Könnunin skemmtilegt gisk 3. febrúar 2005 00:01 Einungis rúm tuttugu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja að Össur Skarphéðinsson verði endurkjörinn formaður á landsfundi í vor. Yfirgnæfandi meirihluti er á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Össur segist hvergi banginn. Tveir þriðju hlutar landsmanna telja mestar líkur á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði valin formaður Samfylkingarinnar í vor en aðeins þriðjungur telur Össur Skarphéðinsson líklegri til að hreppa hnossið, samkvæmt könnuninni sem var gerð 1. febrúar síðastliðinn og var hringt í 800 manns. Ríflega áttatíu prósent svöruðu. Sé einungis tekið tillit til þeirra sem segjast kjósendur Samfylkingarinnar er munurinn enn meiri því í þeim hópi telja 77 prósent Ingibjörgu Sólrúnu sigurstranglegri en ríflega 21 prósent er á því að Össur verði endurkjörinn. Tekið skal fram að þar sem aðeins hundrað og sextíu af þeim sem spurðir voru kváðust Samfylkingarmenn er niðurstaðan ekki marktæk en gefur engu að síður vísbendingu um stöðuna innan flokksins. Össur segir könnunina í raun skemmtilegt gisk Fréttablaðsins. Spurt sé „hverju menn spái“ en „ekki hvað menn vilji“. Það sé stór galli á könnuninni. Og hann segir engum blöðum um það að fletta að fyrrverandi borgarstjóri og næstöflugasti stjórnmálamaður landsins um langt skeið komi sterkur inn í svona baráttu. „Ég er hins vegar alfarið þeirrar skoðunar eftir að hafa farið um landið að ég stend miklu betur í hinum virka kjarna flokksmanna en kemur þarna fram,“ segir Össur og kveðst eiga von á að myndin eigi eftir að breytast þegar nær dregur kosningunum. Niðurstöðurnar eru þó mjög afgerandi, hvernig sem aðferðarfræðin er, og Össur getur ekki annað en játað því. „Það má örugglega draga þá ályktun af þessari niðurstöðu að ég sé ekki með vindinn í bakið,“ segir formaðurinn. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir fréttir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir spurningu Fréttablaðsins vissulega skipta máli því spurt hafi verið um hver sé talinn líklegur sigurvegari, en ekki hvern menn vilji helst. Hann segir sérstaklega athyglisvert að allmikill munur sé á viðhorfum kjósenda Samfylkingarinnar og kjósenda annarra flokka. Svanur telur að fylgismenn Ingibjargar Sólrúnar geti nú lagst út af og slappað af en menn Össurar ákveðið að berjast. Og gerist það sé allt opið. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Einungis rúm tuttugu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja að Össur Skarphéðinsson verði endurkjörinn formaður á landsfundi í vor. Yfirgnæfandi meirihluti er á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Össur segist hvergi banginn. Tveir þriðju hlutar landsmanna telja mestar líkur á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði valin formaður Samfylkingarinnar í vor en aðeins þriðjungur telur Össur Skarphéðinsson líklegri til að hreppa hnossið, samkvæmt könnuninni sem var gerð 1. febrúar síðastliðinn og var hringt í 800 manns. Ríflega áttatíu prósent svöruðu. Sé einungis tekið tillit til þeirra sem segjast kjósendur Samfylkingarinnar er munurinn enn meiri því í þeim hópi telja 77 prósent Ingibjörgu Sólrúnu sigurstranglegri en ríflega 21 prósent er á því að Össur verði endurkjörinn. Tekið skal fram að þar sem aðeins hundrað og sextíu af þeim sem spurðir voru kváðust Samfylkingarmenn er niðurstaðan ekki marktæk en gefur engu að síður vísbendingu um stöðuna innan flokksins. Össur segir könnunina í raun skemmtilegt gisk Fréttablaðsins. Spurt sé „hverju menn spái“ en „ekki hvað menn vilji“. Það sé stór galli á könnuninni. Og hann segir engum blöðum um það að fletta að fyrrverandi borgarstjóri og næstöflugasti stjórnmálamaður landsins um langt skeið komi sterkur inn í svona baráttu. „Ég er hins vegar alfarið þeirrar skoðunar eftir að hafa farið um landið að ég stend miklu betur í hinum virka kjarna flokksmanna en kemur þarna fram,“ segir Össur og kveðst eiga von á að myndin eigi eftir að breytast þegar nær dregur kosningunum. Niðurstöðurnar eru þó mjög afgerandi, hvernig sem aðferðarfræðin er, og Össur getur ekki annað en játað því. „Það má örugglega draga þá ályktun af þessari niðurstöðu að ég sé ekki með vindinn í bakið,“ segir formaðurinn. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir fréttir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir spurningu Fréttablaðsins vissulega skipta máli því spurt hafi verið um hver sé talinn líklegur sigurvegari, en ekki hvern menn vilji helst. Hann segir sérstaklega athyglisvert að allmikill munur sé á viðhorfum kjósenda Samfylkingarinnar og kjósenda annarra flokka. Svanur telur að fylgismenn Ingibjargar Sólrúnar geti nú lagst út af og slappað af en menn Össurar ákveðið að berjast. Og gerist það sé allt opið.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira