðlarnir lægju endanlega flatir eftir þessi mistök sem voru vissulega hrapalleg, en snúast þó aðallega um að hafa lesið vitlaust á klukku - jú, að sönnu þegar verst stóð á. Ég tók fálega undir þetta hjá framsóknarmanninum og hann hraðaði sér á braut. Þetta er einkennileg árátta að ætla sér að stjórna fjölmiðlaumræðunni og fara svo að hrópa um annarleg sjónarmið ef það ekki tekst. Fjölmiðlar eiga að veita stjórnvöldum aðhald; þeir eru ekki óskeikulir en það er miklu betra að þeir gangi of langt en þegi. Í löndum eins og Frakklandi og Ítalíu eru fjölmiðlar auðsveipir stjórnvöldum - afleiðingin er að þar sitja gerspilltir menn í æðstu embættum. Svo ég vitni í hinn mikla stjórnmálaheimspeking Karl Popper - gagnrýnin og andstaðan sem er leyfð í "opnu" samfélagi er áhrifamesta leiðin til að bæta stefnuna í samfélaginu. Mönnum kann að finnast að fjölmiðlarnir hafi verið of ákafir í Íraksmálinu, það má vera að þeir hafi gerst ívið of smásmugulegir, en ég veit ekki til þess að annað í þessum fréttaflutningi hafi verið beinlínis verið hrakið en örlagaskyssa Róberts. --- --- --- Steingrímur Hermannsson var í eftirminnilegu viðtali hjá mér í gær. Hann sagði meðal annars að það væri ekkert vit að loka á blaðamenn; skárra væri að tala við blaðamennina en að láta þá fara óánægða burt og skrifa vitlausar fréttir. Steingrímur hafði alltaf gott samband við fjölmiðla, ólíkt Halldóri Ásgrímssyni. Líkt og Davíð Oddsson hefur hann tilhneigingu til að velja úr þá blaðamenn sem hann talar við, en útiloka aðra. Davíð er hins vegar klókari en Halldór, kann miklu betur að spila á almenningsálitið - getur komið fram og hreinsað loftið með nokkrum vel völdum orðum meðan Halldór fer oft í flækju í viðtölum. --- --- --- Margt bendir til þess að framsóknarmenn þoli einfaldlega ekki sviðsljósið sem fylgir forsætisráðherraembættinu. Lýðræðið er ekki alltaf hreinlegt eða yfirmáta réttlátt - en það er langt gengið þegar farið er að kalla "aðför" ýmislegt sem er einfaldlega hluti af lýðræðislegu ferli. Það er langt síðan þeir hættu að þola að heyra minnst á Írak. Hringurinn í kringum Halldór þrengist stöðugt - þeim fer sífellt fjölgandi flokksmönnum sem hann treystir ekki. Þannig hefur maður á tilfinningunni að hafi myndast einhvers konar umsátursástand í Stjórnarráðinu. Það er ekki styrkleikamerki að forsætisráðherra sé sífellt að hringja í áhrifamenn á fjölmiðlum til að skammast. Partur af vandanum gæti verið sá að flestir skynja að Framsókn á embættið ekki skilið, að minnsta kosti ekki ef tekið er mið af kjörfylgi. Umboð Halldórs er mjög óljóst. Það er skrítið að fá svona starf að launum fyrir að hafa setið lengi og af trúmennsku á þingi og í ríkisstjórn. Halldór ríkir upp á náð og miskunn Davíðs Oddssonar sem leyfði honum að verða forsætisráðherra. Davíð hefur sagt beint út að þetta sé samkomulag milli hans og Halldórs, en það nái annars ekki til Framsóknarflokksins. Maður hélt kannski að Framsóknarflokkurinn gæti notað forsætisráðuneytið sér til fylgisaukningar, sérstaklega á slíkum góðæristímum en svo virðist ekki ætla að vera. Embættið er flokknum til lítillar gleði enn sem komið er. Fyrir kosningarnar efndu þeir til mikillar auglýsingaherferðar sem lyfti fylginu á réttum tíma - mitt í ölum vandræðagangnum núna kannski er kominn tími fyrir það sem heitir í útlöndum "charm offensive". Það mætti byrja með því að opna nokkrar dyr upp á gátt. --- --- --- Siv Friðleifsdóttir heldur úti ágætri heimasíðu sem hún prýðir með ljósmyndum. Hún kom í Silfrið hjá mér á sunnudag og setti svo á vefinn hjá sér þessar myndir af gestum í þættinum. --- --- --- Nú eru Íslendingar dottnir út af handboltamótinu í Túnis - allir vissu að það myndi gerast nema þjálfarinn sem virðist hafa haldið að væri hægt að kjafta íslenska liðið í gegnum mótið með stóryrðum. Hann hlýtur að teljast drýldnasti maður á Íslandi, altént miðað við árangur. En auðvitað er ekki við Íslendingana að sakast - það eru alltaf einhverjar skýringar þegar illa gengur. Að þessu sinni var það kuldinn í íþróttahúsinu sem lék íslenska liðið svo grátt. Mótið var haldið í Afríku en ófyrirséð kuldakast gerði út um vonir okkar um að ná í úrslit. --- --- --- Ég horfði með öðru auganu á Idol keppnina á föstudaginn. Þar áttu keppendur að syngja lög eftir hljómsveitina Sálin hans Jóns míns. Flestallir þátttakendurnir fengu á sig þá gagnrýni að þeir hefðu valið vitlaus lög til að syngja - lög sem ekki hæfðu þeim. Aftur og aftur hlustaði maður á þennan frasa frá dómurunum. Þá fór að læðast að manni illur grunur - hvort lögin væru hugsanlega svona ósönghæf, kannski bara ekkert sérlega góð? Það skyldi þó ekki vera skýringin á því að idolbörnin fóru svo flatt á þessari tónlist? --- --- --- Um daginn var glæsileg teikning af mér í krossgátu Fréttablaðsins og undir langur dálkur þar sem átti að komast fyrir lausnarorð krossgátunnar. Margir höfðu orð á þessu við mig - töldu það mikla upphefð að hafa komist alla leið í krossgátuna. Þetta væri alvöru frægð. Í blaðinu í gær var Bob Dylan á þessum sama stað í krossgátunni - ég rak einhvers staðar augun í að lausnarorðið væri "gáfaður poppari". Hins vegar kann ég ekki að leysa krossgátur sjálfur og veit því ekki hvað stóð í reitunum fyrir neðan mig. Vonandi ekki "leiðinlegur þáttastjórnandi". --- --- --- Við Kári fórum í Húsdýragarðinn í gær. Þar var meðal annars refsungi - yrðlingur heitir það víst - með snuð. Kári varð fjarskalega móðgaður, taldi að refurinn hefði stolið af sér snuddunni. Hefur orðið tíðrætt um þetta síðan. Í dag keyptum við pakka með tveimur nýjum snuddum frá NamNam. Við komumst að þeirri niðurstöðu áðan að rebbi mætti fá aðra snudduna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Framsóknarmenn virðast halda að Íraksmálinu sé lokið með skyssu Róberts Marshalls. Ég hitti frammámann í Framsóknarflokknum í Smáralind í morgun, hann var steinhissa og sagði "þeir halda bara áfram". Hann virtist álíta að fjölmiðlarnir lægju endanlega flatir eftir þessi mistök sem voru vissulega hrapalleg, en snúast þó aðallega um að hafa lesið vitlaust á klukku - jú, að sönnu þegar verst stóð á. Ég tók fálega undir þetta hjá framsóknarmanninum og hann hraðaði sér á braut. Þetta er einkennileg árátta að ætla sér að stjórna fjölmiðlaumræðunni og fara svo að hrópa um annarleg sjónarmið ef það ekki tekst. Fjölmiðlar eiga að veita stjórnvöldum aðhald; þeir eru ekki óskeikulir en það er miklu betra að þeir gangi of langt en þegi. Í löndum eins og Frakklandi og Ítalíu eru fjölmiðlar auðsveipir stjórnvöldum - afleiðingin er að þar sitja gerspilltir menn í æðstu embættum. Svo ég vitni í hinn mikla stjórnmálaheimspeking Karl Popper - gagnrýnin og andstaðan sem er leyfð í "opnu" samfélagi er áhrifamesta leiðin til að bæta stefnuna í samfélaginu. Mönnum kann að finnast að fjölmiðlarnir hafi verið of ákafir í Íraksmálinu, það má vera að þeir hafi gerst ívið of smásmugulegir, en ég veit ekki til þess að annað í þessum fréttaflutningi hafi verið beinlínis verið hrakið en örlagaskyssa Róberts. --- --- --- Steingrímur Hermannsson var í eftirminnilegu viðtali hjá mér í gær. Hann sagði meðal annars að það væri ekkert vit að loka á blaðamenn; skárra væri að tala við blaðamennina en að láta þá fara óánægða burt og skrifa vitlausar fréttir. Steingrímur hafði alltaf gott samband við fjölmiðla, ólíkt Halldóri Ásgrímssyni. Líkt og Davíð Oddsson hefur hann tilhneigingu til að velja úr þá blaðamenn sem hann talar við, en útiloka aðra. Davíð er hins vegar klókari en Halldór, kann miklu betur að spila á almenningsálitið - getur komið fram og hreinsað loftið með nokkrum vel völdum orðum meðan Halldór fer oft í flækju í viðtölum. --- --- --- Margt bendir til þess að framsóknarmenn þoli einfaldlega ekki sviðsljósið sem fylgir forsætisráðherraembættinu. Lýðræðið er ekki alltaf hreinlegt eða yfirmáta réttlátt - en það er langt gengið þegar farið er að kalla "aðför" ýmislegt sem er einfaldlega hluti af lýðræðislegu ferli. Það er langt síðan þeir hættu að þola að heyra minnst á Írak. Hringurinn í kringum Halldór þrengist stöðugt - þeim fer sífellt fjölgandi flokksmönnum sem hann treystir ekki. Þannig hefur maður á tilfinningunni að hafi myndast einhvers konar umsátursástand í Stjórnarráðinu. Það er ekki styrkleikamerki að forsætisráðherra sé sífellt að hringja í áhrifamenn á fjölmiðlum til að skammast. Partur af vandanum gæti verið sá að flestir skynja að Framsókn á embættið ekki skilið, að minnsta kosti ekki ef tekið er mið af kjörfylgi. Umboð Halldórs er mjög óljóst. Það er skrítið að fá svona starf að launum fyrir að hafa setið lengi og af trúmennsku á þingi og í ríkisstjórn. Halldór ríkir upp á náð og miskunn Davíðs Oddssonar sem leyfði honum að verða forsætisráðherra. Davíð hefur sagt beint út að þetta sé samkomulag milli hans og Halldórs, en það nái annars ekki til Framsóknarflokksins. Maður hélt kannski að Framsóknarflokkurinn gæti notað forsætisráðuneytið sér til fylgisaukningar, sérstaklega á slíkum góðæristímum en svo virðist ekki ætla að vera. Embættið er flokknum til lítillar gleði enn sem komið er. Fyrir kosningarnar efndu þeir til mikillar auglýsingaherferðar sem lyfti fylginu á réttum tíma - mitt í ölum vandræðagangnum núna kannski er kominn tími fyrir það sem heitir í útlöndum "charm offensive". Það mætti byrja með því að opna nokkrar dyr upp á gátt. --- --- --- Siv Friðleifsdóttir heldur úti ágætri heimasíðu sem hún prýðir með ljósmyndum. Hún kom í Silfrið hjá mér á sunnudag og setti svo á vefinn hjá sér þessar myndir af gestum í þættinum. --- --- --- Nú eru Íslendingar dottnir út af handboltamótinu í Túnis - allir vissu að það myndi gerast nema þjálfarinn sem virðist hafa haldið að væri hægt að kjafta íslenska liðið í gegnum mótið með stóryrðum. Hann hlýtur að teljast drýldnasti maður á Íslandi, altént miðað við árangur. En auðvitað er ekki við Íslendingana að sakast - það eru alltaf einhverjar skýringar þegar illa gengur. Að þessu sinni var það kuldinn í íþróttahúsinu sem lék íslenska liðið svo grátt. Mótið var haldið í Afríku en ófyrirséð kuldakast gerði út um vonir okkar um að ná í úrslit. --- --- --- Ég horfði með öðru auganu á Idol keppnina á föstudaginn. Þar áttu keppendur að syngja lög eftir hljómsveitina Sálin hans Jóns míns. Flestallir þátttakendurnir fengu á sig þá gagnrýni að þeir hefðu valið vitlaus lög til að syngja - lög sem ekki hæfðu þeim. Aftur og aftur hlustaði maður á þennan frasa frá dómurunum. Þá fór að læðast að manni illur grunur - hvort lögin væru hugsanlega svona ósönghæf, kannski bara ekkert sérlega góð? Það skyldi þó ekki vera skýringin á því að idolbörnin fóru svo flatt á þessari tónlist? --- --- --- Um daginn var glæsileg teikning af mér í krossgátu Fréttablaðsins og undir langur dálkur þar sem átti að komast fyrir lausnarorð krossgátunnar. Margir höfðu orð á þessu við mig - töldu það mikla upphefð að hafa komist alla leið í krossgátuna. Þetta væri alvöru frægð. Í blaðinu í gær var Bob Dylan á þessum sama stað í krossgátunni - ég rak einhvers staðar augun í að lausnarorðið væri "gáfaður poppari". Hins vegar kann ég ekki að leysa krossgátur sjálfur og veit því ekki hvað stóð í reitunum fyrir neðan mig. Vonandi ekki "leiðinlegur þáttastjórnandi". --- --- --- Við Kári fórum í Húsdýragarðinn í gær. Þar var meðal annars refsungi - yrðlingur heitir það víst - með snuð. Kári varð fjarskalega móðgaður, taldi að refurinn hefði stolið af sér snuddunni. Hefur orðið tíðrætt um þetta síðan. Í dag keyptum við pakka með tveimur nýjum snuddum frá NamNam. Við komumst að þeirri niðurstöðu áðan að rebbi mætti fá aðra snudduna.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun